Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2004, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 04.04.2004, Qupperneq 10
10 4. apríl 2004 SUNNUDAGUR MÓTMÆLI Á ÍTALÍU Þessi kona barði saman pottlokum í mið- borg Rómar á laugardaginn. Þar safnaðist saman um hálf milljón manna til að mót- mæla fyrirhuguðum breytingum ríkis- stjórnarinnar á eftirlaunakerfinu. FJARÐABYGGÐ Nokkrir skipverjar á rússnesku skipi sem var að lesta í Neskaupstað í vikunni brugðu undir sig betri fætinum og ákváðu að fara í sundlaug bæjarins. Ekki telst það nú til tíðinda nema það að enginn Rússanna talaði orð í ensku, hvað þá íslensku. Eftir að þeir höfðu greitt aðgangseyrinn en það tók talsverðan tíma, en ein- göngu var greitt í dollurum, fóru þeir í baðklefann. Eftir skamma stund komu þeir svo allir út og sá þá sundlaugar- vörðurinn sér til mikillar skelf- ingar að allir sem einn voru þeir á nærbrókunum og ætluðu út í laug- ina. Hann stökk út úr vaktklefan- um með fangið fullt af sundskýl- um og með látbragðsleik gerði hann þeim skiljanlegt að þeir gætu ekki farið út í laugina í nær- buxunum, þeir yrðu að fara í sundföt. Hann rétti þeim sund- skýlurnar, inn fóru þeir glaðir í bragði og höfðu buxnaskipti. Eftir að hafa verið í lauginni og heita pottinum góða stund yfir- gáfu þeir svæðið glaðir í bragði. Þegar sundlaugarvörðurinn fór svo til að taka skýlurnar til að ganga frá þeim voru þær horfnar. Rússarnir höfðu einfaldlega farið með þær með sér. Forstöðumaður sundlaugarinnar hafði samband við búlgarska konu sem býr í Nes- kaupstað og fékk hana til að setja á blað nokkur orð á rússnesku þess efnis að sundfötin hefðu að- eins verið þeim lánuð. Hann rétt náði til skipsins áður en það lét úr höfn og kom til skila því sem stóð á miðanum. Sundfötunum var skilað á svipstundu með mörgum afsökunarbeiðnum. Rússnesku sjómennirnir héldu einfaldlega að sundskýlurnar væru innifaldar í 260 króna aðgangseyrinum. ■ Lestur ungmenna hefur snarminnkað Lestur ungmenna á bókum hefur minnkað um helming á tíu árum. Strákar lesa enn töluvert minna en stúlkur. Dagblaðalestur hefur einnig dregist verulega saman. Strákar eiga fleiri tölvur og sjónvörp en stúlkur fleiri gemsa og útvarpstæki. HÉRAÐSDÓMUR REYKAVÍKUR Frá og með árinu 1997 fækkaði málum frá ríkissaksóknara mjög mikið sem rekja má til breytinga á lögum um meðferð opin- berra mála. Opinber mál hjá héraðs- dómstólum: Flest mál af- greidd innan eins árs HÉRAÐSDÓMAR Héraðsdómstólar landsins afgreiddu samtals 9.143 opinber mál í fyrra, eftir því sem fram kemur í nýrri skýrslu Hag- stofu Íslands um héraðsdómstól- ana. Af opinberum málum komu á síðustu fimm árum rúmlega 98% frá lögreglustjóraembættum en 1 til 2% eða rúmlega 100 mál á ári komu frá ríkissaksóknara. Frá og með árinu 1997 fækkaði málum frá ríkissaksóknara mjög mikið sem rekja má til breytinga á lög- um um meðferð opinberra mála. Þá var lögreglustjórum veitt ákæruvald í fleiri brotaflokkum en áður. Langflest opinber mál eru af- greidd innan eins árs, það á við um 95% mála frá ríkissaksóknara og nær öll mál frá lögreglustjór- um. Málatími hefur hins vegar lengst í báðum tilvikum. Opinber- um málum frá ríkissaksóknara lýkur í 80-90% tilfella með dóm- um en um 70% mála frá lögreglu- stjórum lýkur nú með árituðum sektarboðum. ■ SÚDAN, AP Stjórnarhermenn og ís- lamskir vígamenn stunda skipu- lagðar nauðganir og dráp á óbreytt- um borgurum í Dafur-héraði í Súd- an, að því er fram kemur í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch. Samtökin segja að hungursneyð vofi yfir ef ekki verði bundinn endir á misþyrmingarnar og hjálparstarfsmönnum veittur aðgangur að svæðinu. Í skýrslunni eru súdönsk yfir- völd sökuð um glæpi gegn mann- kyninu. Því er haldið fram að konum og ungum stúlkum sé nauðgað með skipulögðum hætti, börn numin á brott, þorp brennd til grunna og vatnsbrunnar eyðilagðir í þeim tilgangi að brjóta á bak aft- ur uppreisnina í Dafur-héraði. ■ Skipulagðar nauðganir og morð: Hungursneyð yfirvofandi SUNDLAUG NESKAUPSTAÐAR Rússnesku sjómennirnir, sem tóku sundskýlur laugarinnar með sér út í skip, héldu að þær væru innifaldar í 260 króna aðgangseyrinum. Rússneskir sjómenn í sundferð í Fjarðabyggð: Ætluðu á nærbrók- unum út í laug LESTRARVENJUR Dregið hefur veru- lega úr bóka- og dagblaðalestri ís- lenskra barna á aldrinum tíu til fimmtán ára undanfarinn áratug. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrra kannanna sem Þorbjörn Broddason, prófessor í fjölmiðla- fræði, kynnti í Háskóla Íslands í gær. Þorbjörn hefur kannað lestrar- venjur íslenskra ungmenna frá 1968 og hefur lestur almennt dreg- ist saman jafnt og þétt síðan þá. Ef litið er til síðustu tíu ára hefur hlutfall þeirra sem ekki höfðu lesið aðra bók en skólabók síðustu þrjátíu daga áður en könn- unin var gerð nær tvöfaldast. Árið 1991 hafði þriðjungur les- ið annað en skólabækur eingöngu en nú er hlutfallið innan við fimmtung. Lestur ungmenna á dagblöðum hefur einnig dregist verulega saman frá því að fyrsta könnunin var gerð 1968. Næstum því allir aðspurðir sögðust þá lesa dagblað daglega eða nær daglega. Jafnt og þétt hefur dregið úr dagblaða- lestri og nú lesa um fjórir af hverjum tíu dagblað á hverjum degi. „Þetta finnst mér athyglisverð- ar niðurstöður og umhugsunar- vert fyrir þá sem standa í blaðaút- gáfu. Þó svo að þetta séu ung- menni eru þetta verðandi kaup- endur. Ekki síst eru niðurstöðurn- ar áhugaverðar í ljósi þess að nú erum við með útbreiddasta dag- blað landsins til þessa, Fréttablað- ið, en samt hefur lestur dregist saman,“ segir Þorbjörn. Könnunin leiðir einnig í ljós að fjöldi sjónvarpstækja á heimilum hefur stóraukist. „Sjónvarpið, sem áður var sameiningartákn heimilanna, er að breytast í einstaklingstæki. Jafnvel þótt horft sé á sama efni er það gert í sitthvoru herberg- inu,“ segir Þorbjörn. Samkvæmt könnuninni er Skjár einn langvin- sælasta sjónvarpsstöð þessa ald- urshóps. Í ljós kom einnig að töluvert fleiri strákar en stúlkur eiga eigið sjónvarp eða tölvu og nota strákar jafnframt internetið í miklum mun meira mæli en stúlkur. Hann bendir hins vegar á að í ljósi þess að stúlkur hafi frá upphafi þess- ara kannana alltaf lesið meira en strákar mætti ætla að þær séu ekki síður að afla sér fróðleiks á netinu en strákar en svo virðist ekki vera. Reyndar segir hann að strákar séu mest að sækja sér tón- list og kvikmyndir á netinu sam- kvæmt könnuninni, og allt niður í tíu ára aldur. Stúlkurnar reyndust þó eiga fleiri farsíma en strákar og fleiri útvarpstæki. sda@frettabladid.is ÞORBJÖRN BRODDASON „Sjónvarpið sem áður var sameiningartákn heimilanna er að breytast í einstaklings- tæki. Jafnvel þótt horft sé á sama efni er það gert í sitthvoru herberginu,“ SÚDÖNSK KONA MEÐ BARN Mannréttindasamtök saka súdanska stjórn- arhermenn um að misþyrma óbreyttum borgurum í Dafur. Í SKÓLANUM Árið 1991 hafði þriðjungur lesið annað en skólabækur eingöngu en nú er hlutfallið innan við fimmtung.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.