Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 31
31SUNNUDAGUR 28. mars 2004 g fær góða dóma gagnrýnenda. ar aldarafmæli Barrie sagði fimm ungum son- um Sylvíu vinkonu sinnar sögur sem hann vann síðan leikrit upp úr. Samband Barries og Sylviu var mjög sterkt og eiginmaður hennar var aldrei sáttur við það. Eftir dauða Sylviu og eig- inmanns hennar varð Barrie óopinber forráðamaður son- anna fimm og illar tungur segja að hann hafi rennt til þeirra hýru auga. Örlög þriggja þeirra urðu dapurleg. Einn lést í fyrri heimsstyrjöldinni, annar drekkti sér ásamt vini sínum og sá þriðji framdi sjálfsmorð árið 1960. Þess má geta að nú er í vinnslu kvikmynd um samband Barrie og Sylviu. Johnny Depp og Kate Winslet munu fara með aðalhlutverkin. Pétur Pan samtímans Pétur Pan var hugsað sem ævintýri fyrir börn, en það sama gildir um verkið um Lísu í Undralandi; fullorðnir heillast af því engu síður en börn og skilja það á sinn hátt. Pétur Pan neitar að verða fullorðinn og flýr að heiman til að forðast þau örlög. Hann nýtur þess að láta stúlkuna Wendy þjóna sér. Hann er sjálfhverfur og getur ekki tengst öðrum. Hann þolir ekki skuldbindingar og vill engu fórna vegna annarra. Hann á sér griðastað í Hvergilandi þar sem hann leikur sér allan daginn. Þeir sem njóta þess að leggjast í djúpsálarpælingar komast sannarlega í feitt þegar Pétur er annars vegar enda þarf ekki að leita lengi til að finna bækur sem bera heiti eins og „The Peter Pan Syndrome: Men Who Have Never Grown Up“. - „The Wendy Dilemma: When Women Stop Mothering Their Men“. - „Now or Never- land : Peter Pan and the Myth of Eternal Youth“. Þær þykja vafalaust fróðlegar en eru varla jafn skemmtilegar af- lestrar og bók Barries. Þeir sem leita að Pétri Pan samtímans benda á Michael Jackson. Jackson mun á sínum tíma hafa sótt það fast að fá að leika hlutverk Péturs Pan í mynd Stevens Spielberg, Dr. Hook. Honum varð ekki að þeirri ósk sinni. Eins og Pétur Pan vill Jackson ekki verða fullorðinn, er veruleikafirrtur og leitar skjóls í búgarði sínum, Hvergilandi (Neverland) þar sem hann leikur sér ásamt börnum. Jackson segir að svefnherbergi sitt sé þakið m y n d - um af Pétri Pan. Hann segist finna til mikillar samkenndar með Pétri. Pétur Pan er eftirlætisbók hans og hann hefur lesið allar bækur Barries. Svo má vitaskuld velta því fyrir sér hvort sá lestur hafi í þessu sér- staka tilfelli leitt til góðs. kolla@frettabladid.is PÉTUR PAN Nýja myndin hefur slegið í gegn og fær góða dóma gagn- rýnenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.