Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 23
23SUNNUDAGUR 28. mars 2004
Alþjóðleg skuldabréf Landsbankans:
35 milljarða lán til fimm ára
VIÐSKIPTI Landsbankinn hefur
gengið frá fimm ára láni að upp-
hæð fjögur hundruð milljónir
evra, sem jafngildir um 35 millj-
örðum íslenskra króna. Í fréttatil-
kynningu frá félaginu segir að
lánið sé til lengri tíma en íslensk-
ir bankar hafi áður fengið í skráð-
um skuldabréfum erlendis.
Í tilkynningunni frá bankanum
segir að heildareftirspurn hafi
verið mikil í útboði á skuldabréf-
um bankans á alþjóðlegum mark-
aði og hafi það orðið til þess að
ákveðið var að stækka útboðið úr
þrjú hundruð í fjögur hundruð
milljónir evra.
Alls tóku þrjátíu og sjö aðilar
þátt í láninu, einkum bankar og
sjóðir eignastýringarfyrirtækja. Í
tilkynningu frá félaginu segir að
fjárfestarnir hafi komið frá Þýska-
landi, Bretlandi, Norðurlöndunum,
Benelúx-löndunum og einnig
Spáni, Sviss, Frakklandi og Asíu.
Seðlabankinn hefur nýlega
varað við lántökum banka erlend-
is og sérstaklega hefur verið
gagnrýnt að stór hluti lántöku
bankanna sé til skamms tíma. ■
TEKUR SEKT MEÐ RÓ
Bill Gates ávarpar tækniráðstefnu í síðustu
viku. Evrópusambandið hefur ákveðið að
sekta Microsoft-fyrirtækið um sex hundruð
milljónir Bandaríkjadala fyrir misnotkun á
einokunarstöðu. Í úrskurðinum felst meðal
annars að aðskilja þurfi Media Player-
hugbúnaðinn frá Windows-stýrikerfinu.
LANDSBANKI ÍSLANDS
Fer að tilmælum Seðlabanka og lengir í
erlendum lánum sínum.
stjórnarmenn segjast verja tutt-
ugu og fimm vinnustundum
mánaðarlega til þeirra starfa
sinna.
Hér á Íslandi hefur gætt til-
hneigingar til þess að stjórnir
fyrirtækja taki að sér mun
meira stefnumarkandi hlutverk
en áður. Stjórnarfundir eru ekki
lengur hugguleg kaffisamsæti
fyrir virðulega menn heldur
raunverulegur vettvangur
stefnumótunar, aðhalds og
breytinga. Fyrir vikið hafa laun
stjórnarmanna verið að þokast
upp á við og víða hefur verið
fækkað í stjórnum og samsetn-
ing þeirra miðast í auknum
mæli að því að ná ákveðnum
rekstrarmarkmiðum.
Þróunin er því eindregið í þá
átt að stjórnarmenn þurfi að
leggja á sig meiri vinnu og taka
meiri ábrygð á störfum sínum
en áður var; þetta er krafa hlut-
hafa víða um heim sem kenna
stjórnarmönnum um eftirlits-
leysi í garð stjórnenda - og ekki
síður viðskiptalífsins sjálfs sem
hefur ríka hagsmuni af því að
traust almennings og fjárfesta
sé á öruggum stoðum reist.
thkjart@frettabladid.is
ÁHRIFAMIKLIR STJÓRNARFORMENN
Þeir Hannes Smárason í Flugleiðum, Sig-
urður Einarsson í KB banka, Björgólfur
Thor Björgólfsson í Burðarási og Einar
Sveinsson í Íslandsbanka eru allt stjórnar-
formenn sem hafa verulega mikilli stefnu-
mótunarskyldu að gegna hjá fyrirtækjum
sínum. Þeir hafa síst minni áhrif á gang
mála í fyrirtækjum sínum en forstjórar og
framkvæmda-
stjórar
fyrirtækj-
anna.
Hvenær er
maður háður
- og hvenær
óháður?
Samkvæmt reglum Verslunar-
ráðs, Samtaka atvinnulífsins og
Kauphallar Íslands telst maður
vera háður fyrirtæki – og því
ekki geta verið óháður stjórn-
armaður – ef hann uppfyllir
einhver þessara skilyrða:
• Hann er eða hefur verið
starfsmaður fyrirtækisins
eða fyrirtækjasamsteyp-
unnar undanfarin þrjú ár.
• Hann þiggur greiðslur frá
fyrirtækinu, eða æðstu
stjórnendum þess, fyrir
utan þau laun sem hann fær
sem stjórnarmaður.
• Hann er tengdur nánum
fjölskylduböndum einhverj-
um af ráðgjöfum, stjórnar-
mönnum eða æðstu stjórn-
endum fyrirtækisins.
• Hann er einn af æðstu
stjórnendum í öðru fyrir-
tæki sem er í umtalsverðum
viðskiptum við fyrirtækið.
• Hann er í miklum viðskipt-
um við fyrirtækið eða hefur
mikilla viðskiptahagsmuna
að gæta í félaginu.
• Hann er aðili að árang-
urstengdu umbunarkerfi hjá
félaginu.
• Hann hefur önnur tengsl þar
sem hagsmunir hans og fé
lagsins geta skarast veru-
lega.
• Stjórn fyrirtækis úrskurðar
sjálf um hvort stjórnarmenn
séu óháðir og gefur það út
opinberlega.