Fréttablaðið - 28.03.2004, Page 28

Fréttablaðið - 28.03.2004, Page 28
28 28. mars 2004 SUNNUDAGUR Hver er maðurinn? Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að mikill meirihluti þjóðarinnar trúir að Jesú Kristur hafi risið upp frá dauðum. „Kemur á óvart hversu margir trúa,“ segir dr. Gunnar Kristjánsson, prestur og prófastur. Íslendingar trúa á upprisuna Rúm 67 prósent íslenskuþjóðarinnar trúa að Jesú Kristur hafi risið upp frá dauð- um, líkt og greint er frá í Lúk- asarguðspjalli í Biblíunni. Tæp 33 prósent trúa ekki að atburð- urinn hafi átt sér stað. Upprisan er einn af umdeild- ustu atburðunum sem Biblían greinir frá og eru fræðimenn hreint ekki sammála um tilvist hennar og túlkun. Ýmist telja þeir að hana skuli taka bókstaf- lega eða þá að líta beri á hana sem tákn um von. Engu að síður er upprisan snar þáttur í trúar- grundvelli kristinnar trúar, jafnvel kjarni hennar, enda er hún sögð staðfesta orð Krists um að hann hafi verið sonur Guðs. Upprisan er umdeild Doktor Gunnar Kristjáns- son, prestur og prófastur að Reynivöllum í Kjós, segir að niðurstöður könnunarinnar sýni jákvæða afstöðu þjóðar- innar til þess sem fólk túlkar sem trúarkenningu kirkjunnar en segi kannski lítið um hverju fólk trúir í þessu efni. „Uppris- an hefur löngum verið umdeild og það kemur mér á óvart hversu margir lýsa yfir trú sinni á hana í þessari könnun,“ segir Gunnar. Hann bendir á að upprisan hafi oft verið túlkuð á huglægan hátt fremur en sem sögulegur atburður og í því ljósi sé hlutfall trúaðra í könn- uninni hátt þar sem áherslan virðist vera á hina sögulegu túlkun. Óli Gneisti Sóleyjarson trúir ekki á Guð, ekki frekar en já jólasveininn. Hann skrifar á vefinn vantrú.net þar sem fjall- að er um trúleysi frá ýmsum sjónarhornum. Hann segist NÝTT Á LEIGUMARKAÐI! Heimkynni ehf, bjóða nýjar og glæsilegar íbúðir við Þórðarsveig, til útleigu á almennum leigumarkaði. Þórðarsveigur 32-36 er nýtt 33ja íbúða fjölbýlishús, vel staðsett í fögru umhverfi Reynisvatns. Um er að ræða 3ja og 4ra herbergja íbúðir. Íbúðirnar eru fullbúnar innréttingum og tækj- um. Sér inngangur er í allar íbúðir. Suðurgarður hússins nýtur skjóls af stórum gamalgrónum trjálundi, sem umlykur garðinn og gerir hann að afar fjölskylduvænu útivistarsvæði. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR ERU Á VEFNUM OKKAR H E I M K Y N N I . I S . Hlýr og kappsfullur en alls ekki gallalaus Maðurinn sem við spyrjumum í dag er drengur góður, að sögn Haraldar Sturlaugsson- ar útgerðarmanns á Akranesi. „Hann var einn sá efnilegasti í sinni grein á sínum tíma og síð- ar með þeim allra bestu. Ég rist- arbraut hann reyndar í gamla daga en það hafði ekki áhrif á hann.“ Haraldur segir okkar mann hafa verið eftirsóttan af hinu kyninu: „Allar konur vildu eiga hann og hann hryggbraut ótal ungmeyjar.“ Hallgrími Sveinssyni á Hrafnseyri verður líka tíðrætt um gott innræti viðkomandi: „Hann er góður drengur,“ segir Hallgrímur og finnst ekki verra að hann sé Vestfirðingur í húð og hár. „Margir fræðimenn eru þeirrar skoðunar að hann hafi í fyrra lífi leikið stórt hlutverk í hinu dramatíska verki Gísla sögu Súrssonar á tíundu öld.“ Hvorki meira né minna. „Hann er hjartahlý mann- eskja,“ segir Þorgeir Ástvalds- son útvarpsmaður og heldur áfram: „Hann getur virst vera ótukt á stundum í huga þeirra sem þekkja hann ekki, orðhvat- ur hrekkjalómur, en það er mjög auðvelt að fyrirgefa honum. Hann er kappsfullur, hamast við að lifa lífinu og það jafnast á við hlutverk í kabarett að umgang- ast hann, aldrei gefið eftir, ávallt tilbúinn eins og í skáta- hreyfingunni. Bak við gleðiskel- ina er samt maður sem setur mannlegar tilfinningar ávallt í fyrsta sæti, hefur sterka rétt- lætiskennd og það er gott til hans að leita með alvarleg mál- efni, með öðrum orðum traustur vinur.“ Og nú spyrjum við, hver er maðurinn? Svarið er að finna á blaðsíðu 34. ■ Menn hallast því frekar að því að upprisan og upprisuboð- skapurinn sé túlkun á lífi, starfi og boðskap Jesú í heild. ,,

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.