Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 63
51SUNNUDAGUR 4. apríl 2004 Craaazzzy in the Creamhouse!! Besta úr 70 mínútum 2 er komin á DVD og VHS í verslanir um land allt. Tveir tímar af drepfyndnu efni ásamt fullt af aukaefni sem ekki hefur sést áður í sjónvarpi sem og stórkostlega fyndið „audio commentary“ frá Sveppa og Audda. Ómissandi fyrir alla sem ekki eru viðkvæmir og þora. Byrjið að safna... NÚNA! KOMIN Í VERSLANIR á DVD og VHS! Engar auglýsinga r milli atriða! Áritanir: Í dag sunnudag 4. apríl Skífan Kringlunni kl 16.00 - 16.45 Skífan Smáralind kl 17.00 - 18.00 ATH: Miðasalan á tónleika breskustúlknahljómsveitarinnar Sugababes hefur gengið vel og allt útlit er fyrir að miðarnir klárist fyrir tónleikana sem eru haldnir í Laugardalshöllinni á skírdag. Það er verið að moka síðustu miðunum út að sögn tónleikahaldara en innan við 1000 miðar eru eftir. Stúlkurnar eru á tónleikaferðalagi um Bret- land og hafa verið að fá prýðilega dóma en þær þykja standa sig mjög vel þar sem þær syngja „live“ á sviði. Þær eru í um það bil 90 mínútur á sviðinu á hverjum tónleikum og gefa ekkert eftir. Gellurnar eru væntanlegar til Ís- lands á miðvikudagskvöld og ætla að skella sér beint á hið víðfræga djamm í Reykjavíkurborg þannig að það er um að gera að hafa augun opin á skemmtistöðum borgarinn- ar. Þeir sem missa af stelpunum á skemmtistöðunum geta þó gengið að þeim vísum í Höllinni kvöldið eftir. Stöð 2 slær nú umsig með nýju slagorði „fyrst og fremst“ eftir að stöðin flutti kvöld- fréttatíma sinn fremst í kvölddag- skrána og fram fyrir fréttatíma Ríkissjón- varpsins. Það hefur hins vegar vakið eftirtekt að nýja slagorðið er gamalt slagorð Rásar 2 en á 15 ára afmæli Rásarinnar, fyr- ir 5 árum, var Rásin kynnt „fyrst og fremst“ í tónlist og hinu og öðru sem snertir daglegt líf fólks. Sú kenning er því sprottin upp að nýi fréttastjórinn á Stöð 2, Sigríður Árnadóttir, hafi kippt slagorðið með sér þegar hún yfirgaf RÚV í Efstaleitinu og skellti sér upp á Lyngháls. Árni Johnsen hefur flutt grjót-listaverkasýningu sína frá Reykjanesbæ til Kópavogs þar sem hún hefur verið sett upp í Vetrar- garði Smáralindar. Af þessu tilefni ætlar Árni að halda heljarinar kvöldvöku í Vetrargarðinum klukk- an 20.30 í kvöld. Þar verður að sjálfsögðu boðið upp á brekkusöng og gæti hallinn á stúkunni minnt á brekkurnar í Herjólfsdal. Árni þarf því ekki að bíða fram í ágúst til að upplifa aftur stemminguna sem hann missti af um síðustu Verslun- armannahelgi. Ekki hefur fengist staðfest hvort Róbert Marshall, staðgengill hans í Eyjum, muni taka lagið á þessari kvöldvöku eða hvort þeir muni jafnvel syngja saman og spila undir með sínum þremur gripum. Fréttiraf fólki Ég man að þegar ég var í námilærði maður mest á að vinna með fagfólki. Maður lærði í raun- inni miklu meira á því heldur en í skólanum.“ Þetta segir Nína Margrét Gríms- dóttir píanóleikari, sem ásamt KaSa-hópnum stendur fyrir því að gefa þremur ungum tónlistarnem- um tækifæri til að vinna með þaul- reyndum hljóðfæraleikurum að flutningi nokkurra tónverka nú um helgina í Ráðhúsinu í Reykjavík. Ungu tónlistarmennirnir eru sig- urvegarar í tónlistarkeppninni „Kammertónlist til framtíðar“, sem styrkt er af Samstarfssjóði Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. „Þetta er semsagt samstarf Grænlands, Íslands og Færeyja. KaSa-hópurinn fékk styrk úr þess- um sjóði til þess að efla samstarf tónlistarnema í þessum löndum. Við ákváðum að gera það með því að auglýsa eftir umsóknum frá lengra komnum tónlistarnemum, bæði söngvurum og hljóðfæraleikurum.“ Umsækjendurnir sendu inn hljóðritanir og úr þeim var valið án þess að nafn umsækjenda kæmi fram. Sigurvegararnir urðu þau Arnbjörg María Danielsen sópran- söngkona, Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og Jákup H. Lützen, fiðluleikari. Jákup er frá Færeyjum en þær Arnbjörg María og Elfa Rún eru íslenskar. „Flestar umsóknirnar sem bár- ust voru frá Íslandi. Eitthvað kom frá Færeyjum, en því miður ekkert frá Grænlandi í þetta skiptið. En það er fyllsta þörf á að örva tónlist- arnema á Grænlandi með þessum hætti, því það leynast alltaf ein- hverjir sem hafa brennandi áhuga á tónlist en vantar hvatningu.“ Í dag klukkan fimm hefjast tón- leikar í Ráðhúsinu þar sem þessir þrír ungu tónlistarnemar flytja verk eftir Schumann, Handel, Vivaldi, Haydn og Jón Ásgeirsson. Aðgangur er ókeypis, og sömuleiðis er öllum heimilt að fylgjast með æf- ingum í Tjarnarsal Ráðhússins frá klukkan 10 til 16 í dag. ■ Spreyta sig í Ráðhúsinu Á ÆFINGU MEÐ KASA-HÓPNUM Þrír ungir og efnilegir tónlistarnemar spreyta sig með þaulreyndu tónlistarfólki í Tjarnarsal Ráðhússins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Tónlekar KASA HÓPURINN ■ Almenningi er boðið að fylgjast með tónlistarfólki úr hópnum að störfum . ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Metallica Undir lestarteinum milli Ma- dridar og Sevilla Um 7 prósent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.