Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 37
BAR
37SUNNUDAGUR 28. mars 2004
UTANLANDSFERÐIR
FERÐASKRIFSTOFA
GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF.
Borgartúni 34, sími 511 1515
netfang: outgoing@gjtravel.is
heimasíða: www.gjtravel.is
Berlín 19.-26.05.
Flogið til Kaupmannahafnar og ekið þaðan til Berlínar.
Í Berlín er gist í 6 nætur en á 7. degi er ekið aftur til
Kaupmannahafnar og gist þar síðustu nóttina.
Verð: 89.900,-
Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna herbergi, morgun-
verður, akstur milli Kaupmannahafnar og Berlínar, skoðunarferð um Berlín, skoðu-
narferð til Potsdam, skoðunarferð um Kaupmannahöfn og íslensk fararstjórn.
Auk þess verður í boði dagsferð til Dresden. Fararstjóri Emil Örn Kristjánsson
Norðurlandaferð 17.-24.06.
Flogið til Kaupmannahafnar, ekið um Svíþjóð og Noreg til
Bergen. Þaðan er siglt með Norrænu þann 22. júní um
Hjaltland og Færeyjar og komið til Seyðisfjarðar 24. júní.
Ekið til Reykjavíkur. Verð: 83.700,-
Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, gisting í tveggjamanna herbergjum
(í fjögurra manna klefum í Norrænu) og allur akstur.
Einnig er áætluð ferð í september með siglingu til Danmerkur, akstri um Danmörku
og Þýskaland og flugi heim frá Frankfurt.
Berlín-Dresden-Prag 01.-07.08.
Flogið til Berlínar og gist þar 2 nætur, þaðan er svo haldið
til Dresden og gist eina nótt og svo áfram til Prag þar sem
gist er 3 nætur. Verð: 81.900,-
Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna herbergi, morgun-
verður, akstur Berlín-Dresden-Prag, skoðunarferð um Berlín, skoðunarferð um
Dresden, skoðunarferð um Prag, skoðunarferð um Terezín með hádegisverði og
íslensk fararstjórn. Fararstjóri Emil Örn Kristjánsson
Beint flug til Prag 25.07.-07.08.
Verð 18.900
Innifalið í verði er flug og flugvallaskattar.
Stangveiðiferðir til Grænlands
Fjögurra og fimm daga stangveiðiferðir til Suður-
Grænlands í júní, júlí og ágúst. Verð frá 74.900,-
Nú í lok mars hefja Flugleiðirbeint flug til New York á ný.
Borgin er ein lifandi bíómynd að
upplifa og óhætt að segja að enginn
verði samur á eftir sem sækir
Stóra eplið heim. En þegar jafn
fjölbreytt og iðandi stórborg og
New York er heimsótt er hætta á að
maður verði ringlaður í öllum
freistingunum og í vanda með að
gera ferðina fullkomlega hnit-
miðaða en um leið blátt áfram.
Katrín Elvarsdóttir myndlista-
kona hefur búið í Bandaríkjunum
síðastliðin fimmtán ár. Fyrstu árin
lagði hún stund á myndlist í Flórída
og í Boston, en hefur hin síðustu ár
lifað í frægustu borg veraldar. Að
sögn Katrínar líkar henni afskap-
lega vel að búa í New York og vill
helst eiga þar fast athvarf um
ókomna tíð. Katrín býr á 23ja
stræti sem er mitt á eyjunni
Manhattan og upplýsir lesendur
um uppáhaldsstaðina sína í borg-
inni og þá sem hún telur ómissandi
að heimsækja í reisu til New York.
Vitar á króatískum eyjum ogútkjálkum eru einstakir áfanga-
staðir þeirra sem kjósa sérstakt
sumarfrí. Hægt er að velja um ell-
efu vita skammt frá vinsælum
ferðamannastöðum en einnig á mis-
stórum eyjum í hafinu umhverfis
Króatíu, paradísareyjum langt frá
ys og þys hins daglega lífs. Hægt er
að kjósa um vita á eyjunum Porer,
Susac, Struga, Prisnjak, Plocica og
Palagruza. Sumar hafa lítið
undirlendi eða aðeins nokkra metra
lands í kringum vitahúsið, meðan
aðrar eru stærri með stórbrotnum
klettum, gróðri og ströndum.
Flestar eyjarnar eru sögulegar og í
vitahúsunum, sem mörg hver eru
byggð um miðja nítjándu öldina,
eru oftast ein eða tvær íbúðir fyrir
fjóra til sex, með eldhúsi, stofu,
svefnherbergi og baði. Ferðamenn
sækja vistir í lítil þorp meðfram
ströndinni, en auðvelt er að fá fisk á
stöng í kringum vitaeyjarnar. Síðast
en ekki síst er stórfenglegt að kafa
á þessum slóðum. Það eina sem þarf
að passa er að missa ekki af báts-
ferðum út í þessar vitaeyjar
Króatíu.
Gisting í vitahúsum er leigð út
viku í senn, frá laugardegi til
laugardags. Allir vitarnir (utan
Prisnjak, Plocica og Sv. Petar) hafa
vitavörð. Allar íbúðirnar hafa sjón-
varp og hægt er að nota gsm-síma
til hringinga innan Evrópu. Ef þörf
er á læknishjálp er læknir sendur út
í eyjarnar með hraðbát eða þyrlu.
Talstöð er í öllum vitahúsunum, sem
og kassi til fyrstu hjálpar.
Nánari upplýsingar má finna á
heimasíðunni www.adriatica.net,
með tölvupósti á info@adriatica.net
eða í síma +385 (0)1 3013 666. ■
ALGJÖR FRIÐUR
Sumarleyfi í vitahúsum eyjanna í Adríahafi
er svipað og vist í paradís.
Sumarleyfinu eytt á vitaeyju í Króatíu:
Paradísarlíf
KATRÍN ELVARSDÓTTIR
Mælir með bannárastemningu á leynibar í Kínahverfinu.
Katrín Elvarsdóttir myndlistakona í New York:
Yndislegur suðupottur
og súrrealískt mannlíf
MILK AND HONEY
134 Eldrigde Street (Kínahverfinu)
sími: 212-625-3897
„Leynibar“ í
Kínahverfinu. Inni ríkir
bannárafílingur og
það þarf að panta
borð; annars kemst
maður ekki inn. Að
utanverðu er dyra- bjalla sem maður
hringir þegar mætt er á staðinn, en
dyraverðir hleypa eingöngu inn sé
maður búinn að hringja áður. Þeir eru
með frábæra kokteila sem þeir blanda
úr ferskum áváxtasafa og í uppáhaldi
hjá mér: Ivy Gimlet.
BÚÐ
FIND OUTLET
361 W 17st (Í Chelsea)
sími: 212-243-3177
Föt og fylgihlutir eftir unga hönnuði á
niðursettu verði, oft hægt að gera
mjög góð kaup.
VEITINGASTAÐUR
NOBU
105 Hudson St (í Tribeca)
sími: 212-219-0500
Japanskur veitinga-
staður sem eldar
besta mat sem ég
hef borðað á ævinni!
Frekar dýr staður og
erfitt að fá borð; oft
mánaða biðlisti. Staðurinn við hliðina á
NOBU er líka góður og aðeins ódýrari.
Hann heitir NEXT DOOR TO NOBU.
VEITINGASTAÐUR
BOND ST.
6 Bond Street (í Noho)
sími: 212-777-2500
Bar/Lounge í kjallar-
anum með æðislegt
sushi. Mæli með
Spicy Tuna og
Sesame Crusted
Shrimp. Þarna er oft
mjög troðið og löng bið eftir borði.
Þeir taka ekki pantanir svo það borgar
sig að koma snemma.
BÓKABÚÐ
PRINTED MATTER
535 W22 Street • sími: 212-925-0325
Þessi bókabúð er í einni aðal
gallerígötunni í Chelsea. Þarna eru
eingöngu bækur eftir listamenn,
mikið af sýningaskrám og ýmsar út-
gáfur sem erfitt er að nálgast annars
staðar. Þarna eru líka haldnar mynd-
listasýningar.
SAFN
PS1
22-25 Jackson Ave
Long Island City,
Queens
sími: 718-784.2084
PS-1, sem er sam-
tímalistasafnið í Queens, til húsa í
gamalli skólabyggingu.
SAFN
WHITNEY-SAFNIÐ
Whitney Museum
945 Madison Ave
sími: 212-570-7721
Þar er einmitt
Whitney Biennial í
gangi núna, sýning á
verkum eftir mynd-
listamenn sem búsettir eru í
Bandaríkjunum.
SAFN
GALLERÍIN Í CHELSEA
frá 19. til 27. Street milli 10. og 11.
Avenue.
Þarna eru fleiri hundruð gallerí. Þar á
meðal fræg gallerí eins og Mary
Boone, Gagosian, Pace Wildenstein,
og svo ýmis gallerí sem listamenn
reka sjálfir.
ÚTIMARKAÐIR OG FLÓAMARKAÐIR
Laugardaga og sun-
nudaga á 24. stræti
og sjöttu tröð. Þarna
eru þrír til fjórir
markaðir allar helgar
á bílastæðunum. Þar
er hægt að finna allt
frá húsgögnum niður í föt, skó, skart-
gripi og antíkmuni. Í hverfinu eru líka
margar ómótstæðilega antíkverslanir.
BÓKABÚÐ
NEW MUSEUM OF CONTEM-
PORARY ART (í Soho)
583 Broadway
sími: 212-219-1222
Nýlistasafnið er með frábæra bóka-
búð. Mestmegnis listaverka- og
hönnunarbækur og svo tímarit.
ALMENNINGSGARÐUR
CENTRAL PARK
Frábært að labba
um í Miðgarði. Þar
er allaf mikið
mannlíf; tónleikar,
leiksýningar og fleiri
uppákomur. Yndislegt að fá sér drykk
og ostabakka á barnum á Boathouse
Café en barinn er útibar með útsýni
yfir vatnið sem heitir bara The Lake.