Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 6
6 28. mars 2004 SUNNUDAGUR ■ Lögreglufréttir ■ Landhelgisgæslan Veistusvarið? 1Hver er formaður Verslunarmanna-félags Reykjavíkur? 2Málefni Heilbrigðisstofnunar Suður-nesja hafa verið í fréttum að undan- förnu. Hver er framkvæmdastjóri stofnun- arinnar? 3Vandræðaástand hefur skapast íNapolí á Ítalíu. Hvað veldur vand- ræðunum? Svörin eru á bls. 54 Gerði tilraun til þjófnaðar og ók fullur: Tekinn í tvígang á skömmum tíma LÖGREGLUMÁL Átján ára þjófur gerði tilraun til að ræna einnota myndavél úr verslun 10-11 í Lágmúla aðfara- nótt laugardags. Þjófurinn kastaði myndavélinni frá sér og hvarf á braut þegar öryggisvörður Securitas innti piltinn eftir kassakvittun. Öryggisvörðurinn varð piltsins aftur var rúmum klukkutíma síðar þar sem hann var að bjástra við glugga á fyrirtæki í Lágmúlanum og kallaði á tvo starfsbræður sína sem voru skammt undan. Pilturinn lagði á flótta upp á vinnupalla þegar hann varð var við öryggisverðina. Þegar verðirnir eltu hann upp á vinnupall- ana stökk hann niður um fjóra metra og barst eltingarleikurinn í Hallar- múla þar sem öryggisverðirnir náðu piltinum. Hann var ölvaður og af- hentu öryggisverðirnir lögreglu pilt- inn. Lögreglan gat ekki haldið piltin- um nema í skamma stund og var hann því látinn laus eftir yfirheyrsl- ur. Annar öryggisvarðanna sem hljóp manninn uppi varð aftur var við kauða um klukkutíma síðar. Þá var pilturinn ölvaður undir stýri. Ör- yggisvörðurinn var á leið heim úr vinnu ásamt tveimur félögum sínum og hringdu þeir á lögregluna sem gaf þeim heimild til að fylgja manninum eftir, stöðva hann og halda honum þar til lögregla kæmi á staðinn. Á gatnamótum Grensásvegar og Bú- staðarvegar náði öryggisvörðurinn lyklum af þeim ölvaða eftir að hann hafði stöðvað á rauðu ljósi. ■ Ógnuðu starfsfólki með sprautunál og járnrörum Ræningi ógnaði starfsmanni með sprautunál, sem hann sagði sýkta af lifrarbólgu C, í verslun 10- 11. Þá rændu tveir menn söluturn í Kópavogi vopnaðir járnrörum. Táragasi var úðað yfir dyra- vörð eftir að hann lenti í vandræðum með þrjá gesti. RÁN Maður á tvítugsaldri vopnað- ur sprautunál ruddist inn í versl- un 10-11 á Seljavegi í Reykjavík á ellefta tímanum á föstudagskvöld. Ræninginn ógnaði starfsmanni með sprautunálinni og sagði hana sýkta af lifrarbólgu C. Starfsmað- urinn tók enga áhættu og afhenti ræningjanum peninga úr sjóðs- vélinni sem hvarf á braut að rán- inu loknu. Starfsmaðurinn gat gefið greinargóða lýsingu á ræn- ingjanum sem gerði enga tilraun til að hylja andlit sitt. Lögreglan áttaði sig fljótt á því hver ræning- inn var en hann hefur komið áður við sögu lögreglu. Hann var handtek- inn á Njálsgötu um hálftíma síðar og látinn gista fanga- geymslur um nótt- ina. Yfirheyrslur yfir ræningjanum fóru fram í gær. Fyrr um kvöldið, um klukkan átta, réðust tveir ungir menn inn í söluturn við Hlíðarveg í Kópa- vogi og ógnuðu starfsmanni með járnrörum. Ræningjarnir, sem huldu andlit sín, höfðu tóbak og einhverja skiptimynt á brott með sér út í myrkrið. Mannanna tveg- gja er nú leitað. Táragasi var sprautað á andlit dyravarðar á Langabar á Lauga- vegi aðfaranótt laugardags. Dyravörðurinn hafði lent í vand- ræðum með þrjá gesti staðarinn og hafði fengið aðra gesti til að aðstoða sig við að koma mönnun- um út. Átökin enduðu með að einn mannanna beitti táragasi sem hann hafði meðferðis og þurfti að flytja dyravörðinn á slysadeild. hrs@frettabladid.is Reykjavík: Tilkynnt um árás með kylfu LÖGREGLAN Maður hringdi í lögregl- una í Reykjavík og tilkynnti að mað- ur hefði ráðist á fólk með hafnar- boltakylfu á Laugavegi rétt fyrir klukkan þrjú aðfaranótt laugar- dags. Maðurinn sagði árásarmanninn hafa ekið á brott á bifreið með ákveðnu bílnúmeri og lýsti einnig bílnum. Á uppgefnum árásarstað á Laugavegi var hvorki að finna árásarmann né fólk sem orðið haf- ði fyrir árásinni. Bíllinn með núm- erinu sem lögreglunni hafði verið gefið upp passaði ekki við þá lýs- ingu á bílnum sem maðurinn hafði gefið. ■ Bankastræti Sleginn með flösku LÖGREGLAN Tveir menn urðu fyrir árás fyrir utan Hús málarans í Bankastræti í Reykjavík seint á föstudagsnótt. Annar var sleginn í andlitið með flösku og hlaut blæð- ingu vegna sárs á höku. Hinn fann til eymsla í brjóstkassa eftir högg sem honum hafði verið veitt. Skömmu síðar var maður hand- tekinn en hann var talinn hafa verið í hópi árásarmannanna. ■ ÖLVAÐIR GESTIR TIL VANDRÆÐA Starfsmaður á Langabar kallaði eftir hjálp lögreglu vegna nokkurra ölvaðra gesta sem hann hafði lent í vandræðum með rétt fyrir klukkan þrjú. Vandræða- gestirnir voru á bak og burt þeg- ar lögreglan kom á staðinn. ÖLVUNARAKSTUR Fimm ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavík í gær- morgun. Þá var einn ökumaður tekinn fyrir að keyra ölvaður í Kópavogi. NÁÐUST Á HLAUPUM Tveir menn náðust á hlaupum eftir að hafa brotist inn í herrafataverslun við Suðurlandsbraut um klukkan eitt í gærdag. Tilkynnt var um fjóra grunsamlega menn og þegar lög- reglan kom á staðinn tóku þeir allir til fótanna og skildu eftir bílinn sem þeir höfðu komið á. 10-11 LÁGMÚLA Öryggisvörður Securitas hafði hendur í hári pilts sem ætlaði að stela myndavél í versl- un 10-11. Þjófurinn átti eftir að koma meira við sögu. FLUTTU VEIKT UNGABARN Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikt ungabarn til Ísa- fjarðar, seinni part föstudags, og flutti það til Reykjavíkur ásamt móður sinni. Lent var á Reykjavíkurflugvelli um klukk- an hálf tíu og var barnið flutt með sjúkrabíl á Landspítalann við Hringbraut. ■ Lögreglan átt- aði sig fljótt á því hver ræn- inginn var en hann hefur komið áður við sögu lögreglu. ERILL HJÁ LÖGREGLUNNI Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Tvö vopnuð rán voru framinn á föstudagskvöld annað í Reykjavík og hitt í Kópavogi, þá var táragasi úðað á dyravörð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.