Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2004, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 04.04.2004, Qupperneq 49
Stórmyndaár Árna Sam VAN HELSING Leikstjóri: Stephen Sommers (The Mum- my, The Mummy Returns) Aðalhlutverk: Hugh Jackman, Kate Beck- insale. TROY Leikstjóri: Wolfgang Petersen (Das Boot, In the Line of Fire) Aðalhlutverk: Brad Pitt, Eric Bana, Or- lando Bloom. HARRY POTTER AND THE PRISONER OF AZKABAN Leikstjóri: Alfonso Cuaron Aðalhlutverk: Daniel Radcliffe, Rupert Grint, Emma Watson. THE LADYKILLERS Leikstjóri: Joel Coen Aðalhlutverk: Tom Hanks, Damon Wa- yans. THE CRONICLES OF RIDDICK Leikstjóri: David Twohy Aðallhutverk: Vin Diesel, Judi Dench. RAISING HELEN Leikstjóri: Garry Marshall Aðalhlutverk: Kate Hudson, John Corbett. SHRECK 2 Leikstjóri: Andrew Adamson, Kelly As- bury. Aðalhlutverk: Mike Meyers, Eddie Murphy, Cameron Diaz. KING ARTHUR Leikstjóri: Antoine Fuqua Aðalhlutverk: Clive Owen, Keira Knightley. THE VILLAGE Leikstjóri: M. Night Shyamalan Aðalhlutverk: Kirsten Dunst, Joaquin Phoenix. CATWOMAN Leikstjóri: Pitof Aðalhlutverk: Halle Berry, Sharon Stone. AROUND THE WORLD IN 80 DAYS Leikstjóri: Frank Coraci Aðalhlutverk: Jackie Chan, Kathy Bates. TERMINAL Leikstjóri: Steven Spielberg Aðalhlutverk: Tom Hanks, Catherine Zeta-Jones. THUNDERBIRDS Leikstjóri: Jonathan Frakes Aðalhlutverk: Bill Paxton, Ben Kingsley. THE ALAMO Leikstjóri: John Lee Hancock Aðalhutverk: Dennis Quaid, Billy Bob Thornton. ALEXANDER Leikstjóri: Oliver Stone Aðalhlutverk: Colin Farrell, Angelina Jolie. BRIDGET JONES 2: THE EDGE OF REASON Leikstjóri: Beeban Kidron Aðalhlutverk: Renée Zellweger, Colin Firth, Hugh Grant. POLAR EXPRESS Leikstjóri: Robert Zemeckis Aðalhlutverk: Tom Hanks, Michael Jeter. NATIONAL TREASUE Leikstjóri: John Turteltaub Aðalhlutverk: Nicolas Cage THE INCREDIBLES Leikstjóri: Brad Bird Aðalhlutverk: Samuel L.Jackson OCEAN’S 12 Leikstjóri: Steven Soderbergh Aðalhlutverk: George Clooney, Brad Pitt, Julia Roberts. var í öðrum enda hússins við Álfa- bakka. Síðan færði Árni út kvíarnar, keypti Nýja bíó í Lækjargötu, Aust- urbæjarbíó við Snorrabraut, opnaði Kringlubíó og nú síðast yfirtók hann rekstur Háskólabíós. Þrátt fyrir útþensluna ber Árni alltaf sterkar taugar til Álfabakk- ans. „Þetta byrjaði hérna upp frá þegar við opnuðum með Fram í sviðsljósið, eða Being There, með Peter Sellers. Hún gekk í eitt ár og fjóra mánuði á sama eintakinu sem er ábyggilega heimsmet en í þá daga fengum við bara eitt eintak af hverri mynd. Þannig að taugarnar hingað eru sterkar og ég held að það breytist aldrei hvert sem þetta fyrirtæki fer þegar fram líða stund- ir. Hér er líka öll skirfstofuvinnan unnin þó við séum með bíó út um allt.“ Ár risamyndanna En þurfti brautryðjandinn Árni Sam að berjast fyrir því að ná öllum þessum stórmyndum ársins 2004 undir sinn hatt? „Nei, nei. Það var ekkert bitist um þetta. Okkar fyrir- tæki eru bara að koma svona sterk inn núna. Þetta er nú bara þannig í þessum bransa hjá Warner, Disney, Fox, Columbia og þessum fyrir- tækjum að þetta gengur oft í bylgj- um upp og niður. Warner er kannski helsta undantekningin en þeir hafa aldrei farið neitt sérstaklega niður en aldrei neitt sérstaklega hátt upp heldur, nema sennilega á þessu ári sem þeir eru að koma svolítið upp. Það hittist svo bara þannig á núna að þessi helstu fyrirtæki okkar, Warner, Disney og Universal eru öll fjandi stór og með mikið af þessum myndum. Þetta gerist svo á sama árinu hjá þeim öllum á meðan hin fyrirtækin eru kannski aðeins ofan í öldudal.“ „Það eru venjulega örfáar mynd- ir sem toppa á hverju ári en síðan gerist alltaf eitthvað sem kemur öll- um að óvörum. Við, eða einhverjir hinna, getum þannig fengið ein- hverjar litlar myndir sem þjóta síð- an upp og að sama skapi geta alltaf komið stórar myndir sem eiga að vera stórar en klikka algerlega. Þannig er þetta í bransanum og það er nú svo gaman við þetta að geta hitt á þessar myndir sem eru litlar en gera svo góða hluti öllum að óvörum. Við gerðum þetta á sínum tíma með mynd sem heitir Funny People. Það var alveg ótrúlegt og ég held ég hafi aldrei vitað aðra eins velgengi einnar myndar. Hún kost- aði ekki neitt hingað til Íslands, bara 7000 dollara á því sem var kall- að flatt verð en þá var ekkert borg- að aukalega. Hún dró svo 55 þúsund manns í bíó. Þetta var sennilega árið 1983 og verður ekki leikið eftir í dag. Framleiðendurnir sjá til þess að baktryggja sig í öllum samning- um núna.“ Listin nærist á stórmyndunum Þegar Sambíóin yfirtóku Há- skólabíó spruttu upp gagnrýnis- raddir um að menningarlegar kvik- myndir myndu hverfa af sjónar- sviðinu og kvikmyndaklúbburinn Filmundur myndi lognast út af. Árni blæs á þetta og segir dæmin hafa sannað hið gagnstæða. „Fólk hefur verið að núa okkur bíóeigendunum um nasir að sýna ekki meira af evrópskum myndum en málið er bara að það kostar svo mikið að koma hverri mynd upp á tjaldið. Síðan er alveg sama hvað þú gerir, þessar myndir eru alltaf erf- iðar í aðsókn og þær gefa svo lítið af sér að það yrði alltaf tap á þeim. Það getur enginn verið í taprekstri og við verðum því að koma þessum myndum inn á sérhátíðir. Það er þó alltaf ein og ein mynd sem hægt er að sýna staka en það er best að hafa 3 til 4 hátíðir á ári. Við höfum margreynt þetta og gerðum til dæmis tilraun til að reka Bíóhúsið sem arthús og sýndum Betty Blue og slíkar myndir. Hún gekk að vísu vel en það er ekki hægt að reka bíó eingöngu á listrænum myndum. „Commercial“ efnið verð- ur að vera með, eins og Clint Eastwood sagði í Cannes þá verður engin artmynd án þess að hinar myndirnar ryðji brautina. Það er bara málið.“ Aðalmálið að hafa gaman af bíói Sambíóin eru fjölskyldufyrir- tæki og Árni hefur verið sýnilegur í bíóunum frá upphafi. „Ég er nú hættur að standa í miðalúgunni. Það var kominn tími til að hvíla sig á henni en ég gríp í að rífa af. Það er voðalega gott að vera hérna á álags- tímum. Þá hefur maður yfirsýn yfir allt saman og starfsfólkið virðir mann fyrir að koma og láta sjá sig. Þá rýkur maður í hitt og þetta til að hjálpa til. Starfsfólkinu finnst það þægilegt og ég hef enn reglulega gaman að því að taka þátt í hasarn- um og standa í dyrunum. Það er skemmtilegt lið hérna og það er auð- vitað númer 1, 2 og 3 að hafa gaman af bransanum og njóta þess að fara í bíó og horfa á myndir. Þeir sem eru í þessu verða að hafa þennan áhuga.“ thorarinn@frettabladid.is SUNNUDAGUR 4. apríl 2004 NO N N I O G M A N N I I Y D D A • n m 1 1 8 2 5 / sia .is Ég var alltaf voðalega hrifinn afBond í gamla daga,“ segir Árni Samúelsson og bætir því við að „skemmtimyndir“ hafi alltaf höfðað sterkt til sín. James Bond átti sitt varn- arþing í gamla Tónabíói þar til Árni opnaði Bíóhöllina og lokkaði njósnar- ann til sín. Hann sýndi síðustu Roger Moore myndina, A View To A Kill, í Bíóhöllinni og fékk svo norsku hljóm- sveitina A-ha til að vera viðstadda frumsýningu The Living Daylights í Bíóhöllinni nokkrum árum síðar. Árni kann því að meta hasar og myndir sem fara vel með poppi og kóki í myrkum bíósölum sínum og það leynir sér ekki að hann býður spenntur eftir halarófu risamynd- anna sem fer af stað hjá honum í maí. Hann hefur tekið forskot á sæluna og fullyrðir til dæmis að Tom Hanks sé „frábær“ í endurgerð Cohen-bræðra á gömlu bresku gamanmynd- inni The Ladykillers en Hanks bregður sér þar í hlutverk sem Sir Alec Guiness lék áður. „Konan mín er mjög hrifin af góðum „art“ myndum en ég er aftur á móti svona „commercial“ kall,“ segir Árni og gengst fús- lega við því að hann horfi í afþreyingargildi bíómynda. „Rain Man, með Tom Cruise og Dustin Hoffman, er samt sem áður ein af mínum uppáhaldsmyndum. Það er alveg sérstaklega góð mynd og alveg frábært hversu vel Hoff- mann leikur þennan einhverfa mann.“ ■ Hrifnastur af skemmtimyndum ÁRNI SAMÚELSSON Fer ekki leynt með hrifningu sína á því sem hann kallar „skemmtimyndir“ en lætur eigin- konunni frekar eftir listrænu myndirnar. Hann á því von á góðu á næstu mánuðum þegar risamyndir á borð við Van Helsing og Troy koma í bíó.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.