Fréttablaðið - 04.04.2004, Síða 6

Fréttablaðið - 04.04.2004, Síða 6
6 4. apríl 2004 SUNNUDAGUR ■ Evrópa Veistusvarið? 1Hvaða þungarokkshljómsveit munhalda tónleika í Egilshöll 4. júlí? 2Hvar fann spænska lögreglan sprengjuí fyrradag? 3Hversu mikið munu afnotagjöld Ríkis-útvarpsins hækka 1. maí? Svörin eru á bls. 51 LANDSVIRKJUN Friðrik Sophusson, for- stjóri Landsvirkjunar, sagði í ræðu sinni á samráðsfundi Landsvirkjun- ar að andstæðingar virkjanafram- kvæmda hefðu með áróðursbrögð- um reynt að koma í veg fyrir þátt- töku erlendra banka í sambankaláni til fyrirtækisins. Þrátt fyrir þetta hafi töluverð umframeftirspurn verið um þátttöku í láninu. Hagnaður Landsvirkjunar nam einum og hálfum milljarði í fyrra en var tæplega sex milljarðar árið áður. Í máli forstjóra kom fram að stærsta ástæða þess að hagnaður hefði minnkað hefðu verið breyting- ar í ytra umhverfi Landsvirkjunar. Árið 2002 var fjármagnskostnaður fyrirtækisins neikvæður um 1,8 milljarða en jákvæður um 1,6 millj- arða í fyrra. Sveiflan er 3,4 milljarð- ar króna. Þá drógust tekjur vegna raforku- sölu til stóriðju saman um þrettán prósent í fyrra. Friðrik sagði að þetta skýrðist af lækkun á gengi Bandaríkjadals í fyrra en samning- ar um greiðslu fyrir raforku til stór- iðju eru gerðir í Bandaríkjadölum og tengjast einnig verði á áli. ■ Vopn í viðvarandi atkvæðaveiðum Sérfræðilæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir einstaka stjórnmálamenn í héraði espa upp deilur um D-álmu sjúkrahússins og nota sem vopn í viðvarandi atkvæðaveiðum sínum. Þróun öldrunarþjónustu sé ekki einföld en á réttri leið. HEILBRIGÐISMÁL „Þetta eru raka- laus læti á ófaglegum forsend- um,“ sagði Sigurður Árnason sérfræðilæknir á sjúkrahúsinu í Keflavík um þá orrahríð sem stendur yfir vegna notkunar svokallaðrar D-álmu sjúkrahúss- ins. Undirskriftarlistar ganga nú á Suðurnesjum til að mótmæla breyttum áherslum á notkun deildarinnar, sem íbúarnir telja að þjóni ekki sem öldrunardeild eins og upphaflega hafi verið gert ráð fyrir. Þá eru fyrirhuguð fundarhöld stjórnenda sjúkra- hússins með heilbrigðisyfirvöld- um. Sigurður sagði að um 80 pró- sent þeirra sjúklinga sem legið hefðu undanfarið ár á sjúkarhús- inu í Keflavík væru 67 ára og eldri. Helmingur þeirra myndi vera inni á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi ef D-álman veitti ekki þá þjónustu sem þar væri í boði nú. Nær allir sjúklingar á dag- deild og fimm daga deild sjúkra- hússins væru aldraðir. Meira en 90 prósent þeirra sem fengju heimahjúkrun væru 67 ára og eldri. Starfsfólk heimaþjónust- unnar hafi fullyrt að enginn sem nyti heimaþjónustu væri í bráðri þörf fyrir hjúkrunardeild. „Það eru þeir sem eru inni á spítalanum hjá okkur sem eru í bráðri þörf fyrir hjúkrunar- deild,“ sagði Sigurður. „Það gengur eins og hendi sé veifað að koma öldruðu fólki í langlegu- pláss hérna. Í Víðihlíð í Grinda- vík, sem er því miður eina hjúkr- unardeildin okkar, eru 2–4 pláss laus á hverjum tíma vegna þess að fólk vill ekki fara á þá deild.“ Sigurður sagði að þegar upp- haflega hefði verið safnað fyrir D-álmunni sem öldrunardeild hefði ríkt allt annar hugsunar- háttur. Nú vildu aldraðir vera heima eins lengi og kostur væri með þeirri þjónustu sem í boði er. „Við höfum tekið mið af því og verið að byggja þetta upp sem nútímaöldrunarþjónustu,“ sagði hann. „Það gefur villandi mynd þegar umræðan fer yfir á það plan að það sé bara ein lausn á málum sem eru í raun afar flók- in viðureignar. Það er sárt að vita að einstakir stjórnmála- menn okkar æsi þessi mál upp á röngum og ófaglegum forsend- um sem vopn í viðvarandi at- kvæðaveiðum sínum.“ Sigurður sagði framkomna staðhæfingu um að 70 aldraðir væru á biðlista eftir vist á öldr- unardeild alranga. 21 væri í bráðri þörf, 4 í meðalþörf og 5 í lítilli þörf. Allt þetta fólk fengi heimahjúkrun svo það gæti verið heima hjá sér. jss@frettabladid.is NORRÆNA Um 30 tonn af nýslátruðum laxi frá Sæsilfri í Mjóafirði fór utan með skipinu. Seyðisfjörður: Norræna í fisk- flutningum AUSTURLAND Fiskseljendur hafa greinilega tekið vetrarsiglingum færeysku ferjunnar Norrænu vel því í síðustu ferð fóru á fjórða hundrað tonn af ferskum fiski með ferjunni. Um 30 tonn af nýslátruðum laxi frá Sæsilfri í Mjóafirði fór utan með skipinu, tveir togarar Samherja lönduðu á Seyðisfirði og fór hluti aflans í Norrænu, ásamt fiski á svæðinu frá Eyjafirði austur um. Meðan á vetraráætlun stendur kemur Norræna til Seyðisfjarðar á þriðjudagsmorgnum og fer aft- ur síðdegis á miðvikudögum. ■ RÁÐHERRA SEGIR AF SÉR Aðstoð- arráðherra innflytjendamála í bresku ríkisstjórninni hefur sagt af sér í kjölfar deilna um vega- bréfsáritanir til handa Austur- Evrópubúum. Beverley Hughes sagðist „óafvitandi“ hafa gefið þinginu rangar upplýsingar þeg- ar hún reyndi að verja sig gegn ásökunum um að innanríkisráðu- neytið hefði veitt áritanir á grundvelli falsaðra skjala. HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA Undirskriftarlistar ganga nú á Suðurnesjum til að mótmæla breyttum áherslun á notk- un svokallaðrar D-álmu sjúkrahússins. SIGURÐUR ÁRNASON „Það gefur villandi mynd þegar umræðan fer yfir á það plan að það sé bara ein lausn á málum sem eru í raun afar flókin viðureignar.“ BERST VIÐ VIRKJANAANDSTÆÐINGA Friðrik Sophusson sagði í ræðu sinni á samráðsfundi Landsvirkjunar að virkjanaandstæð- ingar hefðu reynt að spilla fyrir Landsvirkjun þegar sótt var um lán erlendis. Landsvirkjun: Hagnaðurinn miklu minni

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.