Fréttablaðið - 27.02.2004, Síða 28

Fréttablaðið - 27.02.2004, Síða 28
27. febrúar 20046 Matur 2004 Markaðsstjóri Samskipa: Gaman að taka þátt í undirbúningnum Í annað sinn í röð eru Samskipaðalstyrktaraðili sýningarinnar Matur. Það vakti athygli í fyrstu þegar flutningafyrirtæki kom að slíkri sýningu en í samtali við Önnu Guðnýju Aradóttur, mark- aðsstjóra Samskipa, er skýringin sú að fyrirtækið flytur gífurlega mikið magn af matvælum og geymir í vörumiðstöð sinni í lengri eða skemmri tíma. Hún seg- ir Samskip leggja metnað í að upp- fylla þær gæðakröfur sem mat- vælafyrirtæki þurfi að standast og bendir á að það hafi verið fyrst til að taka upp GÁMES-kerfið sem er viðurkennt gæðaeftirlitskerfi. „Það hefur verið stefna félags- ins að kynnast viðskiptavinum sín- um og þörfum þeirra sem best til að geta veitt þeim sem besta þjón- ustu. Á sýningu sem þessari eru margir þeirra þátttakendur. Þess vegna erum við með. Það hefur verið gaman að taka þátt í undir- búningnum nú eins og í fyrra skiptið og ánægjulegt að sjá hvað sýningin stækkar og áhuginn al- mennt vex,“ segir Anna Guðný. ■ Ég man vel eftir veislunni minni. Þettavar í sveitinni og það var ekki nema fjölskyldan og fólk af næstu bæjum sem var þar. Ég man ekki hvað var á borðum en þetta var að minnsta kosti mjög skemmtilegur dagur. Hún var haldin heima og það varmatur, bæði pottréttur og fleira. Það var hátt í hundrað manns, vinir og ætt- ingjar. Þetta var ógleymanlegur dagur. Faglega matreiddur fiskur afeinhverju tagi er efstur á vin- sældalistanum hjá mér. Svo finnst mér mjög góður þessi sígildi heimilismatur eins og svið, salt- kjöt og saltfiskur með kartöflum og rófum,“ svarar Einar Geirsson, matreiðslumeistari á Tveimur fiskum, spurður um uppáhalds- matinn. Hann tekur þó fram að ekki kæri hann sig um að hafa saltkjöt og svið í öll mál en þessi þjóðlegi íslenski matur verði að vera á borðum af og til. „Bæði finnst mér nauðsynlegt að halda hefðum við og svo er þetta svo góður matur að við megum ekki sniðganga hann,“ segir hann. Fiskinn vill hann fá oft á diskinn sinn og aðspurður kveðst hann ekki segja það vegna þess að hann vinni á Tveimur fiskum. „Ég elda oft fisk heima hjá mér líka og fjöl- skyldan er ánægð með það, þótt konan hafi upphaflega ekki verið mikill fiskvinur,“ segir hann. Flat- fiskur svo sem koli og smálúða eru þær tegundir sem hann nefnir sem eftirlætismatfisk, einnig steinbítur og skötuselur, og hum- ar og kræklingur finnst honum fínir í forrétt. Einar er í framvarðasveit ís- lenskra kokka og nú um helgina stendur hann í ströngu. Sem sig- urvegari í síðustu keppni um mat- reiðslumann ársins er hann sjálf- kjörinn fulltrúi Íslands í keppn- inni Iceland Food Express. Þar ætti hann að vera á heimavelli. Þeir sem hann etur kappi við hafa allir hlotið titilinn „Matreiðslu- maður ársins“ í sínu heimalandi. Í vor stendur stóra Norður- landakeppnin fyrir dyrum og þar verður Einar líka okkar maður. Hann er og í kokkalandsliðinu sem fer til Þýskalands í haust að keppa á Ólympíuleikum mat- reiðslumeistara og koma fjalla- lambinu og öðru íslenskt hráefni í form sem hrífur dómnefndina. ■ Blúndur og perlur eru á undan-haldi í brúðarkjólum eins og er. Ég orða það svo að rjómatertutíma- bilið sé liðið. En það er mikið lagt í efni og snið í kjólum í dag og þeir eru flottir með fínlegt skraut,“ seg- ir Sólveig Theodórsdóttir, eigandi og verslunarstjóri í Brúðarkjóla- leigu Dóru. Sem dæmi um vand- virknislegan frágang nefnir hún teina sem þræddir eru í kjólana svo þeir beri sig vel. „Brúðurin getur ekki orðið nema glæsileg í slíkum búningi,“ segir hún. Nátt- úruhvítir kjólar eru vinsælli en þeir skjannahvítu enda segir hún þá mildari og yfirleitt fara betur við litaraft þjóðarinnar. „Þetta fer þó algerlega eftir háralit og öðru hjá hverri og einni brúði. Það er mikilvægt að panta tíma í mátun og gefa sér tíma til að skoða. Við að- stoðum og gefum góð ráð.“ Pilsin fara víkkandi í sam- kvæmiskjólum, án þess þó að vera rykkt eða felld, og litagleðin vax- andi. „Mér finnst svart vera að víkja fyrir öllum mögulegum öðr- um litum, sem betur fer,“ segir Sól- veig. Enn heldur ermaleysið velli í vinsældum en sjöl fylgja flestum kjólum. Svo eru hanskar dálítið teknir með samkvæmiskjólum, rauðir og svartir og hvítir. Brúðarkjólaleiga Dóru verður með tískusýningu á Matur 2004, bæði á laugardag og sunnudag, og sýnir bæði brúðar- og samkvæmis- kjóla. ■ MARKAÐSSTJÓRI SAMSKIPA „Viljum kynnast viðskiptavinunum og þörf- um þeirra,“ segir Anna Guðný. Fermingarveislan mín Inga Rut Ólafsdóttir Ólafur Jónsson Fermingarveislan mín EINAR GEIRSSON MATREIÐSLUMEISTARI Tekur þátt í krefjandi keppni um helgina og býr sig undir tvær í viðbót. Okkar maður á Iceland Food Express: Faglega matreiddur fiskur í öndvegiFRÉTT AB LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T GLÆSILEGT Náttúruhvítir kjólar eru vinsælir. FLOTTUR KJÓLL MEÐ FÍNLEGT SKRAUT Sýningardaman er Sólveig Pálmadóttir. Brúðarkjólaleiga Dóru: Flottir kjólar með fínlegt skraut

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.