Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.02.2004, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 27.02.2004, Qupperneq 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR Innleiðum burtreiðar Íslendinga skortir átakanlega ein-hverjar reglur eða viðmið um það hvernig best er að haga sér í alls konar hversdagslegum kringum- stæðum. Við vitum til dæmis aldrei almennilega hvernig við eigum að haga okkur í návígi við hvert annað í jólaboðum eða barnaafmælum, sér- staklega þar sem um klofnar fjöl- skyldur er að ræða. Til að mynda er alls ekki á hreinu hvenær maður á að kyssa fólk og hvenær ekki. Þetta get- ur endað í alls konar neyðarlegu bugti og beygingum. Fólk setur kannski stút á munninn en endar með að heilsast bara með venjulegu handabandi. Þá heilsast fólk með stút á munninum, sem getur verið dálítið fyndið, en neyðarlegt engu að síður. ÉG HEF LÍKA tekið eftir því að fólk virðist í lausu lofti hér á landi varðandi það hvernig er best að út- kljá erfið deilumál. Fyrir ári síðan fór hér allt í háaloft út af deilum tveggja herramanna út af einhverju sem einn þeirra sagði að hinn hefði sagt. Þetta voru þeir Hreinn og Dav- íð. Allt varð vitlaust. En síðan var eins og allt fjaraði út. Og nú veit enginn hvernig málið endaði, ef það endaði þá nokkuð yfir höfuð. Hvað gerðist? Hvor vann? Svona spurning- ar koma upp hvað eftir annað. Fólk rífst og ásakanir fljúga, en svo ekki söguna meir. Í ÞESSU SAMHENGI hef ég ver- ið að spá í hvort ekki mætti innleiða einhverja gamla góða evrópska siði, eins og til dæmis burtreiðar, á Ís- landi. Þannig mætti tryggja að erfið og flókin deilumál fengju alltaf end- anlega niðurstöðu. Í þessu skyni mætti flytja inn tvo fallega spænska hesta, smíða brynjur og lensur úti á landi í þágu byggðastefnu, og síðan þegar deilur koma upp blásum við til burtreiða á Fríkirkjuveginum, með- fram Tjörninni. Þetta yrði án efa fögur sjón og myndi lyfta íslensku þjóðlífi upp á hærra plan. Einnig mætti hugsa sér önnur gamalkunn úrræði til þess að leysa sama vanda. Spretthlaup til dæmis. Þau hafa oft gefist vel. EN HVAÐ varðar kossana og hvenær maður á að kyssa og hvenær ekki, þar stend ég ráðalaus. Ótrúlegt hvað það getur verið neyðarlegt þeg- ar maður hefur sett stút á munninn og er að fara að beygja sig, og svo gerist ekki neitt. Bara handaband. Sjá auglýsingu í tímaritinu Birtu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.