Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 47
HANDBOLTI Valsstelpur tryggðu sér
í gærdag annað sætið í RE/MAX-
deild kvenna í handknattleik með
því að bera sigurorð af Stjörnunni
á útivelli í lokaumferð deilda-
keppninnar, 23-26.
Fyrri hálfleikur var mjög fjör-
legur og skemmtilegur og það var
jafnræði með liðunum þótt gest-
irnir væru oftast fyrri til að
skora. Leikar í hálfleik stóðu 13-
13 en svo virtist sem heimastelp-
ur væru mun ákveðnari í byrjun
seinni hálfleiks, þær skoruðu þá
tvö fyrstu mörkin og allt virtist
leika í lyndi. Það stóð þó skammt
yfir. Á rétt rúmlega 7 mínútna
kafla breyttist staðan úr 16-14 í
17-23 og segja má að þarna hafi
Stjörnustelpur kastað frá sér
möguleikanum á því að ná öðru
sæti deildarinnar.
Fyrirliði Valsstelpna, Sigur-
laug Rúnarsdóttir, var að vonum
ánægð með sigurinn og annað
sætið. Sigurlaug lék með andlits-
grímu vegna meiðsla, var heldur
ógnvænleg á að líta og minnti
einna helst á mannætuna Hanni-
bal Lecter. ,,Þetta var mjög mikil-
vægur leikur enda markmiðið að
losna við að spila við ÍBV þangað
til í lokaúrslitunum, það er í það
minnsta stefnan. Við ákváðum
einfaldlega að taka þennan leik á
reynslunni og hörkunni. Liðin eru
með svo til svipaða breidd en
reynsla okkar er öllu meiri en hjá
þessum Stjörnukjúklingum og ég
held að það hafi gert útslagið í
þessum leik. Auðvitað munaði
miklu um að Jelena (Jovanovic)
var ekki að verja mikið í markinu
hjá þeim en hún hefur oft gert
okkur lífið leitt.“ En er Sigurlaug
sátt við árangurinn í vetur og
hvað með úrslitakeppnina – getur
eitthvert lið stöðvað ÍBV?
,,Annað sætið, já, er þetta bara
ekki eins og þetta á að vera? Nú
hefst ný keppni og að sjálfsögðu
höfum við fulla trú á því að við
getum farið alla leið. En ætli það
sé ekki best að klára fyrst átta
liða úrslitin og svo undanúrslitin
áður en maður fer eitthvað að
segja meira,“ sagði Sigurlaug með
glott á vör og sjálfstraust í
farteskinu.
Í öðrum leikjum lokaumferðar-
innar vann ÍBV Hauka, 33-22, FH
vann Fram, 26-23, og KA/Þór tap-
aði fyrir Gróttu/KR, 33-36, á
Húsavík. ■
47SUNNUDAGUR 28. mars 2004
RAFSÓL
Skipholti 33 • 105 Reykjavík
Sími:
553 5600
ENDURNÝJUN
OG VIÐHALD
E
i
n
n
t
v
e
i
r
o
g
þ
r
í
r
2
6
6
.0
0
2
lögg i l tu r ra fverk tak i
Þýska knattspyrnan í gær:
Fimm mörk frá Bayern
LIFA ENN Í VONINNI
Santa Cruz og félagar hans í Bayern München lifa enn í voninni um að vinna titil í ár en
þeir eiga nú aðeins möguleika á þýska meistaratitlinum.
SIGURLAUG ÁNÆGÐ MEÐ ANNAÐ SÆTIÐ
Fyrirliði Valsstelpna, Sigurlaug Rúnarsdóttir, lék með andlitsgrímu vegna meiðsla. Hún var
heldur ógnvænleg á að líta og minnti einna helst á mannætuna Hannibal Lecter.
Valsstelpur náðu 2. sætinu
Lokaumferð RE/MAX-deildar kvenna í handbolta fór fram í gær og eftir hana er ljóst hvaða lið
mætast í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni.
FÓTBOLTI Leikmenn Bayern
München lifa enn í voninni um að
vinna þýska meistaratitilinn eftir
5–2 sigur á Mönchengladbach í
gær. Eftir sigurinn er Bayern
átta stigum á eftir Werder
Bremen, sem leikur gegn
Stuttgart í dag.
Fimm leikmenn Bæjara
komust í blað í leiknum en
mörkin gerðu þeir Samuel
Kuffour, Roque Santa Cruz, Roy
Makaay, Owen Hargreaves og
Michael Ballack. Þjálfari liðsins,
Ottmar Hitzfeld, var ekki alls
kostar ánægður en Mönchen-
gladbach minnkaði muninn í 3–2.
Það er mikið sótt að þessum
virta þjálfara, sem hefur verið
afar sigursæll í tíð sinn í
München, en eftir að liðið var
slegið út úr Meistaradeildinni og
þýsku bikarkeppninni á stuttum
tíma í viðbót við vonlitla stöðu í
deildinni hafa gagrýnisraddir
heyrst um að það sé þörf á
breytingum í brúnni hjá Bayern.
Staðan er ekki góð í Berlín
eftir 4–1 tap Herthu fyrir
Leverkusen þar sem þeir Franca
og Dimitar Berbatov skoruðu
báðir tvö mörk. Hertha er nú í
næstneðsta sæti, tveimur stigum
á eftir Hannover sem náði í stig í
1-1 jafntefli gegn Dortmund.
Leverkusen er hins vegar í
harðri baráttu um sæti í Meist-
aradeildinni á næsta tímabili. ■
EINVÍGI 8 LIÐA ÚRSLITANNA:
ÍBV–KA/Þór
Valur–Víkingur
Stjarnan–Grótta/KR
Haukar–FH
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T