Fréttablaðið - 04.04.2004, Side 31

Fréttablaðið - 04.04.2004, Side 31
ATVINNUHÚSNÆÐI Sölumaður: Örn Helgason, GSM: 696 7070 HLÍÐARSMÁRI - 201 KÓP Erum með í sölu eða til leigu í stærri eða smærri einingum, í glæsilegu fimm hæða 4.000 m2 skrifstofu og verslunarhúsnæði, á góðum stað við Smáralind í Kópavogi. Glæsilegt útsýni, næg bílastæði, svalir, góð aðkoma, opinn og bjartur stigagangur. Húsið er einangrað að utan og klætt með stálklæðningu og steinplötum. KLETTHÁLS - 110 RVK Erum með til sölu eða leigu í fallegu húsi sem er í byggingu allt að 1619,7 m2 endabil í at- vinnuhúsnæði með allt að 10 metra lofthæð. Húsið er með stórri lóð og er á tveimur hæð- um. Jarðhæðin er 1284 m2 og milliloft 379 m2 með 2 svölum. Teikningar á skrifstofu. Mögulegt að fá minna bil. VERSLUNARHÆÐ MIÐSVÆÐI Erum með góða 373 m2 verslunarhæð á góðum stað við Skipholtið. Hæðin er með stórum útstillingargluggum, bíla- stæðum og góðri aðkomu. Mögulegt er að selja hæðina í tvennu lagi og með eða án lagerrýmis með innkeyrsluhurð. Verið er að klæða húsið að utan og skipta um glugga í því á kostnað seljanda. EIRHÖFÐI - 110 RVK Erum með til sölu 672,2 m2 atvinnuhúsnæði með mikla möguleika. Húsið er með góðri aðkomu, góðu útisvæði, góðri lofthæði og innkeyrsluhurð sem er ca. 5 metra há og ca. 3,5 metrar á breidd. Möguleg skipti á minni eign. GRANDATRÖÐ Erum með til sölu 201 m2 og 402,2 m2 ( 538,9 m2 með milli- lofti ) húsnæði með allt að 7 metra lofthæð, tveimur inn- keyrsludyrum, gluggum á fjórum hliðum, og ca 652 m2 lóð. Húsið er rúmlega fokhelt og selst í einum eða í tveimur hlut- um hvor um sig 201,1 m2 með samþykki fyrir 68.8 m≤ milli- lofti með góðum gluggum. Húsið er laust til afhendingar. FYRIR FJÁRFESTA Erum með til sölu 282 fm verslunarhúsnæði á áberandi stað í hverfi 108 með góðum leigusamningi og traustum leigutaka. Á húsnæðinu eru miklir og góðir gluggar, bæði á norður-, austur- og vesturhlið hússins. Þessi staðsetning hefur mikið auglýsingargildi. GISTIHEIMILI - 110 RVK Vorum að fá í sölu gott 607,3 m≤ gistiheimili í góðu húsi með 29 vel búnum herbergjum. Gisti- heimilið er á tveimur hæðum og verið er að innrétta þar 29 her- bergi. Á neðri hæð verða 5 her- bergi og móttaka. Á efri hæð verða 25 herbergi, matsalur, eldhús, þvottahús og skrifstofa. Í kjallara verður geymsla. Öll herbergin verða með innréttingu, ísskáp og örbylgjuofni. Gistiheimilið verður fullklárað fyrir rekstur og selt þannig. EYJARSLÓÐ-VERKST.SKRIFST. Til sölu gott atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum. Neðri hæðin er nánast einn salur með snyrtingu. Góð lofthæð og stór inn- keyrsluhurð. Efri hæðin er innréttuð sem skrifstofuhæð og er að hluta í útleigu. Mögulegt er að selja hæðirnar í sitthvoru lagi. Gott lán áhvílandi. FLUGUMÝRI - 270 MBÆ Erum með í sölu gott 544.6 m2 atvinnuhúsnæði með 2.470 m2 lóð. Húsið er stór salur og viðbygging á tveimur hæðum. Húsið hentar undir margvíslega starfsemi. Það er með 5,2 til 7,5 metra lofthæð í sal, góðum þakgluggum, stórri lóð, stækkunarmöguleikum og með þremur stórum innkeyrslu- hurðum sem eru 4,5 m á hæð og 4 m á breidd. SÍÐUMÚLI - 108 RVK Vorum að fá í sölu góða 193,4 m2 skrifstofuhæð með glæsilegu útsýni. Hæðin verður afhent með nýju gegnheilu mahogny parketi á gólf- um, stúkuð niður eftir óskum kaup- anda með öllum þeim kröfum sem gerðar eru til skrifstofuhúsnæðis í dag. Malbikuð bílastæðum fyrir ofan og neðan hús. SÚÐARVOGUR - 104 RVK Verslunar og iðnaðarhúsnæði sem er 541,6 fm á jarðhæð auk 81,3 fm. millilofts og með stórri lóð. Skipting er stór salur ný- lega innréttaður með mikilli lofthæð, dúkur á gólfi, vel innrétt- uð skrifstofa, starfsmannaaðstaða ( snyrtingar), góð kaffistofa o. fl. Lagerrými með innkeyrslu. Milliloft er með inngang frá götu og frá porti ( bakhlið) Á milliloftinu eru nokkur herbergi, snyrting, kaffistofa ofl. Í eignarhlutanum er búið að setja upp gott loftræstikerfi. Þetta er áhugaverð eign sem gæti hentað mörgum, sem eru með tví- eða þrískiptan rekstur. Á baklóð sem er malbikuð er mikið pláss td. fyrir gáma, hlutdeild í byggingarétti. Áhvílandi eru ca. 32.0 millj. OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL 09:00 -18:00 OPIÐ LAUGARGAGA FRÁ KL 13:00 - 15:00 Endurmenntunarnámskeið fyrir ökumenn sem flytja hættulegan farm Samkvæmt reglugerð nr. 984/2000 um flutn- ing á hættulegum farmi er gildistími starfsþjálf- unarvottorðs ökumanns (ADR-skírteinis) sem annast flutning á hættulegum farmi 5 ár. Heim- ilt er að framlengja gildistíma vottorðsins um fimm ár í senn hafi handhafi þess á síðustu tólf mánuðum og ekki síðar en þrem mánuðum eftir að gildistími vottorðsins rann út lokið end- urmenntunarnámskeiði og staðist próf í lok þess. Fyrirhugað er að halda eftirfarandi endur- menntunarnámskeið sem hér segir: Reykjavík: Grunnnámskeið (stykkjavöruflutningur fyrir utan geislavirk og sprengifim efni): 5. apríl 2004. Akureyri: Grunnnámskeið (stykkjavöruflutningur fyrir utan geislavirk og sprengifim efni): 07. maí 2004. Flutningur í tönkum: 08. maí 2004. Blönduósi: Grunnnámskeið (stykkjavöruflutningur fyrir utan geislavirk og sprengifim efni): 15. maí 2004. Reykjavík: Grunnnámskeið (stykkjavöruflutningur fyrir utan geislavirk og sprengifim efni): 17. maí 2004. Flutningur í tönkum: 18. maí 2004. Reykjanesbæ: Grunnnámskeið (stykkjavöruflutningur fyrir utan geislavirk og sprengifim efni): 14. júní 2004. Flutningur í tönkum: 15. júní 2004. Til að að endurnýja réttindi fyrir flutninga í tönkum verður viðkomandi að hafa gild réttindi fyrir stykkjavöruflutninga (grunnnámskeið). Skráning og nánari upplýsingar hjá umdæmis- skrifstofum Vinnueftirlitsins. Reykjavík, Bílds- höfða 16, sími: 550 4600; Norðurland eystra, Skipagötu 14, Akureyri, sími: 460 6800; Norð- urland vestra, Faxatorg 1, Sauðárkróki, sími: 455 6015; Reykjanes, Grófinni 17a, Reykjanes- bæ, sími: 421 1002. RÉTTINDANÁMSKEIÐ FYRIR BÍLSTJÓRA UM FLUTNING Á HÆTTULEGUM FARMI Fyrirhugað er að halda eftirfarandi námskeið ef næg þátttaka fæst, fyrir stjórnendur ökutækja sem vilja öðlast réttindi (ADR-skírteini) til að flytja tiltekinn hættulegan farm á vegum á Íslandi og innan Evrópska efnahagssvæðisins: Reykjavík: Flutningur á stykkjavöru (fyrir utan sprengifim efni og geislavirk efni): 14. - 16. apríl 2004. Flutningur í tönkum: 19. - 20. apríl 2004. Flutningur á stykkjavöru (fyrir utan sprengifim efni og geislavirk efni): 21. - 23. apríl 2004. Flutningur á sprengifimum farmi: 24. apríl 2004. Flutningur í tönkum: 26. - 27. apríl 2004. Akureyri: Flutningur á stykkjavöru (fyrir utan sprengifim efni og geislavirk efni): 10. - 12. maí 2004. Blönduósi: Flutningur á stykkjavöru (fyrir utan sprengifim efni og geislavirk efni): 12. - 14. maí 2004. Skilyrði fyrir þátttöku á námskeiðum fyrir flutning í tönkum og flutning á sprengifimum farmi er að við- komandi hafi setið grunnnámskeið (stykkjavöru- flutningar) og staðist próf í lok þess. Skráning og nánari upplýsingar hjá umdæmisskrif- stofum Vinnueftirlitsins. Reykjavík, Bíldshöfða 16, sími: 550 4600, Norðurland eystra, Skipagötu 14, Akureyri, sími: 460 6800, Norðurland vestra, Faxa- torg 1, Sauðárkróki, sími: 455 6015. ATH. Takmarkaður þátttökufjöldi    

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.