Fréttablaðið - 04.04.2004, Page 21

Fréttablaðið - 04.04.2004, Page 21
„Landbúnaðarkerfið hérna er þannig að lömbin fæðast á vor- in. Þeim er hleypt til fjalla á sumrin og svo er þeim slátrað á haustin. Að geta bara boðið upp á ferska vöru í einn mánuð á ári er ekki eitthvað sem erlendir markaðir sætta sig við. Við verðum að geta boðið upp á ferskt kjöt yfir lengri tíma. Bændur og sláturleyfishafar eru smám saman að átta sig á þessu. Til þess að geta aukið út- flutning á fersku kjöti verða þeir að teygja tímann og slátra ekki öllu í október. Það hefur þegar orðið breyting á þessu. Sláturhúsin eru byrjuð að slátra í lok júlí og eru farin að teygja tímann fram eftir hausti. Fram- tíðin hlýtur hins vegar að vera sú að sláturvertíðin standi fram í janúar eða febrúar. Ef það gengur eftir getum við boðið upp á ferskt kjöt á erlendum mörkuðum í sex til sjö mánuði á ári og það getur hinn erlendi kaupandi alveg sætt sig við.“ Hærra verð fyrir íslenskt kjöt Erlendur segir að fram- leiðslugetan og framleiðsluferl- ið sé annað vandamál. „Líkt og í gamla daga er allt stillt inn á það að slátra, hengja skrokkana upp og frysta þá síð- an.Svo hefst sögunarvinna. Auð- vitað er markaður fyrir frosið kjöt en munurinn á verðinu sem við fáum fyrir frosið kjöt og ferskt er það mikill að við höf- um lagt það til að vinnslan verði öðruvísi. Áherslan verði fyrst og fremst á ferska kjötvöru. Núna eru kannski tuttugu til þrjátíu prósent af kjötinu sem við flytjum út ferskt en við vilj- um snúa þessu hlutfalli við. Ef það tekst komumst við kannski í framtíðinni í þá skemmtilegu aðstöðu að það sé svipað verð hér heima og erlendis á ís- lenskri kjötvöru. Það yrði skemmtilegt fyrir bændur að búa við þannig aðstöðu. Þá myndu þeir sem hefðu tök á haft grundvöll til að stækka við sig.“ Íslensk útflutningsfyrirtæki eru að fá hærra kílóverð fyrir kjöt en önnur erlend fyrirtæki sem eru í samkeppni við þau. „Það byggist á þeirri djúp- stæðu sannfæringu okkar um að okkar kjöt sé betra og það er bara staðreynd að það er betra. Það hefur meira að segja verið rann- sakað. Samanburðarrannsóknir hafa sýnt að íslenskt lambakjöt stendur öðrum framar.“ Frakkland spennandi markaður Erlendur segir að viðtökurnar á Ítalíu hafi verið vægast sagt góðar. „Auðvitað var erfitt að koma fyrst inn á markaðinn. Okkar við- semjendur ytra höfðu hins vegar trú á þessu dæmi. Þeir viðskipta- vinir okkar sem hafa keypt vör- una hafa mikla trú á henni. Helsta markaðssvæðið okkar á Ítalíu teygir sig frá miðju landinu og norður. Kjötið fer bæði inn í betri verslanir og til kjötkaupmannsins á horninu. Síðan erum við að vinna í því að reyna að koma kjöt- inu í auknum mæli inn á veitinga- staði. Núna seljum við um 16 til 17 prósent á veitingastaði en við viljum auka það upp í 30 prósent. Ástæðan fyrir því er að veitinga- hús borga mjög vel fyrir vöruna og veitingahúsamarkaðurinn er ekki jafn viðkvæmur fyrir sveifl- um í heimsmarkaðsverði.“ Erlendur segist telja að sókna- rfæri séu áfram fyrir hendi á Ítalíu, en Frakkland og Japan séu einnig spennandi markaðir. „Það er sama og ekkert flutt til Frakklands. Það er erfitt að flytja landbúnaðarvörur þangað enda eru franskir bændur þekktir fyr- ir allt annað en linkind. Þeir opna ekki endilega landamærin þó Evrópusambandið segi að þeir eigi að gera það. Markaðurinn þar er samt sem áður spennandi.“ trausti@frettabladid.is 21SUNNUDAGUR 4. apríl 2004 FRAMLEIÐSLAN SKOÐUÐ Bervini, einn af stærstu kaupendum ís- lensks dilkakjöts á Ítalíu og Dehn, um- boðsmaður Kjötframleiðenda ehf. á Ítalíu, skoða íslenskt lambakjöt hjá Kaupfélaginu á Hvammstanga. LAMBALÆRI Lambalærin eru send út fersk í lofttæmdum umbúðum. Framleiðslan sem sést á þessari mynd er af svokölluðum stuttum lærum, en evr- ópskir kaupendur vilja síður sitja uppi með afganga. BETRI HORFUR Í JAPAN Nikkei hlutabréfavísitalan í Tókýó stóð í 11.815,95 stigum við lokun markaðar á föstudaginn. Þetta er hæsta staða vísitöl- unnar síðan í júní árið 2002. Frumkvöðlar: Námskeið fyrir karla Um nokkurra ára skeið hefurmeð reglulegu millibili ver- ið boðið upp á frumkvöðlanám- skeið fyrir konur, meðal annars undir nafninu Brautargengi. Nú stendur hins vegar fyrir dyrum sams konar námskeið einungis fyrir karlmenn. Námskeiðið heitir „Dugur og djörfung“. Það eru þær Elín Reynisdóttir og Guðbjörg Pétursdóttir sem standa fyrir námskeiðinu. Að sögn Elínar stendur nám- skeiðið yfir í átta vikur og kennt er einn dag á viku, þriðjudaga. „Þetta er fyrir menn sem eru með góða viðskiptahugmynd og vilja koma henni áfram og einnig fyrir þá sem eru með fyrirtæki í rekstri og vilja bæta yfirsýn í rekstrinum, koma skipulagi á hlutina og auka ný- sköpun,“ segir hún. Hún segir að á námskeiðinu sé ekki aðeins kenndir þættir varðandi gerð viðskiptaáætlana heldur öðlist þátttakendur einnig þjálfun í notkun algeng- ustu skrifstofuforrita, svo sem Word, Excel og Power Point. Þátttökugjald á námskeiðinu er áttatíu þúsund en innifalið í því er matur á námskeiðsdögun- um og öll gögn. ■ Væntingar stjórnenda: Ástandið gott en horf- ur síðri EFNAHAGSLÍFIÐ Væntingar stjórn- enda fjögur hundruð stærstu fyrirtækja landsins til þróunar í efnahagslífinu eru minni nú en í þremur fyrstu könnunum IMG Gallup og fjármálaráðuneytisins. Flestir, eða 62 prósent, telja að ástand efnahagsmála sé gott um þessar mundir en fyrir ári síðan töldu aðeins 38 prósent ástandið vera gott. Við mat á horfum í efnahagslíf- inu næstu mánuði kveður við ann- an tón. Um 28 prósent stjórnenda telja að ástandið verði betra eftir sex mánuði en töluvert fleiri, 45 prósent, telja að ástandið eftir tólf mánuði verði betri en nú. Vísitala efnahagslífsins segir til um væntingar fyrirtækja- stjórnenda og stendur hún nú í 183,8 stigum en var í 186,7 stigum fyrir hálfu ári síðan. Væntingar til stöðu efnahagslífsins eftir tólf mánuði eru minni nú en í þremur fyrri könnunum ráðuneytisins og Gallup. Í vefriti ráðuneytisins segir að almennt virðist stjórnendur fyrir- tækja í útflutningsgreinum vera svartsýnir. Meiri bjartsýni gætir hins vegar hjá þeim sem starfa við ráðgjöf, þjónustu, flutninga- starfsemi og ferðaþjónustu. ■ Skuldabréf: Á alþjóða- markað VIÐSKIPTI Frá og með næsta mánu- degi verða íslensk skuldabréf skráð í erlendu uppgjörsmiðstöð- inni Clearstream. Þetta er breyt- ing sem aðilar á fjármálamarkaði hafa beðið eftir um nokkurt skeið. Talið er að viðskipti með ís- lensk skuldabréf í uppgjörsmið- stöðinni auki mjög viðskipti með íslensk skuldabréf á erlendum mörkuðum enda er skráning skuldabréfa á viðurkenndum al- þjóðlegum mörkuðum skilyrði fyrir því að margir stórir fjárfest- ingasjóðir geti átt viðskipti með bréfin. ■ ELÍN REYNISDÓTTIR OG GUÐBJÖRG PÉTURSDÓTTIR Telja að eftirspurn eftir frumkvöðlanámskeiðum fyrir karlmenn sé töluverð um þessar mundir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.