Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 17
17SUNNUDAGUR 28. mars 2004
Hamingjusamur á stríðstímum
Um það leyti sem innrásin íÍrak var að hefjast síðastliðið
vor hófst bandaríska tónskáldið
Gerald M. Shapiro handa við að
semja nýtt tónverk fyrir Tríó
Reykjavíkur. Þetta verk, sem
nefnist Píanótríó nr. 2, verður
frumflutt á tónleikum tríósins í
Hafnarborg í kvöld.
„Þegar ég byrjaði að skrifa
þetta verk var ástandið í heimin-
um alveg hreint skelfilegt, en aft-
ur á móti stóð þannig á hjá sjálf-
um mér að allt var í lukkunnar
velstandi. Ég var mér mjög með-
vitaður um þessa mótsögn og
mér fannst ég verða að koma
henni til skila í verkinu. Þess
vegna er mikið af andstæðum í
þessu verki.“
Shapiro er prófessor í tónlist
við Brown University á Rhode
Island. Hann hefur samið fjölda
tónverka, bæði sinfónísk og fyrir
kammerhópa. Verk hans hafa
verið flutt víða um heim og gefin
út á hljómdiskum, meðal annars
hjá Naxos og Neauma.
„Þetta er í fjórða eða fimmta
skiptið sem ég kem til Íslands,“
segir Shapiro. „Fyrst kom ég
hingað fyrir átta eða tíu árum og
skrifaði þá tvö verk fyrir Guð-
mund Emilsson, sem hann
stjórnaði.“
Tríó Reykjavíkur er skipað
þeim Guðnýju Guðmundsdóttur
fiðluleikara, Gunnari Kvaran
sellóleikara og Peter Maté píanó-
leikara. Það var Atli Heimir
Sveinsson sem stakk upp á því
við Shapiro að hann semdi verk
fyrir Tríó Reykjavíkur.
Á tónleikunum í kvöld spila
einnig með tríóinu hjónin Almita
Vamos fiðluleikari og Roland
Vamos víóluleikari. Auk Píanó-
tríósins flytja þau einnig tríó fyr-
ir tvær fiðlur og eina víólu eftir
Zoltan Kodaly, og loks píanó-
kvintett eftir Dvorak. ■
Hver?
Ég er rólyndismaður, hugljúfur og mikill
tölvumaður.
Hvar?
Ég er staddur í faðmi sambýliskonu
minnar og fjölskyldu.
Hvaðan?
Laugarnesbúi, fæddur og uppalinn í
Reykjavík.
Hvað?
Áhugamál mín eru frímerkja- og mynt-
söfnun og skrautskrift. Ég hef gaman af
gönguferðum og er mikill andstæðingur
reykinga. Ég barðist sem harðast gegn
reykingum í MH. Þá bauð ég mig fram
sem ritara í nemendafélagið en tapaði
kosningunum því mig vantaði 300 at-
kvæði af 900. Þá reyktu einmitt 300
stúdentar og ég fékk ekkert atkvæði frá
þeim.
Hvernig?
Ég skipti stöðugt á frímerkjum við aðra
og fer reglulega til Magna og í Frí-
merkjahúsið. Ég hef ekki verið að safna
í langan tíma en ég safna bara íslensk-
um frímerkjum og þá sérstaklega frí-
merkjum fyrir 1944.
Hvers vegna?
Af því þetta er svo gott hjónahobbý. Það
var annað hvort þetta eða golf sem ég
stundaði í tvö sumur. Við slökkvum á
sjónvarpinu og dúllum okkur saman við
þetta á kvöldin.
Hvenær?
Nú er ég að reyna að finna mér ein-
hverja vinnu, sem gengur ekki vel. Bæði
er það að ég hef ekki góða ímynd í fjöl-
miðlum og svo gæti farið þannig dóms-
mál næsta vetur að ég þurfi að hverfa
frá vinnu.
JÓNAS INGI RAGNARSSON
Segist saklaus af öllu varðandi líkfundar-
málið. Hann vill eyða kvöldum í rólegheit-
um í faðmi fjölskyldunnar og huga að
frímerkjunum sínum.
GERALD M. SHAPIRO ÁSAMT TRÍÓI REYKJAVIKUR
Tríóið frumflytur verk eftir Shapiro á tónleikum í Hafnarborg í kvöld.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
Tónleikar
GERALD M. SHAPIRO
■ Tónskáldið byrjaði að semja nýtt tón-
verk fyrir Tríó Reykjavíkur um það leyti
sem Íraksstríðið hófst. Verkið verður
frumflutt í kvöld.
■ Persónan