Fréttablaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 48
KÖRFUBOLTI Anna María Sveins-
dóttir ætlar að reynast Stúdínum
erfið í úrslitaleikjum liðanna um
Íslandsmeistaratitil kvenna í
körfubolta. Anna María, sem er
orðin 34 ára og er að elta ellefta
Íslandsmeistaratitil sinn, skoraði
22 stig, tók 12 fráköst og gaf 7
stoðsendingar þegar Keflavík
vann annan leik úrslitaeinvígisins,
67–77, gegn ÍS í Kennara-
háskólanum í gær.
Anna María gaf tóninn strax í
byrjun, skoraði 12 stig af fyrstu 19
stigum Keflavíkurliðsins í fyrsta
leikhluta og setti þá niður 5 af 6
skotum sínum. Keflavík náði fyrir
vikið strax 13 stiga forskoti, 6–19,
og þennan 13 stiga mun tókst
Stúdínum aldrei að brúa í leiknum.
Stúdínur átti nokkra góða kafla en
þær náðu aldrei að komast yfir og
nú geta Keflavíkurkonur tryggt
sér titilinn á heimavelli í þriðja
leiknum á mánudagskvöldið.
Anna María átti eins og áður
sagði stórleik líkt og í fyrsta
leiknum. Eins var Birna Valgarðs-
dóttir mjög góð en hún skoraði 18
stig. Þá var Svava Ósk Stefáns-
dóttir með 12 stig.
Stúdínur lögð ofurkapp á að
stoppa Erlu Þorsteinsdóttur, sem
skoraði 9 stig en fyrir vikið opnað-
ist fyrir aðra og Anna María nýtti
sér þetta alveg sérstaklega vel.
Hjá ÍS átti Casie Lowman sinn
langbesta leik í úrslitakeppninni,
skoraði 21 stig og gaf 6 stoðsendin-
gar, og Alda Leif Jónsdóttir gaf
einnig allt í leikinn og endaði með
17 stig og 7 stolna bolta. Hafdís
Helgadóttir skoraði síðan 9 stig og
Lovísa Guðmundsdóttir átta. ■
48 28. mars 2004 SUNNUDAGUR
HANDBOLTI Íslenska handboltalands-
liðið fær allt annað en auðvelt
verkefni á Ólympíuleikunum í
Aþenu í sumar en dregið var í riðla
í gær. Íslensku strákarnir drógust
í A-riðil þar sem eru auk Íslendinga
lið heimsmeistara Króata, Rússa,
Spánverja, Slóvena og Kóreu-
manna. Í B-riðli leika Evrópu-
meistarar Þjóðverja, Frakkar,
Ungverjar, Egyptar, Brasilíumenn
og Grikkir.
„Það er alveg ljóst að við erum í
erfiðari riðlinum enda mátti búast
við því út frá því hvernig er dregið
í þessa riðla. Grikkir fengu að velja
sér riðil og því kom það í okkar hlut
að enda í mun erfiðari riðli,“ sagði
Guðmundur Guðmundsson lands-
liðsþjálfari. „Þarna eru heims-
meistararnir, fyrrverandi Ólympíu-
meistarar, silfurliðið frá síðustu
EM og svo Spánn þannig að þetta er
mjög sterkur riðill.
Þessi dráttur mun ekki hafa nein
áhrif á undirbúning okkar en ég
ætla að fara strax í það að reyna að
fá leiki við Þjóðverja og Frakka á
undirbúningstímabilinu fyrst við
erum ekki með þeim í riðli. Ég var
búinn að tala við Þjóðverja en mun
fara í það strax að reyna að koma á
leik við Frakka. Það væri gott að fá
leik við þá því þeir spila framliggj-
andi vörn líkt og Króatar og
Rússar,“ sagði Guðmundur. ■
Íslenska handboltalandsliðið í A-riðli á ÓL:
Erfitt verkefni í Aþenu
Aftur stórleikur
hjá Önnu Maríu
Keflavíkurkonur eru einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum í kvenna-
körfunni eftir 77-67 sigur á ÍS í öðrum úrslitaleik liðanna.
ANNA MARÍA Á FLEYGIFERÐ Í ÁTT AÐ 11. ÍSLANDSMEISTARATITLUNUM
Anna María Sveinsdóttir átti stórleik í sigri Keflavíkur á ÍS í gær.
ERFIÐIR MÓTHERJAR
Það bíður erfitt verkefni þeirra Guðmundar
Guðmundssonar landsliðsþjálfara og íslen-
ska handboltalandsliðsins í Aþenu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T