Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 25
Það er óhætt að segja að Lati-bær hafi komið sér vel fyrir á Miðhrauni í Garðabæ þar sem rúmlega fjögur þúsund fermetra kvikmyndaver var innréttað á að- eins 80 dögum. Í kvikmyndaver- inu starfa um 120 manns þar af rúmlega 30 útlendingar. Ekki væsir um mannskapinn því þar má meðal annars finna fullkom- inn lyftingasal og mötuneyti þar sem meistarakokkur sér um að út- búa kjarngóðan og vítamínríkan mat – allt í anda Latabæjar. Einstök tækni Tæknin sem Latibær styðst við er, að sögn framleiðanda hjá fyr- irtækinu, einstök og hefur ekki áður verið notuð. Sameinaðir eru þrír heimar; lifandi leikarar, brúð- ur og þrívíddarteiknaðir bak- grunnar. Búinn var til nokkurs konar gerviheimur í tölvu af sviðsmynd Latabæjar. Það gerir grafískum hönnuðum kleift að fylgja eftir öllum hreyfingum líkt og um venjulega myndatöku væri að ræða. Sviðsmyndinni, með leik- urum og brúðum, er síðan skeytt saman við þrívíddargrafíkina. „Þessi tækni er einstök og að- eins notuð í takmörkuðum mæli,“ segja þeir Mark Reed og Raymond Le Gué framleiðendur hjá Latabæ. „Hér í Latabæ hefur verið skapað einstakt umhverfi og tæknilega séð erum við komin langt fram úr framleiðslufyrir- tækjum í Evrópu.“ Til marks um það hversu fram- arlega tæknin er má nefna að allt efni er tekið upp í svokölluðu „high definition“ gæðum á Thom- son Viper kvikmyndavélar. Að- eins sex slíkar vélar eru til í heim- inum. Upplausn myndarinnar er slík að þótt henni yrði varpað á tjald, 20 x 30 metra að stærð, myndi hún ekki tapa nokkrum gæðum. Mark og Raymond segja það í raun ótrúlegt hversu langt fyrir- tækið hefur náð á tæknisviðinu miðað við hversu fáir vinna í Lata- bæ. Um 120 manns vinna hjá Lata- bæ sem er mun minna en gerist hjá fyrirtækjum í sama iðnaði. Framleiðendurnir segja að það megi ekki síst þakka Magnúsi Scheving fyrir enda hefur hann haft óbilandi trú á verkefninu. „Magnús veit hvað hann vill,“ sagði Raymond. Fagfólk í öllum stöðum Einn þáttur verður framleiddur í hverri viku en hver þáttur er 24 mínútur. Þar af eru 2-3 mínútur sem fara í tónlistarmyndband. Mynd- böndin eru sjálfstæð og mun Nickelodeon sýna þau á öðrum vett- vangi. Þrír aðalleikarar eru í þáttunum. Magnús Scheving leikur Íþrótta- álfinn, Stefán Karl Stefánsson leik- ur Glanna glæp og Julianna R. Mauriello leikur Sollu stirðu. Auk þess koma við sögu sex brúður en allt að þrjár manneskjur þarf til að stjórna hverri brúðu. Fyrirtækið sem framleiðir brúðurnar heitir Neil Scanlan en það fékk Óskars- verðlaun fyrir brúðugerð í mynd- inni Babe fyrir nokkrum árum. Auk þess er aðstoðarleikstjóri þáttanna reyndur á sínu sviði en hann hefur margoft aðstoðað við leikstjórn í Woody Allen myndum og talaði fyr- ir Jabba the Hut í Star Wars mynd- unum. Þótt Latibær hafi breyst mikið útlitslega séð frá því hann fór fyrst á svið í Loftkastalanum hefur boð- skapur sögunnar ekkert breyst – þar sem reynt er að stuðla að heil- brigðum lífsháttum, hreyfingu og hollu mataræði. ■ 25SUNNUDAGUR 28. mars 2004 Meistarar í aflraunum Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur Sími 535 3500 · Fax 535 3509 www.kraftvelar.is ALLT Á FULLU Í LATABÆ Það hefur verið nóg að gera hjá íbúum Latabæjar síðustu daga enda tökur þegar hafnar á þáttaröð fyrir Bandaríkjamarkað. Latibær rís í Garðabæ PERSÓNUR OG LEIKENDUR Í LATABÆ Íþróttaálfurinn - Sportacus Magnús Scheving Glanni glæpur - Robbie Rotten Stefán Karl Stefáns- son Solla stirða - Steph- anie Julianna R. Mauriello Goggi mega - Pixel Halla hrekkjusvín - Trixie Nenni níski - Stingie Siggi sæti - Ziggy Stína símalína - Bessie Busybody Bæjarstjórinn - Mayor Milfred
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.