Fréttablaðið - 27.02.2004, Page 43

Fréttablaðið - 27.02.2004, Page 43
23FÖSTUDAGUR 27. febrúar 2004 Galdurinn við þessi buff ermeðal annars sá að þau fara frosin beint á pönnuna. Þú bara annaðhvort átt þau í frysti eða kaupir þau á leiðinni heim,“ segir Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi á Héraði, og bendir á nýja skyndirétti sem hann er byrjaður að fjöldaframleiða undir vörumerkinu Móðir jörð. Þetta eru byggbuff og rauðrófubuff úr lífrænu hráefni, krydduð og soð- in. Hann segir auðvelt að hita þau í örbylgju eða ofni en ljúffengust verði þau af pönnunni. „Þá verða þau stökkt eins og buff eiga að vera,“ segir hann. Þriðji rétturinn er byggsalat. Undirtitillinn á því er tabúlé. „Dóttir mín, sem hefur farið víða um heim, er höfundur uppskrifta. Hún vill kalla þetta tabúlé,“ segir Eymundur til skýr- ingar. Hráefnið í réttina er að mestu ræktað í Vallanesi. Það sem keypt er til viðbótar er allt líf- rænt ræktað, jafnvel smæstu kryddagnir, að sögn Eymundar. „Það greinir þessa rétti frá öðr- um vörum á markaðinum,“ segir hann. Salatið er fryst líka en er fljótt að þiðna á borðinu á meðan aðalrétturinn er eldaður. „Það er líka hægt að grípa það með sér á morgnana í vinnuna og þá er það orðið þítt í hádeginu ef fólk vill létta máltíð,“ bendir hann á. Framleiðsluvörur Eymundar í Vallanesi eru löngu orðnar þekktar, grænmeti, bygg og olí- ur. Þær eru allar merktar Móður jörð. En hvenær skyldi hann hafa byrjað að þróa skyndibitana? „Það eru örugglega tvö ár síð- an við byrjuðum, ég og dóttir mín, Þórunn. Hún er listakokkur og höfundur uppskrifta. Þetta er rökrétt framhald af því sem ég hef verið að gera. Maður byrjar í jörðinni og svo vex maður upp og vill flullkomna hlutina.“ Hann segir marga hafa ráð- lagt honum að hafa heldur vinnsl- una á höfuðborgarsvæðinu en hann langi að skapa störf við framleiðsluna fyrir austan og tengja hana við Vallanes. ■ Tryggvi Harðarson, bæjarstjóriá Seyðisfirði, stundaði nám í Kína og hefur prófað ýmsa ný- stárlega rétti. „Þar borða menn hunda. Glóðasteiktur hundur þyk- ir alveg ágætis réttur, en þetta er aðallega kóreaskur siður. Ég hef fengið mér hunda á kóreöskum veitingastöðum. Þessir litlu voru ágætir. Svo hef ég prófað slöngukjöt, sem mér fannst svolítið skrítið fyrst. Þetta minnti mann að sumu leyti á kjúklingakjöt. Ég borðaði alls konar tegundir, allt frá smá- slöngum niður í smáorma. Kín- verjar borða líka silkiorma, þeir eru fínir í súpur. Þeir eru líka þurrkaðir og notaðir sem snakk og eru ágætir þannig. Ég borðaði líka kattakjöt, turtildúfur og fleira gómsætt. Ég var nú ekkert hrifinn af kattakjötinu.“ Tryggvi neitar því ekki að hann hafi stundum óað við því að smakka þessa rétti. „Maður tók bara vel af hrísgrónum og brenni- víni með til að fá kjarkinn. En ég ætlaði að smakka þetta. Mér finnst gaman að prófa eitthvað nýtt. Það eru mismunandi venjur í hinum ýmsu löndum og ég hef til dæmis prófað hrátt selspik á Grænlandi. Þegar maður ferðast er hluti af því að kynnast matar- menningunni. Mörgum útlending- um finnst til dæmis spennandi að fá kæsta skötu á Íslandi því það er matur sem þeir nálgast ekki ann- ars staðar.“ Tryggvi var í fjögur ár í Kína og kynntist því matarmenningunni talsvert. „Kínverskur matur er mjög svæðisbundinn og mörg mis- munandi eldhús til eftir héruðum og landshlutum. Ég var farinn að finna mér mína uppáhaldsrétti sem gátu komið víðs vegar að. Hér heima elda ég alltaf kínverska rétti af og til, þótt það taki sinn tíma.“ Tryggvi segist þó aldrei hafa komist það langt að matreiða hunda eða ketti sjálfur. ■ Perlan: Ostrur og krabbar Sjávarréttaveisla Perlunnar er aðverða árviss viðburður á útmán- uðum. Hún hefst 4. mars og stendur til 12. mars. Á því tímabili verður sjávarréttahlaðborð á hverju kvöldi í þessu virta veitingahúsi á hita- veitutönkunum í Reykjavík. Þar getur fólk valið úr einum þrjátíu réttum, bæði köldum og heitum. Flestir byggjast þeir á íslensku hrá- efni úr hafinu í kring um okkur en framandlegar tegundir fiska fljóta þó innan um. Ostrur og kanadískir krabbar eru þar á meðal. Þetta er 5. árið í röð sem Perlan efnir til slíkr- ar veislu og hún hefur ávallt laðað að sér fjölda gesta. ■ Íslenskir skyndiréttir úr lífrænu hráefni: Frosin buffin fara beint á pönnuna BÓNDI OG HUGSJÓNAMAÐUR Eymundur pakkar vörunni í litríkar teningslaga umbúðir. TRYGGVI HARÐARSON Hefur marga fjöruna sopið og meðal ann- ars borðað hunda, ketti og slöngur. Skrítnasti maturinn: Litlu hundarnir fínir en ekkert varið í kattakjöt Uppskrift frá Móður jörð: Indverskt naan-brauð 200 g byggmjöl 250 g hveiti, helst óbleikjað 1 dós hrein jógúrt 1 msk. hrásykur 1/2 msk. salt 2 msk. sesamfræ 50 g þurrger Leysið þurrgerið upp í 1 lítra af vatni ef það er notað. Hrærið öllu hráefninu sam- an. Hnoðið deigið og rúllið því í lengju og skerið í 2 cm þykkar sneiðar. Fletjið í 1/2 cm þykkar kökur og steikið á pönnu eins og klatta eða pönnukökur. Berið fram með íslensku smjöri.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.