Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 48
KÖRFUBOLTI Anna María Sveins- dóttir ætlar að reynast Stúdínum erfið í úrslitaleikjum liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Anna María, sem er orðin 34 ára og er að elta ellefta Íslandsmeistaratitil sinn, skoraði 22 stig, tók 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar þegar Keflavík vann annan leik úrslitaeinvígisins, 67–77, gegn ÍS í Kennara- háskólanum í gær. Anna María gaf tóninn strax í byrjun, skoraði 12 stig af fyrstu 19 stigum Keflavíkurliðsins í fyrsta leikhluta og setti þá niður 5 af 6 skotum sínum. Keflavík náði fyrir vikið strax 13 stiga forskoti, 6–19, og þennan 13 stiga mun tókst Stúdínum aldrei að brúa í leiknum. Stúdínur átti nokkra góða kafla en þær náðu aldrei að komast yfir og nú geta Keflavíkurkonur tryggt sér titilinn á heimavelli í þriðja leiknum á mánudagskvöldið. Anna María átti eins og áður sagði stórleik líkt og í fyrsta leiknum. Eins var Birna Valgarðs- dóttir mjög góð en hún skoraði 18 stig. Þá var Svava Ósk Stefáns- dóttir með 12 stig. Stúdínur lögð ofurkapp á að stoppa Erlu Þorsteinsdóttur, sem skoraði 9 stig en fyrir vikið opnað- ist fyrir aðra og Anna María nýtti sér þetta alveg sérstaklega vel. Hjá ÍS átti Casie Lowman sinn langbesta leik í úrslitakeppninni, skoraði 21 stig og gaf 6 stoðsendin- gar, og Alda Leif Jónsdóttir gaf einnig allt í leikinn og endaði með 17 stig og 7 stolna bolta. Hafdís Helgadóttir skoraði síðan 9 stig og Lovísa Guðmundsdóttir átta. ■ 48 28. mars 2004 SUNNUDAGUR HANDBOLTI Íslenska handboltalands- liðið fær allt annað en auðvelt verkefni á Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar en dregið var í riðla í gær. Íslensku strákarnir drógust í A-riðil þar sem eru auk Íslendinga lið heimsmeistara Króata, Rússa, Spánverja, Slóvena og Kóreu- manna. Í B-riðli leika Evrópu- meistarar Þjóðverja, Frakkar, Ungverjar, Egyptar, Brasilíumenn og Grikkir. „Það er alveg ljóst að við erum í erfiðari riðlinum enda mátti búast við því út frá því hvernig er dregið í þessa riðla. Grikkir fengu að velja sér riðil og því kom það í okkar hlut að enda í mun erfiðari riðli,“ sagði Guðmundur Guðmundsson lands- liðsþjálfari. „Þarna eru heims- meistararnir, fyrrverandi Ólympíu- meistarar, silfurliðið frá síðustu EM og svo Spánn þannig að þetta er mjög sterkur riðill. Þessi dráttur mun ekki hafa nein áhrif á undirbúning okkar en ég ætla að fara strax í það að reyna að fá leiki við Þjóðverja og Frakka á undirbúningstímabilinu fyrst við erum ekki með þeim í riðli. Ég var búinn að tala við Þjóðverja en mun fara í það strax að reyna að koma á leik við Frakka. Það væri gott að fá leik við þá því þeir spila framliggj- andi vörn líkt og Króatar og Rússar,“ sagði Guðmundur. ■ Íslenska handboltalandsliðið í A-riðli á ÓL: Erfitt verkefni í Aþenu Aftur stórleikur hjá Önnu Maríu Keflavíkurkonur eru einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum í kvenna- körfunni eftir 77-67 sigur á ÍS í öðrum úrslitaleik liðanna. ANNA MARÍA Á FLEYGIFERÐ Í ÁTT AÐ 11. ÍSLANDSMEISTARATITLUNUM Anna María Sveinsdóttir átti stórleik í sigri Keflavíkur á ÍS í gær. ERFIÐIR MÓTHERJAR Það bíður erfitt verkefni þeirra Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara og íslen- ska handboltalandsliðsins í Aþenu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.