Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 8
8 28. mars 2004 SUNNUDAGUR
En gaman að búa þau til
„Ég hef ekki þessa tilfinninga-
legu þörf fyrir að vera mikið
utan í smábörnum. Það er gam-
an að horfa á þetta ef það er
hljóðeinangrandi gler á milli.
Ég kem hins vegar sterkur inn
þegar þau eru orðin svona 5
ára.“
Lýður Árnason læknir á Flateyri, DV 27. mars.
Skál Dagur!
„Lækkun áfengisgjalda á létt-
vín og bjór á ekki að vera bann-
orð í stjórnmálaumræðunni.
Það má þvert á móti færa rök
fyrir því að lækkun slíkra
gjalda við núverandi aðstæður
væru ein skynsamlegasta leiðin
til skattalækkana.“
Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi,
Fréttablaðið 27. mars.
Orðrétt
Blair heitir stuðningi við stjórnarskrá Evrópusambandsins:
Allar efasemdir heimskulegar
ESB Forsætisráðherra Bretlands,
Tony Blair, hét á fundi Evrópu-
sambandsríkja í Brussel stuðn-
ingi sínum við að keyra í gegn um-
deilda stjórnarskrá sambandsins
eins fljótt og auðið væri. Gagn-
rýnendur hafa varað við að verði
stjórnarskráin viðurkennd muni
það þýða stjórnleysi innan ríkja
þess, þar sem öll valdahlutföll séu
Evrópusambandinu í hag.
Í ræðu sinni sagði Blair það af
og frá og gekk svo langt að kalla
slíka efasemdarmenn heimsk-
ingja sem ekki hefðu haft fyrir að
kynna sér málin í heild sinni.
Bretar héldu áfram sinni eigin
stefnu í utanríkis-, skatta- og
varnarmálum og enginn hefði sett
fram hugmyndir um annað. „Ég
gæli við að lokafrágangur sameig-
inlegrar stjórnarskrár verði í lok
júní enda er brýnt að þessu ljúki
sem fyrst.“
Samningaviðræður aðildarríkj-
anna hafa verið í járnum í heilt ár
en á fundinum í Brussel kom fram
að mikilvæg skref til sameiningar
hefðu náðst í vikunni. Hryðju-
verkin sem urðu í Madrid fyrir
skemmstu áttu sinn þátt í því en
leiðtogar ríkjanna á fundinum
voru sammála um að sameiginleg
stefna og varnir Evrópu gegn
hryðjuverkum væri áhrifameiri
en hjá hverju ríki fyrir sig. ■
Vonarstjarna
illvirkjanna
Ferill franska lögfræðingsins Jacques Verges, sem ráðinn hefur verið til
að verja Saddam Hussein, er æði skrautlegur. Hann var vinur fjölda-
morðingjans Pol Pot og virðist þrífast á að verja illræmda glæpamenn.
FRAKKLAND, AP Franskur lögfræð-
ingur, Jacques Verges, hefur
lýst því yfir að hann hafi verið
ráðinn til að verja fyrrum ein-
ræðisherra Íraks, Saddam
Hussein, þegar réttarhöld hefj-
ast í máli hans.
Saddam slæst þar með í
breiðan hóp misindismanna sem
Verges hefur varið fyrir rétti en
hann hefur skapað sér nafn fyr-
ir að verja hryðjuverkamenn og
nasista. Í þeim hópi er hinn ill-
ræmdi Klaus Bar-
bie, yfirmaður
leyniþjónustu nas-
ista í Frakklandi í
seinni heimsstyrj-
öldinni, en sá var
dæmdur fyrir
glæpi gegn mann-
kyninu árið 1987.
Annar vel þekktur
s k j ó l s t æ ð i n g u r
Verges er hryðjuverkamaðurinn
Ilich Ramirez Sanchez, betur
þekktur sem Sjakalinn, sem ófá-
ar bækur og kvikmyndir hafa
verið gerðar um. Hann situr af
sér lífstíðardóm í frönsku ör-
yggisfangelsi. Ekki minna fræg-
ur er Slobodan Milosevic, fyrr-
um forseti Serbíu og Júgóslavíu,
en Verges er einn þeirra sem
hafa séð um vörn hans fyrir
mannréttindadómstólnum í
Haag í Hollandi.
Verges hefur alla tíð verið
róttækur og eyddi 60 dögum í
fangelsi árið 1960 auk þess sem
réttindi hans til lögfræðistarfa
voru afturkölluð tímabundið
vegna andþjóðfélagslegra að-
gerða. Hann varð þjóðþekktur í
Frakklandi þegar hann giftist
konu sem dæmd hafði verið til
dauða fyrir hryðjuverk en var
látin laus vegna mótmæla al-
mennings.
Verges mun ekki aðeins taka
að sér málsvörn Saddams
Hussein heldur einnig fyrrum
utanríkisráðherra Íraks, Tariq
Aziz. Ekki er ljóst fyrir hvað
þeir verða ákærðir.
Engin ákvörðun hefur verið
tekin varðandi réttarhöld yfir
Saddam Hussein. Hann er í
haldi Bandaríkjamanna á ónafn-
greindum stað og ólíklegt talið
að réttarhöld fari fram á næst-
unni. Stjórnarráð Íraks vinnur
að því að koma á fót stríðs-
glæpadómstól og er talið líklegt
að Saddam verði ákærður fyrir
þjóðarmorð og glæpi gegn
mannkyninu.
albert@frettabladid.is
Sænsk könnun:
Margir Svíar
í fjárþröng
SVÍÞJÓÐ Fimmti hver Svíi hefur ekki
efni á að greiða húsnæðisgjöld sín
ef mánaðarleg útgjöld hans stíga
óvænt um tíu þúsund íslenskar
krónur á mánuði. Þetta er niður-
staða könnunar sem sænskar
bankastofnanir stóðu að og var birt
um helgina. Kemur glögglega fram
að fjármál margra Svía eru í mikl-
um ólestri og margir lifa umfram
efni.
Könnunin var gerð þar sem lán
til íbúðakaupa hafa hækkað mikið
síðustu árin. Hafa bankarnir
áhyggjur af þróun mála og telja að
íbúðakaupendur verði að miða kaup
sín betur við fjárhagsgetu. ■
NÆSTRÁÐANDI AL-KAÍDA
Bandaríska leyniþjónustan telur nýjastu
upptökuna frá al-Kaída vera ófalsaða.
Ayman al-Zawahiri:
Upptaka lík-
lega ófölsuð
PAKISTAN Sérfræðingar bandarísku
leyniþjónustunar telja segulbands-
upptöku þá er sjónvarpsstöðin al-
Jazeera komst yfir vera ófalsaða,
þar sem næstráðandi Osama bin
Laden innan hryðjuverkasamtak-
anna al-Kaída, Ayman al-Zawahiri,
hvetur íbúa Pakistans til uppreisn-
ar gegn forseta sínum.
Leyniþjónusta Bandaríkjanna
kannar reglulega segulsbandsupp-
tökur þær sem talið er að komi frá
forsprökkum hryðjuverkasamtaka
en á upptökunni er Pakistönum
bent á að forseti landsins sé einn
helsti stuðningsaðili Bandaríkja-
manna og því þjóðþrifaverk að
steypa honum af stóli. ■
KRATARNIR STÆRSTIR Sænskir
jafnaðarmenn myndu fá 38% at-
kvæða ef gengið yrði til kosninga
nú, samkvæmt skoðanakönnun
sem var gerð fyrir Dagens Nyhet-
er. Vinstri flokkurinn fengi 9,5%
og Græningjar 5,2%, þannig að
stjórnin héldi velli. Íhaldsmenn
njóta samkvæmt þessu stuðnings
24,1% kjósenda en Frjálslyndir
10,5%. Miðflokkurinn og Kristi-
legir demókratar fengju um fimm
prósent hvor flokkur um sig.
Taíland:
Tugir
særðust
TAÍLAND, AP Mikil mildi þykir að
sprengja sem sprakk í gær ná-
lægt vinsælum karókíbar í suður-
hluta Taílands særði aðeins 30
manns en staðurinn var fullset-
inn af fólki. Flestir hinna særðu
voru ferðamenn frá Malasíu.
Herlög hafa gilt á þessu svæði
síðan 50 létust í janúar þegar her-
skáir múslimar réðust inn í her-
búðir á þessum slóðum. ■
SÍÐASTI SMÓKURINN Á PÖBBNUM
Á miðnætti tekur allsherjarbann við reyk-
ingum á vinnustöðum gildi á Írlandi.
Írland:
Síðasti smók-
urinn í kvöld
ÍRLAND Laust fyrir miðnætti í kvöld
verður síðasti möguleiki reykinga-
manna að kveikja í á pöbbum eða
veitingahúsum enda tekur algilt
bann við reykingum á vinnustöðum
gildi á slaginu tólf.
Þar með verður Írland fyrsta
landið í heiminum sem þannig
bannar reykingar við nánast öll
tækifæri nema í heimahúsum og
úti undir beru lofti og óttast marg-
ir að hin heimsfræga írska
pöbbastemmning sé þar með fyrir
bí. Hefur borið á því að áhugamenn
um öskubakkasöfnun hafa sjaldan
verið eins ötulir við söfnunina eins
og þessa síðustu daga. ■
Vertu á góðum bíl um páskana
Fáðu þér bílaleigubíl hjá okkur innanlands á sérstöku páskatilboði
Erlendis
Pantaðu AVIS bílinn áður en þú
leggur af stað – Það borgar sig
Hringdu til AVIS í síma 591-4000
Innifalið í verði er 50 km., trygging, vsk. og flugvallargjald.
Toyota Yaris kr. 2.900,- á dag m.v. A flokk
www.avis.is
Við
gerum
betur
AVIS Knarrarvogi 2 - 104 Reykjavík - Sími 591 4000 Fax 591 4040 - Netfang avis@avis.is
Munið Visa
afsláttinn
Tónleikar Kris Kristofferson:
Óskaði eftir því að koma
TÓNLIST Söngvarinn og leikarinn
Kris Kristofferson heldur tónleika
í Laugardalshöll þann 14. júní
næstkomandi. Þar mun hann leika
fyrir 2.500 manns í sætum ásamt
KK og Ríó Tríó.
„Þetta er búið að vera í vinnslu
í nokkurn tíma og svo fékkst þetta
staðfest í fyrradag,“ segir Guð-
bjartur Finnbjörnsson tónleika-
haldari en þetta er fyrsti tónlistar-
innflutningurinn sem hann sér um.
Hann segist hafa annað verkefni í
deiglunni og það hafi verið í gegn-
um þær þreifingar sem samband
náðist við Kris. „Hann hafði áhuga
á því að koma hingað. Hann er að
fara í stutta ferð til Evrópu í sum-
ar og vildi koma til landsins í leið-
inni.“
Aldrei hafa fleiri erlendar
sveitir tilkynnt komu sína til lands-
ins en nú í sumar. Guðbjartur seg-
ist ekki hafa neinar áhyggjur af
því að það muni hafa nokkur áhrif
á aðsóknina á tónleika Kris. „Þetta
er allt annar markhópur. Ég hef
líka verið að fylgjast vel með því
hvað er að gerast erlendis. Hér eru
3-5 atburðir árlega en þegar þú
kíkir á tónleikastaði í Evrópu er
þetta nánast vikulegur atburður.
Við höfum líka verið svelt á þessa
tegund tónlistar svo lengi.“
Kristofferson hefur gefið út
breiðskífur frá árinu 1970 en
þekktustu lög hans eru Sunday
Morning Coming Down, Help Me
Make It Through the Night, Me
and Bobby McGee og Why Me
Lord. Sum þeirra eru þó þekktari í
útsetningum annarra. Miðasala
hefst seinni hluta aprílmánaðar og
verður tilkynnt um hana síðar. ■
M
YN
D
/A
P
BLAIR OG STRAW Í BRUSSEL
Nú hillir undir sameiginlega stjórnarskrá
fyrir Evrópusambandið.
■ Norðurlönd
M
YN
D
/A
P
M
YN
D
/A
P
JACQUES VERGES
Vanur að leggja lag sitt við óþjóðalýð af ýmsum þjóðernum.
■
Ekki aðeins
mun Verges
taka að sér
málsvörn
Saddams
Hussein heldur
einnig fyrrum
utanríkisráð-
herra Íraks,
Tariq Aziz.
KRIS KRISTOFERSSON
Vildi ólmur fá að leika fyrir Íslendinga. Kemur fram í Laugardalshöll ásamt KK og Ríó Tríó.
M
YN
D
/A
P