Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2004, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 04.04.2004, Qupperneq 62
Hrósið 50 4. apríl 2004 SUNNUDAGUR Rocky ... fær Hannes Hólmsteinn Giss- urarson, prófessor og ævisögurit- ari, fyrir að halda andliti hvað sem á dynur og skorar nú á Helgu Kress að lesa yfir prófarkir næstu bóka sinna um Halldór Laxness. Hrikalega er hún eitthvað ekki í stuði! Ætli hún hafi hitt einhvern annan gaur? Geisp... Guð hvað ég er orðin þreytt á þessum sófa! Ég væri sko til í að henda þessum gamla druslugarmi og fá mér nýjan og fínan! Sjitt... ætlar hún að dömpa mér fyrir hinn gæjann?! Ég sá einn rosalega sætan þegar ég skrapp í bæinn í gær! Ég vissi það!! Hvernig gastu gert þetta?!! Þá hefur það fengist staðfest aðbandaríska rokksveitin Metall- ica heldur tónleika í Egilshöll þann 4. júlí. Sveitina þarf vart að kynna fyrir neinum rokkunnanda hér á landi en hún hefur verið í hópi stærstu rokksveita heims frá því hún sló í gegn með samnefndri plötu árið 1991 sem oftast er köll- uð „svarta platan“. Þetta verður í fyrsta skipti sem rokktónleikar eru haldnir í Egils- höll og því án efa þeir stærstu sem haldnir hafa verið hér á landi, fyrr og síðar, en staðurinn getur rúmað yfir 10 þúsund manns. Metallica endar Evróputúr sinn hér á landi en þeir hafa verið á stöðugu tónleikaferðalagi um heiminn frá því að sveitin gaf út plötuna St. Anger í fyrra. Með þeim kemur fjöldinn allur af fjöl- miðlafólki til þess að fylgjast með lokatónleikum þeirra í Evrópu. Sveitin kemur hingað með 60 tonn af tækjabúnaði auk þess sem íslenskar tækjaleigur neyðast til þess að kaupa inn töluverðan auka- búnað til þess að standast kröfur sveitarinnar. Aldrei hefur verið stuðst við jafn öflugt hljóðkerfi hér á landi og það sem fylgir sveit- inni. Metallica var stofnuð árið 1981 og jukust vinsældir hennar með hverri útgáfu. Hún varð fyrst allra þungarokksveita til að vinna Grammy-verðlaunin en margir vilja meina að þeir hafi unnið þau ári of seint. Sveitin hefur gefið út átta eig- inlegar breiðskífur á ferli sínum en fjölda aukaútgáfna hvort sem það eru tónleikaplötur, safnplötur eða annað. Þekktustu plötur sveit- arinnar myndu vera ...and Justice for All (1988), Metallica (1991) og Load (1996). Ekki hefur verið ákveðið hvaða íslensku sveitir koma til með að sjá um upphitun en ljóst er að þær verða fleiri en ein, og jafnvel fleiri en tvær. Stefnt er á að halda helj- arinnar rokkveislu sem á að ná yfir allan daginn og fullt verður af matsölu- og sölubásum á staðnum. Upplýsingar um miðasölu verða gerðar opinberar síðar. biggi@frettabladid.is METALLICA Metallica var stofnuð árið 1981 og er án efa ein stærsta rokksveit heims í dag. Kemur með 60 tonn af tækjabúnaði með sér. Tónlist METALLICA ■ Heldur tónleika í Egilshöll 4. júlí. Án efa stærsta sveit sem heimsótt hefur landann. Metallica til Íslands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.