Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 26
26 28. mars 2004 SUNNUDAGUR Árið 1970 stóð Sveinn SkorriHöskuldsson prófessor við glugga á Háskóla Íslands ásamt ungum íslenskufræðingi sem ný- fluttur var til landsins eftir langa útiveru. Þeir sáu Ólaf Ragnar Grímsson ganga Suðurgötuna. Sveinn Skorri benti á Ólaf Ragnar og sagði við hinn unga mann: „Ekki kann ég að þekkja mann á velli ef þessi maður á ekki eftir að verða forsætisráðhera.“ Þetta var djarfur spádómur á þeim tíma sem Ólafur Ragnar var ungur framsóknarmaður. Hann varð reyndar ekki forsætisráðherra en var kosinn forseti Íslands árið 1996, sem er enn óvæntari niður- staða en spádómurinn fól í sér. Ólafur Ragnar segir að það hafi aldrei hvarflað að sér þegar hann var í miðju íslenskrar stjórnmála- baráttu að hann ætti eftir að verða forseti lýðveldisins. „Það kom mér mjög á óvart upp úr áramótum 1996 þegar fólk fór að leita til mín með áskoranir um forsetaframboð. Lengi vel hugleiddi ég það ekki í alvöru. Ég sagði við suma sem leituðu til mín að það erfiðasta við þá ákvörðun- in væri ekki það að fara í kosning- arnar, því ég hefði oft farið í kosn- ingar. En ef ég ynni þá væri ég hugsanlega að ráðstafa veruleg- um hluta af lífi mínu fyrir fram, því forsetaembættið er einu sinni þannig að menn hlaupa ekki frá því á miðjum velli. Erfiðasti þátt- urinn væri því að vera reiðubúinn að taka áhættuna af því að vinna.“ Fannst þér ekkert erfitt að hverfa af hinum pólitíska vettt- vangi? „Það reyndist mér mjög létt. Ég var búinn að starfa lengi í ís- lenskum stjórnmálum og þekkti þau eins og lófann á mér. Ég hef alltaf verið þannig gerður að ég þarf að takast á við ögrandi við- fangsefni sem kalla á hugsun og þekkingarleit. Ég er ekki að segja að ég hafi verið orðinn leiður á vettvangi þjóðmálanna en þar var orðið fátt nýtt til að fást við.“ Engin „séðogheyrt-væðing“ Það þarf ekki lengi að fylgjast með íslenskum fjölmiðlum til að verða var við menn sem eiga erfitt með að gleyma pólitískri fortíð Ólafs Ragnars og finnst greinilega ekki gott að vita af hon- um í embætti forseta Íslands. Gagnrýni þessa hóps hefur á stundum verið býsna kuldaleg. „Ég er þannig gerður að þetta hefur ekki áhrif á mig,“ segir Ólafur Ragnar. „Ég lít á þetta eins og fljótið sem rennur áfram. Það er ýmislegt sem flýtur á fljótinu og ekki allt jafn skemmtilegt en maður veit að það flýtur framhjá. Ef ég léti gagnrýni hafa áhrif á mig tilfinningalega eða persónu- lega væri erfitt að sinna starfinu. Það er kosið til forsetaembættis- ins og enginn sem situr í embætt- inu getur átt kröfu á að allir í landinu séu ánægðir eða lofsyngi hann. Gagnrýni og ólík sjónarmið eru eðlilegur þáttur í lýðræðinu. Það sem mér gremst hins vegar stundum er þegar menn blanda inn í umræðuna sleggjudómum um forsetaembættið sem eru byggðir á sögulegri vanþekkingu á því hvernig forsetaembættið hefur þróast og hvernig það var í tíð fyrri forseta. Þannig er reynt að draga upp mynd sem er á eng- an hátt í samræmi við staðreyndir eða sögulega þróun. Þótt mönnum sé kappsmál að gagnrýna mig, sem er út af fyrir sig allt í lagi, þá verða þeir að halda til haga því sem rétt er varðandi embættið sjálft.“ Önnur gagnrýni sem hefur heyrst er að þú hafir „séðogheyrt- vætt“ embættið. Hverju svararðu því? „Mér finnst sú fullyrðing hvorki vera rétt né fela í sér skilning á þeim breytingum sem hafa orðið á íslenskum fjölmiðl- um. Ég hef ekkert gert til að „séðogheyrt-væða“ embættið. Í fjölmiðlaumhverfi okkar hafa orðið breytingar. Annars vegar kom fram tímarit sem sérhæfði sig í myndbirtingum af ýmsum atburðum og hins vegar fóru eldri og virðulegri fjölmiðlar að myndvæðast. Í minni forsetatíð hef ég orðið að laga mig að þessu breytta fjölmiðlaumhverfi. Ég tek eftir því að jafn virðulegt blað og Morgunblaðið, sem byggir á gömlum hefðum, er farið að birta myndir af sam- kvæmislífi og félagslífi en ekki dettur mér í hug að segja að Morgunblaðið hafi „séðogheyrt- væðst“. Þetta er hluti af al- mennri þróun og því er ósann- gjarnt að halda því fram að þetta sé stefna sem forsetaembættið hafi skapað.“ „Andlát hennar lamaði mig“ Allir Íslendingar gera sér grein fyrir mikilvægum þætti fyrri eiginkonu Ólafs Ragnars, Guðrúnar Katrínar, í kjöri hans sem forseta en hún tók virkan þátt í kosningabaráttunni, ferðaðist með honum og tók til máls á fram- boðsfundum. Hún naut mikillar hylli meðal þjóðarinnar, sem syrgði hana þegar hún féll frá eft- ir erfið veikindi. „Andlát hennar lamaði mig um langt skeið, þótt það bæri kannski ekki mikið á því opinberlega,“ segir Ólafur Ragnar. „Ég fór í gegnum þau daglegu verk og gegndi þeim skyldum sem emb- ættinu fylgdu en það var mjög erfitt. Um tíma var það mér nán- ast um megn því við Guðrún Katrín vorum svo samhent, og svo miklir vinir og félagar, að það var mjög flókið að þurfa að takast einn á við tilveruna. Örlögin hög- uðu því síðan þannig að ég hitti Dorrit. Það var mikil gæfa en á engan hátt sjálfgefið hvernig til tækist. Það var flókin vegferð fyrir Dorrit að takast á við allt það sem mér fylgdi, sem var ekki einungis ég sjálfur, fjölskyldan og starfið heldur nánast heil þjóð. En þetta hefur tekist mjög vel og ég er þakklátur fyrir það. Ég tel mig vera mikinn gæfumann. Dorrit hefur veitt mér mikið liðsinni og hefur í vaxandi mæli tekið þátt í þeim störfum sem fylgja forseta- embættinu. Hún hefur sterkt net sambanda víða um veröldina, sem getur nýst landi og þjóð með margvíslegum hætti. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þessar tvær konur eiga mikinn þátt í stöðu minni og hug þjóðarinnar til mín.“ Nú er óhætt að segja að Dorrit njóti vinsælda meðal þjóðarinnar en var erfitt fyrir hana að ganga inn í hlutverk eiginkonu forseta Ís- lands? „Á ýmsan hátt var það flókið og það er ósköp eðlilegt því Guðrún Katrín hafði einstaka stöðu meðal þjóðarinnar og ég var sjálfur ekki búinn að jafna mig eftir andlát hennar. Það er ekki alveg rétt að Forsetinn er alltaf einn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur lýst því yfir að hann bjóði sig fram til endur- kjörs. Í viðtali við Fréttablaðið talar hann um árin í embættinu og hlutverk forsetans. Forsetinn er alltaf einn í ákvörðunum sínum og þeirri ábyrgð sem hann ber. Hann er kosinn einn og verður að rísa undir þessari ábyrgð einn. Það gerir forsetaembættið í senn flókið en líka spennandi og ögrandi, að ábyrgðin er al- farið á herðum forsetans. Og það er aðeins einn dómari yfir verkum forsetans. Það er þjóðin. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.