Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 55
SUNNUDAGUR 28. mars 2004 Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Þetta gekk mjög vel og var mjögskemmtilegt,“ segir Katrín Anna Guðmundsdóttir ráðskona staðalímyndahóps Femínistafé- lags Íslands en staðalímyndahóp- ur og ofbeldisvarnarhópur félags- ins stóðu fyrir móttöku fyrir utan veitingastaðinn Jón forseta á fimmtudagskvöld fyrir gesti á karlakvöldi útvarpsstöðvarinnar Radio X. „Tilefnið var að þau atriði sem boðið var upp á voru blautbol- skeppni og strípidansmeyjar mættu á staðinn. Við vildum vekja fólk til umhugsunar um þau skila- boð sem felast í því þegar fyrir- tæki sjá sér ekki fært að skemm- ta karlmönnum öðruvísi en að bjóða þeim upp á sýningar á vatnsblautum eða berum konum.“ Um 13 konur mættu til móttök- unnar og einn karlmaður og segir Katrín Anna að viðbrögðin hafi verið misjöfn. „Sumum fannst þetta sniðugt og við náðum að ræða við suma á málefnalegum nótum. Það eru sumir sem skilja hvað er komið langt yfir mörkin og finnst þetta ekki sniðugt lengur en eru ekki að hafna því þegar þetta er matreitt ofan í þá eins og á svona karlakvöldi. Við vildum spyrja hvort það sé eðlilegt að fyrirtæki sé að gera svona í mark- aðslegum tilgangi og vekja athygli á þátt markaðsafla í klámvæðing- unni sem nú tröllríður öllu.“ ■ Menningarfélagið Hrókur allsfagnaðar stendur fyrir tón- leikum á Grand Rokk fimmtudag- inn 1. apríl. Þar verður skáld- og leikkonan Didda í fararbroddi en hún syngur með tríóinu Minä rakastan sinua Bessie Smith sem hefur, eins og nafnið bendir til, söngkonuna Bessie Smith í há- vegum. Didda hlaut Edduverð- launin ekki alls fyrir löngu fyrir leik sinn í kvikmyndinni Stormy Weather, eins og frægt er orð- ið. Þar lék hún konu sem bæði tefldi og var flink að leysa þrautir. Skákfélagið Hrókur- inn sæmdi Diddu silfur- krossi Hróksins, fyrir þetta framtak og fleira í þágu skáklistarinnar, en hún bar krossinn ein- mitt við afhendingu Eddunnar. Hljómsveitin Tenderfoot, sem er á fljúgandi siglingu þessa dagana, treður upp ásamt Diddu og félögum á Grand Rokk en tónleikarnir hefjast klukkan 22 og aðgangseyrir er 1000 krón- ur. Hér er í raun um ein- stakan viðburð að ræða þar sem þetta eru fyrstu og síðustu tónleikar tríósins Minä rakastan sinua Bessie Smith og verður geisladiskur tríósins aðeins seldur þetta eina kvöld. Óboðnir gestgjafar KOLBRÚN NADIRA ÁRNADÓTTIR ÁSAMT FLEIRI GESTGJÖFUM Í MÓT- TÖKU FEMÍNISTA. Tóku á móti gestum á karlakvöldi útvarps- stöðvarinnar Radio X með skiltum og bréf- þurrkum. Jafnrétti FEMÍNISTAFÉLAG ÍSLANDS ■ Stóð fyrir móttöku fyrir gesti á karla- kvöldi útvarpsstöðvarinnar Radio X. Fréttiraf fólki Fréttiraf fólki Geðvondasta en jafnframt fræg-asta önd í heimi, sjálfur Andrés Önd, fagnar 70 ára afmæli sínu þann 9. júní. Andrés er hugar- fóstur Walts Disney en hefur frá fæðingu staðið í skugga Mikka Músar sem er nokkru eldri. Aðdáend- um Andrésar hefur þó aldrei blandast hugur um að öndin sé margbrotnari, dýpri og mannlegri persóna en Mikki sem margir vilja meina að sé einfaldlega rotta. Edda útgáfa gætir hagsmuna Andrésar á Íslandi og gefur út hin margrómuðu viku- blöð sem bera nafn hans. Forlagið hvetur þá sem vilja heiðra Andrés á þessum tímamótum og sýna hon- um hlýhug til þess að senda honum kveðju. Kveðjan getur verið mynd, ljóð, myndasería eða hvað sem er annað. Allt er leyfilegt, bara að vera nógu hugmyndaríkur og litaglaður. Vaka-Helgafell tekur við árnaðaróskunum í netfanginu and- artak@edda.is eða með bréfpósti með utanáskriftinni Vaka- Helgafell/Andrés Önd, Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík. Karitas Friðriksdóttir, ellefu ára ljóðskáld á Húsavík, hefur þegar sent þeim gamla kveðju í ljóði sem Edda birtir á heimasíðu sinni: Hér er ljóð um Andrés Önd. Bræði hans hefur engin bönd, hann þarf að passa unga þrjá hefur hann skap til að passa þá? Hábeinn heppni er heppnisgrís, hefur aldrei fengið flís. Jóakim er með hjarta eins og ís, ekki komast að hans peningum minnstu lýs. Andrésína er hans kærasta, í kvennaklúbbnum sú færasta, Mikki mús er lítil mús, og snoturt mjög hans hús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.