Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 10
10 28. mars 2004 SUNNUDAGUR HERFERÐINNI HAFNAÐ Stuðningsmenn íslamskra stjórnmálaflokka í Pakistan mótmæltu herferð stjórnvalda gegn al-Kaída hástöfum. Herinn þrengir að ættbálkahöfðingjum og eyðileggur heimili þeirra sem eru grunaðir um að styðja við bakið á liðsmönnum al-Kaída. Þokast lítið í kjaraviðræðum grunnskólakennara: Vilja 43% hækkun byrjunarlauna KJARAVIÐRÆÐUR „Það hefur þokast lítillega í samkomulagsátt á fund- um að undanförnu. Við höfum að- allega verið að ræða breytingar á vinnutíma og höfum átt gagnlegar viðræður. Það er hins vegar erfitt að meta hvað hefur mjakast, en það eru þó hænufet í hvert skipti,“ segir Finnbogi Sigurðsson, for- maður Félags grunnskólakennara, en síðasti samningafundur í kjaraviðræðunum við launanefnd sveitarfélaga var haldinn í fyrra- dag. Kjaradeilu grunnskólakennara var skotið til ríkissáttasemjara í janúar síðastliðnum. Nýr samn- ingafundur hefur ekki verið boð- aður fyrr en 30. mars, aðeins tveimur dögum áður en núgild- andi samningar grunnskólakenn- ara renna úr gildi. Finnbogi segir of snemmt að segja til um hvort gripið verði til þess að boða verk- fall, en þótt ekki semjist fyrir 1. apríl heldur samningaferlið áfram. „Ég er bjartsýnn á að það tak- ist að semja. Við viljum að byrj- unarlaun kennara verði 250 þús- und krónur, en þau eru nú 175 þúsund krónur. Það er til skammar fyrir kennara með þriggja ára háskólanám að baki að hafa svona lág laun,“ segir Finnbogi. ■ Borgaraleg réttindi innflytjenda skert Breytingar á lögum um útlendinga fela í sér aukna mismunun og eru á mörkum þess að sam- ræmast alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, að sögn talsmanna Alþjóðahúss. Því er haldið fram að verið sé að taka borgaraleg réttindi af stórum hópi fólks til að koma í veg fyrir örfá brot. INNFLYTJENDAMÁL Alþjóðahús gerir margvíslegar athugasemdir við frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um útlend- inga. Ekkert samráð mun hafa verið haft við fulltrúa þeirra sem lögin taka til eða samtaka og stofnana sem vinna að málum þeirra. Í yfirlýsingu frá Alþjóðahúsi er því haldið fram að breyting- arnar feli í sér aukna mismunum og sumar þeirra samræmist ekki alþjóðareglum um mannréttindi. A l þ j ó ð a h ú s i hafa borist at- hugasemdir við það ákvæði frumvarps ins að erlendur maki Íslend- ings, eða útlend- ings sem dvelst hér löglega, þurfi að vera orðinn 24 ára til að fá dvalarleyfi á grundvelli hjónabands. Lögum samkvæmt getur fólk stofnað til hjúskapar við átján ára aldur og því er þetta talið brjóta í bága við jafnræðis- reglu stjórnarskrárinnar. Í frumvarpinu er ákvæði um að foreldrar innflytjenda verði að vera yfir 66 ára aldri til fá dvalarleyfi á grundvelli fjöl- skyldusameiningar. Talsmenn Al- þjóðahúss segja að þessu sé beint gegn hugsanlegri atvinnuþátt- töku þessa fólks en benda á að samkvæmt núgildandi lögum þurfi foreldrar innflytjenda hvort sem er að sækja um at- vinnuleyfi og sýna fram á sjálf- stæða framfærslu. Gerðar hafa verið athugasemdir við ákvæði um auknar heimildir til húsleitar ef grunur er um mála- mynda- eða nauðungarhjónabönd. Talsmenn Alþjóðahúss segja að þarna eigi að gilda sömu reglur og í öðrum tilvikum þar sem um sé að ræða rökstuddan grun um alvar- legt brot. Samkvæmt frumvarpinu getur Útlendingastofnun án dómsúr- skurðar krafist lífsýna og farið fram á rannsókn á erfðaefni þegar sótt er um dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þetta þykir ekki vera í samræmi við reglur um persónufrelsi og mannréttindi. Einnig er spurt hver eigi að sjá um og bera kostnað af slíkri rannsókn erlendis og bent á að ekki virðist vera gert ráð fyrir ættleiddum ein- staklingum. Í frumvarpinu er kveðið á um að það verði gert refsivert að vera með fölsuð vegabréf eða önnur skilríki. Talsmenn Alþjóðahúss segja að þetta brjóti í bága við flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna auk þess sem bent er á að fórnarlömb mansals séu oft með fölsuð persónuskilríki. ■ Ungir framsóknarmenn: Vilja ræða ESB-aðild EVRÓPUMÁL Stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suð- ur skorar á stjórnvöld að hefja við- ræður við Evrópusambandið sem fyrst um aðild Íslands að samband- inu. Stjórnin telur EES-samninginn barn síns tíma og ekki tryggja nægilega þátttöku Íslendinga í ákvörðun mála sem kunna að varða mikið íslenska hagsmuni. „Eina leiðin til að hafa áhrif í þessu sambandi er að ganga í ESB. Áskorunin er runnin undan rifjum ungra framsóknarmanna í Reykja- vík-Suður og er alfarið á okkar ábyrgð,“ segir Einar Ævarsson, meðstjórnandi í félaginu. ■ Halldór um EFTA: Rætt við fjögur ríki ALÞINGI Alls hafa nítján af þeim tutt- ugu fríverslunarsamningum sem EFTA hefur gert við önnur ríki tek- ið gildi, að því er fram kom í svari Halldórs Ásgrímssonar utanríkis- ráðherra við fyrirspurn þingmanna Samfylkingarinnar um fríverslun- arsamninga EFTA. Formlegar viðræður eru við Kanada, Egyptaland, Túnis og Suður-afríska tollabandalagið og fyrir utan samninginn við Kanada er vonast til að ljúka þeim öllum á þessu ári. Nýlokið er viðræðum við Líbanon og verður samningur und- irritaður á ráðherrafundi EFTA í Sviss í júní næstkomandi. ■ GRUNNSKÓLAKENNARAR Frá samningafundi grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga hjá Ríkissátta- semjara. Lítið hefur þokast í samkomu- lagsátt, en núgildandi samningur kennara rennur úr gildi 1. apríl næstkomandi. ALÞJÓÐAHÚSIÐ Margvíslegar athugasemdir hafa komið fram vegna stjórnarfrumvarps um breytingar á lögum um útlendinga. „Samkvæmt frumvarpinu getur Útlend- ingastofnun án dóms- úrskurðar krafist lífsýna. LEIFSSTÖÐ Að minnsta kosti þrettán útlendingum var vísað frá landinu við komuna á Keflavíkurflugvöll í vikunni sem leið. Víkurfréttir hafa það eftir Jó- hannesi R. Benedikssyni, sýslu- manni á Keflavíkurflugvelli, að flestir þessara einstaklinga hafi ætlað sér að vinna hér á landi án til- skilinna leyfa. Jóhannes segir að þeir hafi verið búnir að fá vinnu í iðnaði. Í sumum tilvikum gat fólkið ekki sýnt fram á tilgang ferðarinnar en aðrir voru með skilríki í ólagi. Um var að ræða sex Pólverja, þrjá Bandaríkjamenn, tvo Litháa, einn Hvítrússa og einn Kenýa- mann. ■ Ólöglegt vinnuafl: Þrettán vísað úr landi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.