Fréttablaðið - 28.03.2004, Side 30

Fréttablaðið - 28.03.2004, Side 30
30 28. mars 2004 SUNNUDAGUR Sagan um Pétur Pan hefur margsinnis verið kvikmynduð með misjöfnum árangri. Ný mynd sem byggð er á ævintýrinu hefur slegið í gegn o Pétur Pan fagn Pétur Pan, drengurinn semvill ekki verða fullorðinn, fagnar 100 ára afmæli sínu þetta árið. Leikrit J.M. Barrie var frumsýnt árið 1904 í London og nokkrum árum seinna varð leikritið að barna- bók. Síðan hefur bókin orðið ein ástsælasta barnabók allra tíma, leikritið er enn sýnt og kvik- myndir hafa verið gerðar eftir sögunni. Þekktasta kvikmynda- gerð sögunnar er teiknimynd Disneys sem var gerð árið 1953. Steven Spielberg gerði atlögu að sögunni á sínum tíma í stjörnum prýddri mynd árið 1991 en árangurinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Spiel- berg lagði þó mikinn metnað í myndina enda mun Pétur Pan vera eftirlætis skáldsagnaper- sóna hans. Ný kvikmynd byggð á hinni frægu sögu um Pétur Pan hefur slegið í gegn og feng- ið góða dóma gagnrýnenda. Leikstjóri hennar er Ástralinn P.J. Hogan sem hefur meðal annars leikstýrt My Best Fri- end’s Wedding. „Drengir geta ekki elskað“ Maðurinn sem skapaði Pétur Pan, James Matthew Barrie, var skoskur blaðamaður, leik- ritaskáld og barnabókahöfund- ur. Allsérstakur maður sem lifði ekki beinlínis venjulegu lífi. Þegar hann var sjö ára gamall lést bróðir hans, David, í slysi. David hafði verið eftir- lætisbarn móður sinnar og hún féll í þunglyndi eftir dauða hans. Barrie reyndi að ná at- hygli hennar með því að klæð- ast fötum hins látna bróður síns. Í kjölfarið varð samband móður og sonar svo náið að það var næstum óhuggulegt. Freud- istar hafa talið Barrie afar hentugan efnivið í sálgreiningu. Þegar hann var orðinn 1.50 á hæð hætti hann skyndilega að vaxa, hann þjáðist af mígreni og brosti sárasjaldan. Hálf- fertugur kvæntist Barrie leikkonu en hann var getulaus. Hjónabandið stóð í 15 ár en þá skildu hjónin. „Drengir geta ekki elskað,“ sagði Barrie. Meðal vina Barrie í bók- menntaheimi Lundúna voru George Bernhard Shaw, Arthur Conan Doyle og H.G. Wells. Barrie sagði eitt sinn við Wells: „Það er ágætt að geta skrifað bækur en geturðu blakað eyr- unum?“ Þegar vinur tók eftir því að Barrie pantaði sér rósa- kál á hverjum degi gaf Barrie eftirfarandi skýringu: „Ég stenst ekki freistinguna. Mér finnst svo gaman að bera fram orðið „rósakál“. Um tíma var Barrie félagi í krikkettklúbbi ásamt rithöfundunum Jerome K. Jerome, Arthur Conan Doyle og P.G. Wodehouse. Doyle var eini meðlimur klúbbsins sem kunni að leika krikkett. Pétur Pan varð til þegar Pétur Pan neitar að verða fullorðinn og flýr að heiman til að forðast þau örlög. Hann nýtur þess að láta stúlkuna Wendy þjóna sér. Hann er sjálf- hverfur og getur ekki tengst öðrum. Hann þolir ekki skuldbindingar og vill engu fórna vegna annarra. Hann á sér griðastað í Hvergilandi þar sem hann leikur sér all- an daginn. Þeir sem njóta þess að leggjast í djúpsál- arpælingar komast sannar- lega í feitt þegar Pétur er annars vegar. ,, MICHAEL JACKSON Pétur Pan nútímans. Á heima í Hvergilandi og neitar að verða fullorðinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.