Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 20
5,0%* – Peningabréf Landsbankans www.landsbanki.is Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun 01.02.2004–29.02.2004 á ársgrundvelli. Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 560 6000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 39 23 3 /2 00 4 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 39 23 3 /2 00 4 á su nn ud eg i V ið sk ip ta fr ét ti r LANDBÚNAÐUR Markaður fyrir ís- lenskt dilkakjöt fer sífellt stækkandi. Útrás íslenskra kjöt- framleiðenda hefur bersýnilega skilað sér því eins og Frétta- blaðið greindi frá í vikunni jókst útflutningurinn um rúmlega 200 milljónir króna milli áranna 2002 og 2003. Meginástæðan fyrir þessari miklu framsókn á erlendum mörkuðum skýrist af öflugu markaðsstarfi í Banda- ríkjunum og Evrópu. Í Evrópu eru það helst markaðirnir á Ítal- íu og í Danmörku sem hafa tek- ið við sér undanfarin misseri. Eitt af þeim fyrirtækjum sem leitt hefur stóreflt markaðs- og kynningarstarf er Kjötframleið- endur ehf. sem er stærsta út- flutningsfyrirtækið á landbún- aðarafurðum. Fyrirtækið er í eigu búgreinasamtaka í naut- gripa-, sauðfjár- og hrossarækt. Óþarfi að allir séu að hræra í sömu pottunum Erlendur Garðarsson, mark- aðsstjóri Kjötframleiðenda ehf., segir ánægjulegt að markaðs- starfið sem unnið hafi verið undanfarin ár sé að skila sér. Sérstaklega ánægjulegt sé hve markaðurinn á Ítalíu hafi tekið vel við sér. Í fyrra nam útflutn- ingsverðmæti þess kjöts sem flutt var til Ítalíu tæpum 150 milljónum króna og leiddi Ítalía markaðinn fyrir íslenskt dilka- kjöt. „Kjötframleiðendur ehf. er búið að vinna í tíu ár við að selja kjötvöru frá landinu. Fyrir þremur árum báðu sauðfjár- bændur og Kaupfélagið á Hvammstanga okkur um að skoða möguleikana á að fjölga mörkuðum fyrir dilkakjöt. Það hefur verið unnið gott starf í Bandaríkjunum en við ákváðum hins vegar að einbeita okkur að Evrópumarkaði því það er óþarfi að allir séu að hræra í sömu pottunum. Eftir að hafa kortlagt Evrópumarkað komust við að þeirri niðurstöðu að mestu tækifærin lægu í mark- aðnum á Norður-Ítalíu. Þar er ríka fólkið og þar er líka fólk sem kann að borða. Ég held mér sé óhætt að segja að þarna sé helsta gourmet-fólk Evrópu.“ Galdurinn er að selja ferskt Erlendur segir að Kjötfram- leiðendur hafi fljótlega komist í samband við góða menn á Ítalíu og eftir að hafa rætt við þá hafi niðurstaðan verið sú að mark- aðssetning og sölumöguleikar væru góðir. „Við erum með umboðsmann þarna úti sem er hálfur Dani og hálfur Ítali. Hann hefur reynst okkur mjög vel því hann skilur bæði þankaganginn hjá Ítölun- um og þessa norrænu hugsun. Galdurinn í því að selja íslensk- ar landbúnaðarvörur erlendis er að selja sem mest af fersku kjöti. Frosið kjöt er ekkert verri vara. Í Evrópu er viðhorfið hins vegar svona svipað og viðhorf Íslendinga við því að kaupa frosið nautakjöt. Við viljum helst hafa það ferskt en ef það er frosið þá viljum við að það sé ódýrara. Þarna úti er ímyndin sem sagt sú að fersk vara sé miklu betri – hvort sem hún er það eða ekki.“ Nauðsynlegt að lengja slát- urtímann Erlendur segir að vegna þessa sé markmiðið núna að auka út- flutning á fersku kjöti. Það séu hins vegar ákveðin vandamál sem komi í veg fyrir að það markmið náist strax. Vandamál- in snúi fyrst og fremst að slátrun og framleiðslugetunni. Ítalía stærsti markaður- inn fyrir íslenskt kjöt Útflutningsverðmæti íslensks dilkakjöts vex stöðugt. Nýr markaður á Ítalíu leiðir framsóknina. Markaðsstjóri Kjötframleiðenda ehf. segir markmiðið að flytja meira út af fersku kjöti. Ég held mér sé óhætt að segja að þarna sé helsta gourmet- fólk Evrópu ,, ÍSLENSKT LAMBAKJÖT KYNNT Í COMO Kjötframleiðendur ehf. hafa haldið kynningar fyrir ítalska kaupendur nokkrum sinnum. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og eftir eina kynninguna óskaði einn af stærri matreiðsluskól- unum á Ítaliu eftir frekari samstarfi og stendur til að halda þemaviku í skólanum næsta haust þar sem íslenskt hráefni verður í öndvegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.