Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 2
2 28. mars 2004 SUNNUDAGUR
„Tíminn er peningar.“
Ákvörðun Impregilo að láta starfsmenn borga fyrir
allt tjón sem þeir ollu var dregin til baka þar sem
hún var tekin í flýti.
Spurningdagsins
Ómar, hvað lá svona mikið á?
HEILBRIGÐISMÁL „Fólk hér hefur
tekið þessum breytingum illa. Það
vildi í fyrstu ekki trúa því að þetta
væri að gerast, en því miður var
það raunin,“ sagði Þorbjörg Páls-
dóttir formaður Styrktarfélags
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja,
vegna ákvörðunar stjórnenda
sjúkrahússins í Keflavík um að
breyta þjónustuhlutverki svokall-
aðrar D-álmu á sjúkrahúsinu.
Upphaflega var álman ætluð fyrir
aldraða sjúka, en nú hefur þeim
fremur verið vísað á öldrunar-
heimili sem HSS rekur í Grinda-
vík.
Stjórn styrktarfélags heil-
brigðisstofnunarinnar hefur sent
frá sér yfirlýsingu þar sem hún
„mótmælir harðlega síendurtekn-
um nauðungarflutningum sjúkra
aldraðra milli sveitarfélaga á Suð-
urnesjum,“ eins og segir þar.
Krafa stjórnarinnar er að sjúkir
aldraðir verði vistaðir á D-álmu
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
meðan þar eru laus sjúkrarúm
enda hafi hún ætíð verið ætluð
sjúkum öldruðum.
„Fyrir tveimur árum var
sjúkradeild með 24 sjúkrarúmum
í D-álmu HSS vígð við hátíðlega
athöfn,“ segir enn fremur í yfir-
lýsingunni. „Hún var hönnuð til
þess að vista sjúka aldraða. Þá
varð langþráður draumur íbúa á
Suðurnesjum að veruleika.“
Stjórnin segir alltaf hafa verið
stefnt að því að D-álman vistaði
aldraða sjúka enda þörfin mikil.
Svo sé enn því samkvæmt síðustu
könnun séu sjötíu aldraðir á
biðlistum fyrir vistun á hjúkrun-
ar- eða sjúkrastofnunum á Suður-
nesjum.
„Þá óvæntu stefnubreytingu
stjórnenda HSS á miðju síðasta
ári, að hætta við að nýta D-álmuna
fyrir sjúka aldraða, var reynt að
réttlæta með því að þörfin væri
ekki lengur til staðar. Þeirri full-
yrðingu hefur verið hnekkt enda
gerðu allir sem til þessara mála
þekkja sér grein fyrir því að þörf-
in væri mikil,“ segir í yfirlýsing-
unni. „Krafa okkar er að kjörnir
fulltrúar í sveitarstjórnum og á
alþingi tryggi að D-álman þjóni
því hlutverki sem henni hefur
ætíð verið ætlað.“
Þorbjörg sagði að á sínum tíma
hefðu allir íbúarnir lagt hönd á
plóginn til að D - álman gæti orðið
að veruleika. Stofnuð hefðu verið
sérstök D-álmu samtök, sem safn-
að hefðu um 70 milljónum króna
til álmunnar. „Allir sem vettlingi
gátu valdið tóku þátt,“ sagði Þor-
björg, „en svo á þetta að fara
svona núna.“
jss@frettabladid.is
Yfirtryggingatannlæknir á málþingi TÍ:
Endurgreiðslur til
barna í 100 prósent
HEILBRIGÐISMÁL „Það þarf að semja
um fasta gjaldskrá og hækka endur-
greiðslu í 100% fyrir börn því með
öðru móti er ekki hægt að ætlast til
þess að allir foreldrar fáist til þess
að fara með börn sín reglulega til
tannlæknis,“ sagði Reynir Jónsson
yfirtryggingatannlæknir á málþingi
Tannlæknafélags Íslands í gær um
tannheilsu íslenskra barna.
Reynir benti á það í erindi sínu
að tannlæknum hér á landi hefði
fjölgað mjög á síðustu áratugum en
á sama tíma hefði tannskemmdum
barna fækkað mjög. „Árið 1973
voru um 1.550 íbúar á hvern tann-
lækni hér og hvert 12 ára barn með
6-8 skemmdar eða viðgerðar full-
orðinstennur en nú eru um eða inn-
an við 1.000 íbúar um hvern tann-
lækni og 12 ára börn aðeins með 1-2
skemmdar tennur,“ sagði Reynir og
bætti við að verkefnaskort vegna
bættrar tannheilsu barna og offjölg-
unar í stéttinni yrði að leysa á ann-
an hátt en með auknum kaupum
sjúkratrygginga á forvörnum fyrir
börn.
Reynir vakti athygli á því að
ástæða væri til að horfa á fleiri
þjóðfélagshópa en börn. „Það er á
stefnuskrá þess flokks sem nú fer
með heilbrigðismálin að sjúkra-
tryggingar taki þátt í tannlækna-
kostnaði eins og öðrum sjúkleika.“
sagði hann. ■
Taívan:
Mótmæli á
götum úti
TAÍVAN/AP Allt að 300 þúsund
manns mótmæltu nýkjörnum
forseta landsins í Taívan um
helgina og kröfðust annarra
kosninga en mjótt var á munun-
um milli forsetans Chen Shui-
bian og helsta andstæðings hans
Lien Chan. Forsetinn sigraði
með aðeins 0.2% mun í kosning-
unum aðeins klukkustundum
eftir að reynt var að ráða hann
af dögum. Telja andstæðingar
að samhugur vegna þess hafi
fleytt honum fram úr Chan og
því eigi þeir heimtingu á öðrum
kosningum. ■
Stjórnendur KB banka:
Kaupréttar-
samningar
samþykktir
KAUPRÉTTARSAMNINGAR Hluthafar í
KB banka samþykktu í gær nýja
kaupréttarsamninga við Sigurð
Einarsson stjórnarformann og
Hreiðar Má Sigurðsson forstjóra.
Samningarnir eru öllu lægri en
þeir sem fallið var frá í fyrra eft-
ir mikið fjaðrafok í fjölmiðlum.
Ásgeir Thoroddsen, formaður
launanefndar bankans, mælti fyr-
ir samningunum en samkvæmt
þeim geta Sigurður og Hreiðar
Már keypt hluti í bankanum fyrir
samtals 1,2 milljarða króna.
Gengið er miðað við þegar réttur-
inn er fyrst nýttur og gengi hluta
í KB-banka er núna um 300 krón-
ur á hlut.
Kaupunum verður skipt niður
á fimm ár og hafa Sigurður og
Hreiðar Már skuldbundið sig til
að eiga bréfin í að minnsta kosti
þrjú ár eftir kaup. Sigurður og
Hreiðar hagnast aðeins ef gengi
bankans hækkar það mikið að
söluvirði verði hærra en saman-
lagt kaupverð og sá vaxtakostnað-
ur sem þeir þurfa að greiða af
kauplánum.
Lækki gengi bankans hinsveg-
ar geta tvímenningarnir selt á
verði sem dugar fyrir kaupverð-
inu og vaxtakostnaði og haft
þannig útgönguleið. ■
Bílslys í Hrútafirði:
Liggur
slasaður á
gjörgæslu
SLYS Maður á þrítugsaldri var
fluttur til Reykjavíkur með þyrlu
Landhelgisgæslunnar eftir bíl-
veltu á Hrútafjarðarhálsi um
klukkan hálfsex á föstudagsnótt.
Að sögn læknis á Landspítalanum
liggur maðurinn talsvert slasaður
á gjörgæsludeild.
Maðurinn er grunaður um að
hafa ekið undir áhrifum áfengis
og/eða vímuefna. Hann hafði ekið
út af veginum og keyrt nokkra
vegalengd meðfram veginum
áður en bíllinn lenti í skurði þar
sem hann valt margar veltur.
Ökumaðurinn náði sjálfur að
koma sér út úr bílnum og upp á
veg þar sem vegfarandi varð
hans var og gerði viðvart. Sökum
þess hversu alvarlega slasaður
maðurinn var var þyrla kölluð á
staðinn. ■
SPÁNN/AP Spænska lögreglan telur
sig hafa fundið íbúðarhús það sem
notað var af hryðjuverkamönnum
þeim er stóðu fyrir árásunum á
spænska lestarfarþega fyrir
skömmu. Fundust efni til
sprengjugerðar í húsi einu í smá-
bænum Morata de Tajuna sem er
skammt frá Madrid. Í spænsku
pressunni er leitt getum að því að
um heimili eins þeirra sem hand-
teknir hafa verið vegna árásanna
sé að ræða en það hefur ekki feng-
ist staðfest.
Spænsk yfirvöld hafa nú alls 18
manns í haldi vegna málsins og að
auki hefur lögregla í Marokkó
handtekið ótiltekinn fjölda manna
að ósk Spánverja. Yfirvöld í
Þýsklandi eru ennfremur að rann-
saka málið þar sem einn hinna
handteknu á Spáni var búsettur
þar til fjölda ára. Nokkrir þeirra
sem skipulögðu árásirnar á Tví-
buraturnana í september 2001
höfðu einnig tengsl við Þýskaland.
Yfirmaður CIA í Bandaríkjun-
um hefur látið hafa eftir sér að
samkvæmt þeirra gögnum séu
miklar líkur á að gerræðismenn-
irnir séu tengdir hryðjuverka-
samtökunum al-Kaída. ■
TANNHIRÐA
Yfirtryggingatannlæknir vill að tannlækna-
kostnaður barna verði endurgreiddur að
fullu.
NÝIR SAMNINGAR Í HÖFN
Hluthafar í KB banka samþykktu í gær nýja
kaupréttarsamninga við Sigurð Einarsson
stjórnarformann og Hreiðar Má Sigurðsson
forstjóra. Samtals geta þeir á næstu fimm
árum keypt hluti í KB banka fyrir 1,2 millj-
arða króna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R
Handtaka Saddams
Hussein:
Lífvörður
gaf upplýs-
ingar
ÍRAK/AP Komið hefur í ljós að það
var einn lífvarða Saddams
Hussein sem kom hermönnum
Bandaríkjahers á sporið við leit
þeirra að einræðisherranum.
Benti hann hermönnum á felu-
staðinn og gaf þeim upplýsingar
um vopn og viðbúnað sem Saddam
hafði á þeirri stundu.
Talsmenn Bandaríkjahers telja
ólíklegt að það fé sem sett var til
höfuðs Saddam, 25 milljónir
Bandaríkjadala, verði greitt þar
sem þeirra eigin hermenn hafi
náð honum á felustað sínum. ■
HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA
Ákvörðun stjórnenda stofnunarinnar hefur
valdið gremju meðal íbúa á Suðurnesjum.
BYGGINGIN SEM UM RÆÐIR
Þarna telur lögregla að sprengjurnar sem urðu hundruðum að aldurtila í Madrid hafi verið
framleiddar.
Höfuðpaurar sprengjutilræðanna í Madrid 11. mars:
Hringurinn þrengist
Mótmæla harðlega
nauðungarflutningum
Stjórn Styrktarfélags Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja mótmælir harð-
lega endurteknum nauðungarflutningum sjúkra aldraðra milli sveitarfé-
laga á Suðurnesjum. Mikill hiti er í Suðurnesjamönnum vegna málsins.