Fréttablaðið - 04.04.2004, Page 19

Fréttablaðið - 04.04.2004, Page 19
19SUNNUDAGUR 4. apríl 2004 Musica Nova rís úr dvala Fyrir tæpri hálfri öld var stofn-aður í Reykjavík félagsskapur- inn Musica Nova, sem stóð fyrir flutningi á nýrri tónlist og stóð við bakið á hvers kyns nýsköpun á sviði tónlistar. Meðal stofnenda voru tónskáldin Jón Nordal, Magn- ús Blöndal Jóhannsson og Fjölnir Stefánsson. Musica Nova starfaði af miklum krafti á sjöunda áratug síðustu ald- ar, en starfsemin hefur legið niðri lengi þótt formlega hafi þetta félag aldrei verið lagt niður. Starfsemi félagsins hefur nú verið endurreist með stofnun sjóðs, sem hefur það hlutverk að styrkja flytjendur tónlistar til þess að panta ný verk hjá tónskáldum. „Það skiptir okkur ógurlega miklu máli, bæði tónlistarmenn og tónskáld, að þessi sjóður hafi verið endurvakinn. Og það er ekki síður mikilvægt að hann vaxi og dafni og verði alltaf til,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari en hún er nú formaður Musica Nova. „Það er bráðnauðsynlegt að til sé farvegur fyrir flytjendur, þann- ig að þeir geti pantað sér tónverk hjá tónskáldum. Fyrirkomulagið er líka þannig að flytjandinn ábyrgist flutning verksins um leið og hann sækir um, þannig að þetta ýtir und- ir það að verkið verði flutt um leið og það er viðurkenning á vinnu flytjandans.“ Nú þegar hefur verið úthlutað í fyrsta sinn úr hinum nýja sjóði. All bárust 45 umsóknir og voru átján verkefni af þeim styrkt. Í tilefni af fyrstu úthlutun úr sjóðnum var í gær efnt til hátíðar- tónleika í Listasafni Íslands, þar sem Hamrahlíðarkórinn flutti ís- lensk kórverk sem mörg hver voru samin sérstaklega fyrir kórinn og stjórnanda hans, Þorgerði Ingólfs- dóttur. Þess má geta að í stjórn sjóðsins situr Jón Nordal tónskáld, sem var einn af stofnendum Musica Nova árið 1959. „Það má því segja að þarna mætist fortíð og framíð í einum og sama manninum,“ segir Steinunn Birna og bætir því við að Musica Nova mæti hvarvetna miklum hlý- hug. ■ STEINUNN BIRNA RAGNARSDÓTTIR, FORMAÐUR MUSICA NOVA Musica Nova hefur enn sem fyrr það hlutverk að styðja og hvetja til nýsköpunar á sviði tónlistar. Nýsköpun MUSICA NOVA ■ Úthlutað hefur verið úr Nýsköpunar- sjóði tónlistar í fyrsta sinn eftir að félagið var vakið af dvala með myndarlegu fram- lagi borgarinnar og þátttöku bæði Ís- lensku óperunnar og tónskáldasjóðs Rík- isútvarpsins. GUÐMUNDUR KARLSSON Miklar annir eru framundan en vonir standa til að um hægist eftir ólympíuleik- ana og frídögum fjölgi eitthvað í kjölfarið. Langt síðan ég átti síðast frídag Guðmundur Karlsson er önnumkafinn maður og hefur í mörg horn að líta. Það er ekki nóg með að hann sé þjálfari frjálsíþróttalands- liðsins heldur er hann líka fast- eignasali á Höfða og í ofanálag rek- ur hann, ásamt eiginkonu sinni Björgu Gilsdóttur, íþróttavöru- verslunina Fjölsport í Hafnarfirði. Þeir eru því ekki mjög margir frí- dagarnir sem Guðmundur fær en hann er nú ekkert að kvarta yfir því. „Undanfarið ár hefur verið ansi mikið að gera hjá mér og það er nú orðið nokkuð langt síðan ég fékk síðast frídag, það verður að viður- kennast, en það er nú í góðu lagi fyr- ir unga menn að hafa nóg að gera. Það held ég nú. Hins vegar kemur alltaf af og til dagur og dagur þar sem maður getur gefið sér aðeins meiri tíma með fjölskyldunni eða slappað af yfir enska boltanum.“ En hvernig er góður frídagur að mati Guðmundar? „Það fer nú nokk- uð eftir hvaða árstíð er,“ segir hann og bætir við: „En nú þegar vorið er á næsta leyti þá nefni ég sérstaklega ferð á golfvöllinn eftir góðan morg- unmat,“ en Guðmundur er með 6,5 í forgjöf og er í sífelldri framför. „Síðan yrði dagurinn fullkomnaður með góðum grillmat í faðmi fjöl- skyldunnar. Þetta er nú eiginlega draumafrídagurinn í hnotskurn, það er nú ekkert flóknara en það.“ Guðmundur segir að auðvitað sé hægt að finna sér margt skemmti- legt að gera á frídegi en augljóslega liggi áhugamálin hjá honum í sport- inu. „Og ég er í sannleika sagt sportidjót í bak og fyrir“, segir hann og hlær. „Maður reynir sem mest að sinna fjölskyldunni og svo áhuga- málunum þegar tími gefst til og ég hef til að mynda mjög gaman af því að bregða mér í veiði í góðra vina hópi og vonandi næ ég að fjölga veiðitúrunum á næstunni en þeir hafa því miður ekki verið margir upp á síðkastið.“ En sér Guðmundur fyrir sér að frídögunum fjölgi eitthvað á næst- unni? „Já, það er ég er að vona en hins vegar verður mjög mikil törn hjá mér með frjálsíþróttalandsliðinu fram að ólympíuleikunum í ágúst en það fer svo að rofa aðeins til í þeim efnum eftir þá,“ segir athafnamað- urinn Guðmundur Karlsson. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Frídagurinn GUÐMUNDUR KARLSSON ■ Hefur í mörg horn að líta og á ekki marga náðuga daga framundan.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.