Fréttablaðið - 28.03.2004, Qupperneq 10
10 28. mars 2004 SUNNUDAGUR
HERFERÐINNI HAFNAÐ
Stuðningsmenn íslamskra stjórnmálaflokka
í Pakistan mótmæltu herferð stjórnvalda
gegn al-Kaída hástöfum. Herinn þrengir að
ættbálkahöfðingjum og eyðileggur heimili
þeirra sem eru grunaðir um að styðja við
bakið á liðsmönnum al-Kaída.
Þokast lítið í kjaraviðræðum grunnskólakennara:
Vilja 43% hækkun byrjunarlauna
KJARAVIÐRÆÐUR „Það hefur þokast
lítillega í samkomulagsátt á fund-
um að undanförnu. Við höfum að-
allega verið að ræða breytingar á
vinnutíma og höfum átt gagnlegar
viðræður. Það er hins vegar erfitt
að meta hvað hefur mjakast, en
það eru þó hænufet í hvert skipti,“
segir Finnbogi Sigurðsson, for-
maður Félags grunnskólakennara,
en síðasti samningafundur í
kjaraviðræðunum við launanefnd
sveitarfélaga var haldinn í fyrra-
dag.
Kjaradeilu grunnskólakennara
var skotið til ríkissáttasemjara í
janúar síðastliðnum. Nýr samn-
ingafundur hefur ekki verið boð-
aður fyrr en 30. mars, aðeins
tveimur dögum áður en núgild-
andi samningar grunnskólakenn-
ara renna úr gildi. Finnbogi segir
of snemmt að segja til um hvort
gripið verði til þess að boða verk-
fall, en þótt ekki semjist fyrir 1.
apríl heldur samningaferlið
áfram.
„Ég er bjartsýnn á að það tak-
ist að semja. Við viljum að byrj-
unarlaun kennara verði 250 þús-
und krónur, en þau eru nú 175
þúsund krónur. Það er til
skammar fyrir kennara með
þriggja ára háskólanám að baki
að hafa svona lág laun,“ segir
Finnbogi. ■
Borgaraleg réttindi
innflytjenda skert
Breytingar á lögum um útlendinga fela í sér aukna mismunun og eru á mörkum þess að sam-
ræmast alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, að sögn talsmanna Alþjóðahúss. Því er haldið
fram að verið sé að taka borgaraleg réttindi af stórum hópi fólks til að koma í veg fyrir örfá brot.
INNFLYTJENDAMÁL Alþjóðahús gerir
margvíslegar athugasemdir við
frumvarp dómsmálaráðherra um
breytingar á lögum um útlend-
inga. Ekkert samráð mun hafa
verið haft við fulltrúa þeirra sem
lögin taka til eða samtaka og
stofnana sem vinna að málum
þeirra.
Í yfirlýsingu frá Alþjóðahúsi
er því haldið fram að breyting-
arnar feli í sér aukna mismunum
og sumar þeirra samræmist ekki
alþjóðareglum um mannréttindi.
A l þ j ó ð a h ú s i
hafa borist at-
hugasemdir við
það ákvæði
frumvarps ins
að erlendur
maki Íslend-
ings, eða útlend-
ings sem dvelst
hér löglega,
þurfi að vera
orðinn 24 ára til
að fá dvalarleyfi á grundvelli
hjónabands. Lögum samkvæmt
getur fólk stofnað til hjúskapar
við átján ára aldur og því er þetta
talið brjóta í bága við jafnræðis-
reglu stjórnarskrárinnar.
Í frumvarpinu er ákvæði um
að foreldrar innflytjenda verði
að vera yfir 66 ára aldri til fá
dvalarleyfi á grundvelli fjöl-
skyldusameiningar. Talsmenn Al-
þjóðahúss segja að þessu sé beint
gegn hugsanlegri atvinnuþátt-
töku þessa fólks en benda á að
samkvæmt núgildandi lögum
þurfi foreldrar innflytjenda
hvort sem er að sækja um at-
vinnuleyfi og sýna fram á sjálf-
stæða framfærslu.
Gerðar hafa verið athugasemdir
við ákvæði um auknar heimildir til
húsleitar ef grunur er um mála-
mynda- eða nauðungarhjónabönd.
Talsmenn Alþjóðahúss segja að
þarna eigi að gilda sömu reglur og
í öðrum tilvikum þar sem um sé að
ræða rökstuddan grun um alvar-
legt brot.
Samkvæmt frumvarpinu getur
Útlendingastofnun án dómsúr-
skurðar krafist lífsýna og farið
fram á rannsókn á erfðaefni þegar
sótt er um dvalarleyfi á grundvelli
fjölskyldusameiningar. Þetta þykir
ekki vera í samræmi við reglur um
persónufrelsi og mannréttindi.
Einnig er spurt hver eigi að sjá um
og bera kostnað af slíkri rannsókn
erlendis og bent á að ekki virðist
vera gert ráð fyrir ættleiddum ein-
staklingum.
Í frumvarpinu er kveðið á um að
það verði gert refsivert að vera
með fölsuð vegabréf eða önnur
skilríki. Talsmenn Alþjóðahúss
segja að þetta brjóti í bága við
flóttamannasáttmála Sameinuðu
þjóðanna auk þess sem bent er á að
fórnarlömb mansals séu oft með
fölsuð persónuskilríki. ■
Ungir framsóknarmenn:
Vilja ræða
ESB-aðild
EVRÓPUMÁL Stjórn Félags ungra
framsóknarmanna í Reykjavík suð-
ur skorar á stjórnvöld að hefja við-
ræður við Evrópusambandið sem
fyrst um aðild Íslands að samband-
inu. Stjórnin telur EES-samninginn
barn síns tíma og ekki tryggja
nægilega þátttöku Íslendinga í
ákvörðun mála sem kunna að varða
mikið íslenska hagsmuni.
„Eina leiðin til að hafa áhrif í
þessu sambandi er að ganga í ESB.
Áskorunin er runnin undan rifjum
ungra framsóknarmanna í Reykja-
vík-Suður og er alfarið á okkar
ábyrgð,“ segir Einar Ævarsson,
meðstjórnandi í félaginu. ■
Halldór um EFTA:
Rætt við
fjögur ríki
ALÞINGI Alls hafa nítján af þeim tutt-
ugu fríverslunarsamningum sem
EFTA hefur gert við önnur ríki tek-
ið gildi, að því er fram kom í svari
Halldórs Ásgrímssonar utanríkis-
ráðherra við fyrirspurn þingmanna
Samfylkingarinnar um fríverslun-
arsamninga EFTA.
Formlegar viðræður eru við
Kanada, Egyptaland, Túnis og
Suður-afríska tollabandalagið og
fyrir utan samninginn við Kanada
er vonast til að ljúka þeim öllum á
þessu ári. Nýlokið er viðræðum við
Líbanon og verður samningur und-
irritaður á ráðherrafundi EFTA í
Sviss í júní næstkomandi. ■
GRUNNSKÓLAKENNARAR
Frá samningafundi grunnskólakennara og
launanefndar sveitarfélaga hjá Ríkissátta-
semjara. Lítið hefur þokast í samkomu-
lagsátt, en núgildandi samningur kennara
rennur úr gildi 1. apríl næstkomandi.
ALÞJÓÐAHÚSIÐ
Margvíslegar athugasemdir hafa komið fram vegna stjórnarfrumvarps um
breytingar á lögum um útlendinga.
„Samkvæmt
frumvarpinu
getur Útlend-
ingastofnun
án dóms-
úrskurðar
krafist lífsýna.
LEIFSSTÖÐ Að minnsta kosti þrettán
útlendingum var vísað frá landinu
við komuna á Keflavíkurflugvöll í
vikunni sem leið.
Víkurfréttir hafa það eftir Jó-
hannesi R. Benedikssyni, sýslu-
manni á Keflavíkurflugvelli, að
flestir þessara einstaklinga hafi
ætlað sér að vinna hér á landi án til-
skilinna leyfa. Jóhannes segir að
þeir hafi verið búnir að fá vinnu í
iðnaði. Í sumum tilvikum gat fólkið
ekki sýnt fram á tilgang ferðarinnar
en aðrir voru með skilríki í ólagi.
Um var að ræða sex Pólverja,
þrjá Bandaríkjamenn, tvo Litháa,
einn Hvítrússa og einn Kenýa-
mann. ■
Ólöglegt vinnuafl:
Þrettán vísað úr landi