Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 28
28 28. mars 2004 SUNNUDAGUR Hver er maðurinn? Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að mikill meirihluti þjóðarinnar trúir að Jesú Kristur hafi risið upp frá dauðum. „Kemur á óvart hversu margir trúa,“ segir dr. Gunnar Kristjánsson, prestur og prófastur. Íslendingar trúa á upprisuna Rúm 67 prósent íslenskuþjóðarinnar trúa að Jesú Kristur hafi risið upp frá dauð- um, líkt og greint er frá í Lúk- asarguðspjalli í Biblíunni. Tæp 33 prósent trúa ekki að atburð- urinn hafi átt sér stað. Upprisan er einn af umdeild- ustu atburðunum sem Biblían greinir frá og eru fræðimenn hreint ekki sammála um tilvist hennar og túlkun. Ýmist telja þeir að hana skuli taka bókstaf- lega eða þá að líta beri á hana sem tákn um von. Engu að síður er upprisan snar þáttur í trúar- grundvelli kristinnar trúar, jafnvel kjarni hennar, enda er hún sögð staðfesta orð Krists um að hann hafi verið sonur Guðs. Upprisan er umdeild Doktor Gunnar Kristjáns- son, prestur og prófastur að Reynivöllum í Kjós, segir að niðurstöður könnunarinnar sýni jákvæða afstöðu þjóðar- innar til þess sem fólk túlkar sem trúarkenningu kirkjunnar en segi kannski lítið um hverju fólk trúir í þessu efni. „Uppris- an hefur löngum verið umdeild og það kemur mér á óvart hversu margir lýsa yfir trú sinni á hana í þessari könnun,“ segir Gunnar. Hann bendir á að upprisan hafi oft verið túlkuð á huglægan hátt fremur en sem sögulegur atburður og í því ljósi sé hlutfall trúaðra í könn- uninni hátt þar sem áherslan virðist vera á hina sögulegu túlkun. Óli Gneisti Sóleyjarson trúir ekki á Guð, ekki frekar en já jólasveininn. Hann skrifar á vefinn vantrú.net þar sem fjall- að er um trúleysi frá ýmsum sjónarhornum. Hann segist NÝTT Á LEIGUMARKAÐI! Heimkynni ehf, bjóða nýjar og glæsilegar íbúðir við Þórðarsveig, til útleigu á almennum leigumarkaði. Þórðarsveigur 32-36 er nýtt 33ja íbúða fjölbýlishús, vel staðsett í fögru umhverfi Reynisvatns. Um er að ræða 3ja og 4ra herbergja íbúðir. Íbúðirnar eru fullbúnar innréttingum og tækj- um. Sér inngangur er í allar íbúðir. Suðurgarður hússins nýtur skjóls af stórum gamalgrónum trjálundi, sem umlykur garðinn og gerir hann að afar fjölskylduvænu útivistarsvæði. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR ERU Á VEFNUM OKKAR H E I M K Y N N I . I S . Hlýr og kappsfullur en alls ekki gallalaus Maðurinn sem við spyrjumum í dag er drengur góður, að sögn Haraldar Sturlaugsson- ar útgerðarmanns á Akranesi. „Hann var einn sá efnilegasti í sinni grein á sínum tíma og síð- ar með þeim allra bestu. Ég rist- arbraut hann reyndar í gamla daga en það hafði ekki áhrif á hann.“ Haraldur segir okkar mann hafa verið eftirsóttan af hinu kyninu: „Allar konur vildu eiga hann og hann hryggbraut ótal ungmeyjar.“ Hallgrími Sveinssyni á Hrafnseyri verður líka tíðrætt um gott innræti viðkomandi: „Hann er góður drengur,“ segir Hallgrímur og finnst ekki verra að hann sé Vestfirðingur í húð og hár. „Margir fræðimenn eru þeirrar skoðunar að hann hafi í fyrra lífi leikið stórt hlutverk í hinu dramatíska verki Gísla sögu Súrssonar á tíundu öld.“ Hvorki meira né minna. „Hann er hjartahlý mann- eskja,“ segir Þorgeir Ástvalds- son útvarpsmaður og heldur áfram: „Hann getur virst vera ótukt á stundum í huga þeirra sem þekkja hann ekki, orðhvat- ur hrekkjalómur, en það er mjög auðvelt að fyrirgefa honum. Hann er kappsfullur, hamast við að lifa lífinu og það jafnast á við hlutverk í kabarett að umgang- ast hann, aldrei gefið eftir, ávallt tilbúinn eins og í skáta- hreyfingunni. Bak við gleðiskel- ina er samt maður sem setur mannlegar tilfinningar ávallt í fyrsta sæti, hefur sterka rétt- lætiskennd og það er gott til hans að leita með alvarleg mál- efni, með öðrum orðum traustur vinur.“ Og nú spyrjum við, hver er maðurinn? Svarið er að finna á blaðsíðu 34. ■ Menn hallast því frekar að því að upprisan og upprisuboð- skapurinn sé túlkun á lífi, starfi og boðskap Jesú í heild. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.