Fréttablaðið - 04.04.2004, Side 30

Fréttablaðið - 04.04.2004, Side 30
Samstarfssjóður Nuuk-Reykjavíkur-Þórshafnar auglýsir eftir styrkumsóknum fyrir árið 2004 Reykjavíkurborg er aðili að sjóði höfuðborga Færeyja, Græn- lands og Íslands. Sjóðurinn hefur að markmiði að efla skilning og samstarf milli þessara borga, íbúa þeirra, samtaka og stjórn- málamanna og veita fjárstyrki til verkefna sem þjóna þessum markmiðum. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til verkefna sem tengjast samskiptum milli bæjanna og efla tengsl þeirra með einhverjum hætti, t.d. á sviði menningar, fræðslu eða íþrótta. Í umsókn skal lýsa fyrirhuguðum verkefnum ítarlega, fyrir- komulagi þeirra, tímasetningu og kostnaði. Skriflegri umsókn skal beint til: Samstarfssjóður Nuuk-Reykjavíkur-Þórshafnar b.t. Gunnars Eydal, skrifstofustjóra borgarstjórnar Ráðhúsi Reykjavíkur 101 Reykjavík Umsóknir berist eigi síðar en 7. maí n.k. og koma umsóknir sem síðar kunna að berast ekki til afgreiðslu. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða. Æskilegt er að umsókn fylgi þýðing á dönsku. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarstjórnar, Ráðhúsi Reykjavíkur, s: (354) 563 2000. Stjórn sjóðsins mun afgreiða umsóknir í júní n.k. Reykjavík, 31. mars 2004 Borgarstjórinn í Reykjavík 8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.