Fréttablaðið - 27.02.2004, Side 57
37FÖSTUDAGUR 27. febrúar 2004
Intersport-deildin í
körfuknattleik:
Enn sigrar
Snæfell
KÖRFUBOLTI Haukar unnu sinn
fimmta heimasigur í röð í Inter-
sport-deildinni í körfuknattleik í
gærkvöld þegar þeir tóku á móti
Þór frá Þorlákshöfn á Ásvöllum.
Þórsarar, sem höfðu ekki unnið
í sjö útileikjum í röð fyrir leikinn,
sóttu ekki gull í greipar Haukanna
og töpuðu 80-76 eftir spennandi
lokamínútur. Haukamenn byrjuðu
betur en staðan eftir fyrsta leik-
hluta var jöfn, 20-20. Þórsarar
komust síðan yfir, 31-29, um mið-
bik annars leikhluta en Haukar
skoruðu ellefu næstu stig og
leiddu í hálfleik, 40-33. Haukar
náðu síðan mest tólf stiga forystu
í þriðja leikhluta en Þórsurum
tókst með mikilli þrautseigju að
minnka muninn hægt og bítandi
niður í eitt stig, 77-76, þegar tvær
mínútur voru til leiksloka. Nær
komust þeir ekki og Mike Manciel
gulltryggði sigurinn hjá Haukum
með því að skora úr tveimur víta-
skotum þegar þrjár sekúndur
voru til leiksloka. Manciel var
stigahæstur hjá Haukum með 25
stig, Sævar Ingi Haraldsson skor-
aði 19 stig, Predrag Bojovic skor-
aði 11 stig, Kristinn Jónasson og
Whitney Robinson skoruðu 8 stig
hvor, Sigurður Einarsson skoraði
5 stig og Þórður Gunnþórsson
skoraði 4 stig. Nate Brown var allt
í öllu hjá Þór og skoraði 31 stig.
Robert Hodgson, spilandi þjálfari
Þórsara, skoraði 16 stig, Leon
Brisport skoraði 15 stig, Grétar
Erlendsson skoraði 10 stig og
Finnur Andrésson skoraði 4 stig.
Snæfell vann enn einn leikinn
þegar liðið bar sigurorð af Njarð-
vík, 85-71, í Stykkishólmi og er nú
komið með fjögurra stiga forystu
á toppi deildarinnar.
KFÍ vann dýrmætan sigur á
Breiðabliki, 95-88, í botnbaráttu-
slag á Ísafirði og kom sér örlítið
frá fallsæti.
Tindastóll lagði ÍR-inga á Sauð-
árkróki, 83-80, og hefur komið sér
vel fyrir í sjötta sæti deildarinnar.
Nick Boyd skoraði 32 stig og tók
15 fráköst fyrir Tindastól, Clifton
Cook skoraði 15 stig og Axel
Kárason og Friðrik Hreinsson
skoruðu 10 stig hvor. Eugene
Christopher var stigahæstur hjá
ÍR með 32 stig og tók 9 fráköst,
Eiríkur Önundarson skoraði 17
stig og gaf 10 stoðsendingar og
Fannar Helgason skoraði 13 stig
og tók 13 fráköst. ■
KÖRFUBOLTI Keflavík vann góðan
útisigur á KR, 100-91, í Inter-
sport-deild karla í DHL-höllinni
í gærkvöldi. KR-ingar léku án
Bandaríkjamannsins Josh
Murray og þrátt fyrir góða bar-
áttu dugði hún ekki til gegn
sterkum Keflvíkingunum, sem
höfðu frumkvæðið nánast allan
leikinn. Var staðan í hálfleik 54-
48 Keflvíkingum í vil.
Hjörtur Harðarson var maður
leiksins í gær. Hann skoraði 23
stig fyrir Keflvíkinga, þar af
hitti hann úr sjö af tíu þriggja
stiga skotum sínum. Alls hittu
Keflvíkingar úr 13 af 25 þriggja
stiga skotum sínum og í því lá
munurinn á liðunum því KR-ing-
ar hittu aðeins úr tveimur af
sautján þriggja stiga skotum
sínum í leiknum.
Hjörtur var stigahæstur Kefl-
víkinga ásamt Derrick Allen
með 23 stig. Nick Bradford
bætti 21 stigi í sarpinn, tók 5 frá-
köst og gaf 9 stoðsendingar.
Hjá KR var Steinar Kaldal
mjög góður með 18 stig, 6 frá-
köst, 6 stoðsendingar og 6 stolna
bolta. Magni Hafsteinsson setti
18 stig til viðbótar og Jesper
Sörensen var með 17 stig og 12
stoðsendingar.
Leikurinn í gær var hraður og
um leið ágætisskemmtun. Engu
að síður var nokkuð um klaufa-
leg mistök sem skrifuðust á
þennan mikla hraða. Eftir sigur-
inn eru Keflvíkingar nú aðeins
tveimur stigum á eftir Grindvík-
ingum, sem eiga leik til góða í
kvöld gegn Hamri. KR-ingar
sitja aftur á móti áfram í sjö-
unda sæti. ■
HJÖRTUR OG STEINAR
Hjörtur Harðarson, til hægri, í baráttu við Steinar Kaldal í viðureign Keflavíkur og KR í gær.
Intersport-deild karla:
Hjörtur hetja Keflvíkinga
Gildir til 29. febrúar eða á meðan birgðir endast.
799kr
1.799kr
ÚRSLIT Í GÆR
Haukar - Þór Þorl. 80-76
KFÍ - Breiðablik 95-88
KR - Keflavík 91-100
Tindastóll - ÍR 83-80
Snæfell - UMFN 85-71
Staðan í Intersport-deildinni
Snæfell 20 17 3 34
UMFG 19 15 4 30
Keflavík 20 14 6 28
UMFN 20 12 8 24
Haukar 20 12 8 24
Tindastóll 20 11 9 22
KR 20 10 10 20
Hamar 19 9 10 18
ÍR 20 6 14 12
KFÍ 20 5 15 10
Breiðablik 20 4 16 8
Þór Þorl. 20 4 16 8