Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 33
33SUNNUDAGUR 28. mars 2004 Vart leikur vafi á að verðlaunin nutu almennt virðingar og voru eftirsótt af leikurum sem þótti flestum eftirsjá að þeim þegar þau hurfu að lokum úr sögunni. En það gerðist þegar Baldvin Halldórsson leikari hafnaði Lampanum að lokinni síðustu sýningu á söngleiknum Kabarett í Þjóðleikhúsinu. Gerði Baldvin það með dramatískum tilþrifum sem vöktu mikil viðbrögð og voru lengi í minnum höfð. Segja má að nokkur kynslóðaskipti hafi orðið í röðum leikdómenda um miðjan sjöunda áratuginn og tóku sumir hinna yngri manna þá að hallast að því að óhætt myndi að veita Lampann, a.m.k. svona stöku sinnum, ein- hverjum öðrum en viðurkenndum stórleikurum eins og þá hafði oftast verið raunin. Í samræmi við það var reglugerð Lampans breytt árið 1972 svo að hægt væri að veita hann á breiðari grunni. Aðeins einn listamaður utan raða leikara fékk þó Lampann, það var Steinþór Sigurðsson leikmynda- teiknari sem hafði þá vakið almenna aðdáun með snjöllum leikmyndum sínum í Iðnó undan- farin ár. Helga og Herdís Hér til hliðar er birt skrá yfir h a n d h a f a Si l fur lampans . Sjálfsagt er tekið að fyrnast yfir sum nöfnin í vitund yngri kynslóða, en þeir sem muna lengra aftur ættu að kannast við þau flest. Þó að þarna séu margir af fræg- ustu leikurum áranna má sakna ýmissa nafna. Af eldri kynslóðinni, sem hóf feril sinn í Iðnó og endaði í atvinnumennsku við Þjóðleikhúsið, má nefna Arndísi Björnsdóttur, Indriða Waage og Regínu Þórðardóttur, en af yngri kynslóðinni, sem kemur vel menntuð inn í atvinnuleikhúsið á sjötta áratugnum og ber það uppi á þeim sjöunda og áttunda, saknar maður ekki síst tveggja mikilhæfustu leikkvenna tíma- bilsins, sem báðar unnu fræga sigra: Helgu Valtýsdóttur, sem féll frá á besta aldri árið 1968, og Herdísar Þorvaldsdóttur sem eins og allir vita lætur árin ekkert á sig fá og gleður okkur enn með ósvikinni fag- mennsku sinni, létt- leika og hlýrri nærveru, jafnt á sviði sem í mynd. Það er óneitanlega bæði furðulegt og umhugsunarvert, en af þess- um nítján verðlaunahöfum eru aðeins þrjár konur. Nú kann einhver að benda á þá augljósu staðreynd að leik- dómararnir voru allir karlkyns og spyrja hvort þetta hafi ekki bara stafað af karlrembu þeirra. Ekki er þó víst að málið sé alveg svo einfalt. Fyrir nokkrum árum komu handskrifaðar fundar- gerðir Félags íslenskra leik- dómenda í leitirnar. Þær fund- ust í gögnum Ólafs heitins Jónssonar sem var ritari félagsins mörg síðari árin. Sem heimild eru þær áhugaverðar ekki síst vegna þess að þar kemur fram öll stigagjöfin og er sérstaklega fróðleg samantekt sem Ólafur gerði árið 1970 þar sem hann raðar leikurunum eftir samanlögðum stigafjölda þeirra frá upphafi. Þar tróna þeir efstir Valur Gíslason og Róbert Arnfinnsson, báðir með 1700 stig, og kemur svo sem fáum á óvart; báðir voru afbragð annarra leikara hvað varðar smekkvísi og traust vinnubrögð; fengu Lampann raunar báðir tvisvar ásamt Þorsteini Ö. Stephensen. En hver skyldi vera í þriðja sæti með 1650 stig: jú, það er engin önnur en Herdís Þorvaldsdóttir! Herdís er þriðji stigahæsti leikarinn, án þess að hafa nokkru sinni fengið Lampann. Alls fær hún fjórum sinnum yfir 250 stig, en það dugði sem sagt ekki til. Ef við fetum okkur niður fyrrnefndan lista er Þorsteinn Ö. í fjórða sæti með 1600 stig og í fimmta sæti með 1500 stig? Helga Valtýsdóttir! Ef við höld- um enn lengra niður kemur í ljós að þeir, sem næstir koma á eftir, fengu allir Lampann ein- hvern tímann á ferli hans; það er ekki fyrr en við komum í fjórtánda sæti að ofan talið að fyrir okkur verður leikari sem fékk hann aldrei: Kristbjörg Kjeld, ein fremsta leikkona yngstu kynslóðarinnar, nokkru yngri en Helga og Herdís. Með öðrum orðum: Aðeins þrír af fjórtán stigahæstu leikurunum fengu Lampann aldrei og það voru allt leikkonur. Tvívegis komst Helga þó svo nærri því að fá Lampann að aðeins munaði tuttugu og fimm stigum á henni og verðlaunahafanum. Jafntefli Þjóðleikhúss og L.R. Þá er áhugavert að skoða hlut leikhúsanna á verðlaunalistanum. Þar eru einungis listamenn Þjóðleikhúss og Leikfélags Reykjavíkur – tilraunaleikhúsið Gríma sem starfaði mestallan sjöunda áratuginn er t.d. ekki þarna – og ef listinn er skoðaður reynist skiptingin milli þeirra furðu jöfn: Þjóðleikhúsleikarar fá Lampann tíu sinnum, Leikfélagsleikarar átta sinnum og svo Steinþór Sigurðsson sem tilheyrði auðvitað Leikfélags- hópnum. Staðan er sem sagt 10-9, þegar upp er staðið, og gat ekki verið jafnari úr því heildartalan var oddatala. Ef við teljum Baldvin ekki með er hún að sjálf- sögðu jöfn. En þó að niðurstaðan sé þetta jöfn, þegar þessir tveir áratugir eru skoðaðir í einu lagi, verður dálítið annað uppi á teningnum ef litið er á þá sitt í hvoru lagi. Á árunum 1954 til 1960 fá Þjóðleikhúsleikarar þau fjórum sinnum en Leikfélagsleikarar aðeins tvisvar. Þetta kemur ekki á óvart; Leikfélagið var á flestan hátt í mjög erfiðri aðstöðu á þess- um tíma, launagreiðslur ekki á neinn hátt sambærilegar við það sem gerðist hjá ríkisstofnuninni og leikendahópurinn því oft og tíðum óstöðugur. Upp úr 1960 tók hagur L.R. hins vegar að vænkast, ekki síst eftir að svolítill leikarahópur hafði verið fastráðinn og Sveinn Einarsson var tekinn við forystunni. Á sama tíma var mikil þreyta orðin áberandi í Þjóðleikhúsinu, einkum eftir að líða tók á stjórnartíma Guðlaugs Rósin- kranz sem sat alltof lengi í embætti og hefði vísast fengið mun betri eftirmæli ef hann hefði hætt t.d. um miðjan sjöunda áratuginn þegar hagur leikhússins stóð að ýmsu leyti í blóma. Breytt styrkleikahlutföll endurspeglast í Lampaveitingum, því að á árunum frá 1961 til 1973 fá leikarar leikhúsanna þau nákvæmlega jafnoft, sex sinnum, þó að endanlega hafi Leikfélagið vinninginn með Lampa Steinþórs Sigurðssonar árið 1972. L.R. er m.ö. o. greinilega orðið jafnvígt Þjóðleikhúsinu, ef nokkuð er gott betur; það fer ekki á milli mála hver var skoðun gagnrýnenda á því. Þjóðleikhúsið naut auðvitað sinna traustu krafta, en það voru einfaldlega áhugaverðari hlutir að gerast hjá L.R. Lokaþátturinn – og nýr kafli Sem áður segir endaði Lampinn göngu sína að lokinni síðustu sýningu á Kabarett í Þjóðleikhúsinu árið 1973. Baldvin Halldórsson afþakkaði Lampann og þá tilkynntu gagn- rýnendur að þeir væru hættir þessu. Eftir að Lampaveitingar lögðust af lognaðist leik- dómarafélagið brátt út af og í nokkur ár lágu öll listaverðlaun niðri uns menningarverðlaunum DV var komið á fót. Þau áttu sína sögu sem nú er lokið með breyttum tímum á DV. Með hinum nýju leiklistar- verðlaunum, Grímunni, sem hófu göngu sína í fyrra, er svo enn hafinn nýr kafli í sögu ís- lenskra leiklistarverðlauna. Nú eru það ekki lengur misvitrir gagnrýnendur sem ráða ferðinni heldur fjölmennar dómnefndir sem enginn sér og enginn veit hver situr í. Ég verð að segja að mér finnst þetta afar rangt hugsað og mikil afturför frá því sem áður var. Ef menn halda t.d. að niðurstöður slíkra dómnefnda séu eitthvað vísindalegri eða ólíklegri til að valda ágreiningi en gamla háttarlagið er það mikill misskilningur. Ef nokkuð er þá er ég hræddur um að þær séu enn líklegri til að láta fremur stjórnast af ýmsum tískustraum- um en hlutlægu listrænu mati. Ég segi það alveg hrein- skil- nislega, ef einhverjum skyldi detta það í hug – sem engum hefur að vísu dottið í hug – að það væri til einskis að biðja mig um að sitja í slíkri nefnd. Ég kem ekki nálægt neinu svona stússi nema ég fái að taka þátt í geiminu, hitta fræga og fína fólkið, baða mig í glamúrnum og helst auðvitað að veita sjálfur verðlaunin. Það er toppurinn á tilstandinu. Mér þykir leitt að þurfa að vera með hrakspár en ég er óskaplega hræddur um að verðlaun, sem hunsa jafn sterka mannlega frumþörf og þörfina fyrir hégómleikann, geti ekki orðið langlíf í landinu. Um heimildir: Fundargerðir Félags íslenskra leik- dómenda eru aðalheimild þessarar greinar, en það var Jón Ólafsson heimspekingur sem kom þeim í hendur greinarhöfundar sem afhenti þær svo Landsbókasafninu þar sem þær eru varðveittar nú. Þeim Sigurði A. Magnússyni og Þorvarði Helgasyni, síðustu formönnum Félags íslenskra leikdómenda, skal þakkað fyrir veittar upplýsingar við undirbúning greinarinnar. 1954 Haraldur Björnsson fyrir Prófessor Klenow í Sá sterkasti eftir Karen Bramson (Þjóðleik- hús). 1955 Valur Gíslason fyrir Harry Brock í Fædd í gær eftir Garson Kanin (Þjóðleikhús) 1956 Róbert Arnfinnsson fyrir Góða dátann Svejk eftir Jaroslav Hasek (Þjóðleikhús) 1957 Þorsteinn Ö. Stephensen fyrir Andrew Crocker-Harris í Browning-þýðingunni eftir Terence Rattigan (Leikfélag Reykjavíkur) 1958 Valur Gíslason fyrir riddara- liðsforingjann í Föðurnum eftir August Strindberg (Þjóðleikhús) 1959 Brynjólfur Jóhannesson fyrir Joe Keller í Allir synir mínir eftir Arthur Miller (Leikfélag Reykjavíkur) 1961 Guðbjörg Þorbjarnardóttir fyrir Elizu Gant í Engill, horfðu heim eftir Ketti Frings (byggt á samnefndri skáldsögu Thomas Wolfes). (Þjóðleikhús) 1962 Steindór Hjörleifsson fyrir Johnny Pope í Kviksandi eftir M.V. Gazzo (Leikfélag Reykjavík- ur) 1963 Gunnar Eyjólfsson fyrir Pétur Gaut í samnefndu verki Henriks Ibsen (Þjóðleikhús) 1964 Helgi Skúlason fyrir Franz von Gerlach í Föngunum í Altona eftir Jean Paul-Sartre (Leikfélag Reykjavíkur) 1965 Gísli Halldórsson fyrir Þann hífaða og 2. götusópara í Þjófar, lík og falar konur eftir Dario Fo (Leikfélag Reykjavíkur) 1966 Þorsteinn Ö. Stephensen fyrir Pressarann í Dúfnaveislunni eftir Halldór Laxness (Leikfélag Reykjavíkur) 1967 Lárus Pálsson fyrir Jeppa á fjalli í samnefndu leikriti Ludvigs Holberg (Þjóðleikhús) 1968 Helga Bachmann fyrir Heddu Gabler í samnefndu leikriti Henriks Ibsen (Leikfélag Reykjavíkur) 1969 Róbert Arnfinnsson fyrir Púntilla í Púntilla og Matti eftir Bertolt Brecht og Tevye í Fiðlar- anum á þakinu eftir Sholom Al- eichem (Þjóðleikhús) 1970 Rúrik Haraldsson fyrir Victor í Gjaldinu eftir Arthur Mill- er (Þjóðleikhús) 1971 Sigríður Hagalín fyrir Nell í Hitabylgju eftir Ted Willis (Leikfé- lag Reykjavíkur) 1972 Steinþór Sigurðsson fyrir leikmyndir í Skugga-Sveini, Dó- mínó og Plógi og stjörnum. 1973 Baldvin Halldórsson fyrir Schultz í Kabarett og Gæslu- mann í 7 stelpum (Þjóðleikhús). Afþakkaði verðlaunin. ■ Handhafar Silfur- lampans 1954-1973 Baldvin Halldórsson hafnaði Lampanum með dramatískum tilþrifum sem vöktu mikil viðbrögð og voru lengi í minnum höfð. ,, Á heimasíðu Leikminjasafns Íslands, www. leikminjasafn.is, er að finna ýmislegt efni um Silfurlampann í dálknum Merkisdagar íslenskrar leiklistarsögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.