Fréttablaðið - 04.04.2004, Page 52

Fréttablaðið - 04.04.2004, Page 52
Liðið er svona í þessum skilumað vera flakkandi milli 2. og 3. deildar,“ sagði Viðar Garðarsson, formaður Íshokkísambands Ís- lands (ÍHÍ). „Það er gríðarlegur styrkleikamunur þarna á milli, sérstaklega ef horft er á liðin í 3. deild og liðin í efri hluta 2. deild- ar. Við féllum niður úr 2. deild á síðasta ári og erum aftur komnir upp.“ Íslenska íshokkílandsliðið sigr- aði í 3. deild heimsmeistarakeppn- innar um síðustu helgi og keppir í 2. deild á næsta ári. „Sagan segir okkur að það taki þrjú til fjögur ár að festa sig í sessi í 2. deildinni. Markmið okkar á næsta ári er að liðið festi sig í sessi þar inni vegna þess að við teljum að þetta sé sterkasta liðið sem við höfum átt,“ sagði Viðar. Hann býst við að Íslendingar keppi við Ástrali, Nýsjálendinga, Suður-Afríku- menn og Búlgara um sæti í 2. deildinni á næsta ári. Góðar fyrirmyndir Sigurinn í 3. deildinni vakti ekki aðeins athygli á landsliðinu heldur einnig nokkrum leik- mönnum sem sköruðu fram úr. Viðar nefnir Jónas Breka Magn- ússon, sem var valinn verðmæt- asti maður mótsins, fyrirliðann Ingvar Þór Jónsson og Jón Gísla- son sem gerði jöfnunarmark Ís- lendinga gegn Mexíkóum. „Þetta eru leikmenn sem skara fram úr og hafa sýnt gríðarlega hæfi- leika á þessu sviði,“ sagði Viðar. „Og það sem meira er og kannski jákvæðast af öllu að þeir eru allir góðar fyrirmyndir. Þeir eru allir miklir og góðir íþróttamenn, reglusamir og dug- legir við að aðstoða klúbbana sína í barna- og unglingastarfi.“ Augljósar framfarir „Við erum alveg sannfærðir um að við erum með sterkasta liðið sem við höfum átt hingað til. Við erum farnir að fá unga leikmenn sem koma úr því góða ræktunarstarfi sem félögin hafa sýnt. Við erum með gríðarlega sterkt U18-lið sem keppir í Ung- verjalandi í vikunni. Þeir eru ári á undan meistaraflokksliðinu í að verja sæti sitt í 2. deildinni.“ „Þeir sem eru elstir í A-lands- liðinu byrjuðu að spila hokkí eft- ir eigin brjóstviti og lærðu íþróttina og æfðu hana á þeim forsendum sem þá voru. Skauta- svellin voru stundum opin og stundum ekki, algjörlega háð veðri og vindum. Ungu strákarn- ir byrjuðu að æfa sjö, átta ára gamlir og hafa allan tímann not- ið handleiðslu mjög færra þjálf- ara. Félögin hafa alltaf verið með erlenda þjálfara og lagt mikinn metnað í barna- og ung- lingastarf. Það er að skila sér í sterkara og úthaldsbetra liði en nokkru sinni fyrr.“ Fleiri hallir og félög forsenda framfara Þrjú félög keppa á Íslands- mótinu, SA á Akureyri og SR og Björninn í Reykjavík. Jakarnir í Eyjum eru orðir fullgildir aðilar að ÍHÍ en hafa ekki tök á að æfa og keppa við sömu aðstæður og hin félögin. Á Höfn í Hornafirði er einnig áhugi á að stofna skautafélag. „Fleiri félög eru forsendan fyrir áframhaldandi vexti. Það er eitt af aðalmarkmiðum okkar í hreyfingunni að fjölga íþrótta- félögum,“ sagði Viðar og ÍHÍ lít- ur til stóru bæjarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. „Við get- um orðað það þannig að það eru þreifingar um stofnun félaga á þessu svæði. Það sem hindrar það í dag er fyrst og fremst að- stöðuleysið því klúbbur með öfl- ugt barna- og unglingastarf og bæði listskauta og íshokkí her- tekur eitt hús.“ Byggt var yfir skautasvellið í Laugardal árið 1998 og svellið á Akureyri stuttu síðar. Egilshöll- in var opnuð í byrjun þessa árs. „Við erum farnir að sjá mikla vakningu í Grafarvogi en ég held að hún verði ennþá meiri næsta haust. Við áttum von á að Egilshöll yrði tilbúin í upphafi tímabils en í raun og veru opnaði svellið ekki formlega fyrir en á þessu ári. Það skekkir myndina pínulítið vegna þess að foreldrar taka ákvörðun um íþróttaiðkun barnanna um leið og skólinn er að hefjast. Hins vegar er mjög góð aðsókn að svellinu og félagið er farið að finna fyrir auknum áhuga.“ Stuðningur frá alþjóða íshokkísambandinu ÍHÍ heldur úti þremur lands- liðum, A-landsliði, U20-liði og U18-liði. „Ástæðan fyrir því að Íshokkísambandið getur haldið úti þremur landsliðum er fyrst og fremst fjárstyrkur frá al- þjóðaíshokkísambandinu,“ sagði Viðar. „Stuðningurinn felst til dæmis í því að búningar landsliðanna eru greiddir af al- þjóðaíshokkísambandinu í gegn- um styrktarsamning við Nike.“ Alþjóða íshokkísambandið styrkir liðin einnig í keppnum erlendis. „Það gefur alveg auga leið að gætum aldrei gert þetta nema af þessum myndarskap hjá alþjóðaíshokkísambandinu og síðast en ekki síst vegna gríð- arlegs áhuga og stuðnings hjá foreldrum inni í okkar hreyf- ingu. Vegna þess að þau eru í raun og veru að borga stóran hluta af því sem upp á vantar fyrir sín börn, það er foreldrum annars vegar fyrir unglingaliðin og hins vegar spilurunum sem spila með fullorðinsliðinu. Þannig er þessu haldið gang- andi.“ Íslenskir Svíar Patrik Eriksson var yngsti leikmaður 3. deildarkeppninnar sem lauk um síðustu helgi. Hann er íslenskrar ættar en býr í Sví- þjóð. Daniel bróðir hans hefði líklega leikið líka en hann við- beinsbrotnaði þremur vikum fyrir mót. Viðar segir að ÍHÍ hafi ekki leitað að þessum leik- mönnum. „Það hefur frekar ver- ið þjóðerniskennd þessara ein- staklinga sem varð til þess að þeir létu vita af sér,“ sagði Viðar. „Við vorum að vona að Emil Al- engaard myndi koma. Hann er 40 4. apríl 2004 SUNNUDAGUR NÝTT Á LEIGUMARKAÐI! Heimkynni ehf, bjóða nýjar og glæsilegar íbúðir við Þórðarsveig, til útleigu á almennum leigumarkaði. Þórðarsveigur 32-36 er nýtt 33ja íbúða fjölbýlishús, vel staðsett í fögru umhverfi Reynisvatns. Um er að ræða 3ja og 4ra herbergja íbúðir. Íbúðirnar eru fullbúnar innréttingum og tækj- um. Sér inngangur er í allar íbúðir. Suðurgarður hússins nýtur skjóls af stórum gamalgrónum trjálundi, sem umlykur garðinn og gerir hann að afar fjölskylduvænu útivistarsvæði. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR ERU Á VEFNUM OKKAR W W W . H E I M K Y N N I . I S . Upp að hlið frændþjóðanna Íslenska íshokkílandsliðið sigraði í 3. deild HM um síðustu helgi. Næstu viðfangsefni verða að treysta stöðu íþróttarinnar hér á landi og efla lands- liðin. Langtímamarkmiðið er að komast upp að hlið frændþjóðanna. VIÐAR GARÐARSSON Við erum alveg sannfærðir um að við erum með sterkasta liðið sem við höfum átt hingað til. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.