Fréttablaðið - 07.04.2004, Side 4
4 7. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR
Eru reglur um reynslulausn
refsifanga fullnægjandi?
Spurning dagsins í dag:
Ertu fylgjandi sölu léttvíns og bjórs í
matvöruverslunum?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
6%
Nei
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Lögreglufréttir
Steingrímur J. Sigfússon varð undrandi þegar hann las skýrsluna:
Segir Halldór aðhyllast Texas-hugmyndafræði
ALÞINGI Halldór Ásgrímsson ut-
anríkisráðherra aðhyllist Texas-
hugmyndafræði George W.
Bush bandaríkjaforseta í utan-
ríkismálum að sögn Steingríms
J. Sigfússonar, formanns
Vinstri-grænna í umræðum á
Alþingi um utanríkismála-
skýrslu ráðherrans.
„Ég varð ákaflega undrandi
þegar ég las skýrsluna. Ég átti
von á því að hann yrði á mýkri
nótum í sinni lokaræðu – í sínum
svanasöng hér,“ sagði Steingrím-
ur J. „Ég hélt að ljósi þess hvern-
ig alþjóðamál hafa verið að þró-
ast núna á síðustu vikum og mán-
uðum að það myndi votta fyrir
skilningi svo ég segi ekki sjálfs-
gagnrýni eða efasemdum í mál-
flutningi ráðherra varðandi þá
atburði sem nýliðnir eru og ríkis-
stjórn Íslands hefur tekið af-
stöðu til. Ég á þar auðvitað alveg
sérstaklega við hið ólögmæta
hernám í Írak. Það vottar ekki
fyrir neinu slíku í ræðu utan-
ríkisráðherra. Það er ekkert end-
urmat á ákvörðun íslenskra
stjórnvalda að styðja þessa inn-
rás.“
Steingrímur sagði kaflann í
skýrslu ráðherra sem fjallar um
hryðjuverkasamtök vera ótrú-
legan og gagnrýndi Halldór fyrir
að einfalda vandann.
„Þar er málum þannig stillt
upp að aðeins tvær leiðir séu
færar. Annað hvort að fylgja
harðlínustefnu Bandaríkja-
stjórnar með vopnaða íhlutun og
hörku eða sýna linkind og vilja
til að semja við glæpamenn. Það
er eins og það sé enginn milli-
vegur. Ráðherra lætur eins og
hann viti ekki af því að þjóðir
eins og Frakkar, Þjóðverjar, Kín-
verjar og Rússar hafa haft djúp-
stæðar efasemdir um harðlínu-
stefnu Bush-stjórnarinnar.” ■
ALÞINGI Árásargjarn málflutningur
og hryðjuverk öfgamanna tengist
ekki utanríkisstefnu Bandaríkj-
anna. Þetta kom fram í ræðu Hall-
dórs Ásgrímssonar utanríkisráð-
herra á Alþingi í gær þegar hann
gerði grein fyrir skýrslu um utan-
ríkis- og alþjóðamál.
„Vesturlandabúar, einkum Evr-
ópubúar, hafa tilhneigingu til að
leita rökrænna skýringa og mála-
miðlunarlausna vegna átaka,“ sagði
Halldór. „Margir spyrja því hvort
ofbeldið sé ekki afleiðing dvalar
bandarísks herliðs í Sádí-Arabíu,
stuðnings bandarískra stjórnvalda
við Ísrael eða íhlutunina í Írak?
Engar þessara skýringa standast
því bandarískt herlið er að mestu
horfið frá Sádí-Arabíu og stórfelld-
ar hryðjuverkaárásir voru gerðar á
sendiráð Bandaríkjanna í Kenía og
Tansaníu í sama mund og friðarferl-
ið fyrir botni Miðjarðarhafs stóð
sem hæst fyrir sex árum. Þá getur
andstaða við íhlutunina í Írak ekki
skýrt mannskæð hryðjuverk sömu
öfgamanna úr hópi súnníta-múslima
gegn sjía-múslimum og Kúrdum
sem eru mikill meirihluti írösku
þjóðarinnar. Ennþá síður getur
stuðningur við íhlutunina í Írak
valdið hótunum íslamskra öfga-
manna um hryðjuverk í Frakklandi.
Evrópubúar verða að horfast í augu
við þá staðreynd að það eru ekki
rökrænar skýringar á öllu atferli.“
Halldór sagði að stjórnvöldum á
Vesturlöndum hefði verið legið á
hálsi að reyna að auka öryggi al-
mennings með því að berjast gegn
öfgaöflunum í stað þess að sýna
samningsvilja.
„Þeir sem tala svo misskilja þá
hættu sem við stöndum frammi
fyrir. Þeir ganga út frá að hryðju-
verkamennirnir séu réttmætir full-
trúar hins íslamska menningar-
heims.“ Síðan spurði Halldór: „Um
hvað vilja menn semja við al-Kaída
eða gistiríki liðsmanna samtak-
anna? Útrýmingu Ísraelsríkis? Aft-
urhvarf hvað varðar jafnrétti kynj-
anna eða réttindi samkynhneigðra?
Forræði trúarlegra laga gagnvart
veraldlegum lögum? Gleymum því
ekki hver pólitísk markmið al-Kaída
og viðlíka samtaka eru. Það er með
öllu óskiljanlegt að samningar við
slík myrkraöfl skuli hvarfla að
nokkrum upplýstum manni því
samningsefnið getur ekki orðið ann-
að heldur en grundvallargildi lýð-
ræðisríkja.“
Halldór sagði að nú skipti sköp-
um að samstaða lýðræðisríkja
bresti ekki og að baráttan gegn al-
þjóðlegri hryðjuverkastarfsemi
verði hert um allan helming.
„Öll ríki, smærri sem stærri,
verða að leggja af mörkum í
þeirri baráttu. Yfirlýstur ein-
beittur vilji til að sigrast á
hryðjuverkamönnum, jafn-
vel þótt það taki ár eða jafnvel ára-
tugi, er forsenda árangurs. Um leið
verða lýðræðisríki að gæta þess að
ganga ekki ómeðvitað erinda
hryðjuverkamanna með tilgangs-
lausri skerðingu á frelsi eigin borg-
ara eða óþörfu harðræði gagnvart
borgurum annarra ríkja.“
trausti@frettabladid.is
GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON
Sagði mikilvægt að efla löggæslu á Íslandi.
Guðmundur Árni Stef-
ánsson um utanríkismál:
Talsmenn
öruggra
varna
ALÞINGI Guðmundur Árni Stefáns-
son gagnrýndi harðlega stefnu
Bandaríkjanna í utanríkismálum í
ræðu sinni í umræðum um
skýrslu ráðherra um utanríkis-
mál. Hann benti á að Samfylking-
in hefði verið ötul við að halda
uppi þessari gagnrýni, þótt hún
hafi ekki verið ein um það. „Sem
betur fer eru þeir fjölmennari en
svo hóparnir sem hafa haldið uppi
heiðarlegri, efnislegri og öruggri
gagnrýni á ýmislegt sem miður
hefur farið í hernaðarstefnu
Bandaríkjanna á undanförnum
misserum og árum.“
Hann sagði einnig að jafnaðar-
menn hefðu ávallt verið talsmenn
öruggra varna og ræddi meðal
annars um mikilvægi þess að efla
löggæslu í landinu. Hann benti á
þversögnina í því að Sólveig Pét-
ursdóttir, formaður utanríkis-
málanefndar, hefði ekki tekið svo
vel í það þegar Samfylkingin lagði
til að efla löggæslu í landinu. „Það
eru nefnilega fleiri sem geta,
kunna og vita heldur en hæstvirt-
ur ráðherra. Veröldin er ekki svo
svarthvít að þeir sem eru ekki al-
veg sammála mér í einu og öllu sé
bara ómálgir.“ ■
SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR
Hrósaði íslenskum friðargæsluliðum í um-
ræðum á Alþingi í gær.
Sólveig Pétursdóttir:
Óvissan erfið
ALÞINGI Sólveigu Pétursdóttur,
varaformanni allsherjarnefndar
Alþingis, var tíðrætt um mikil-
vægi þess að koma varnarsamn-
ingi Íslands og Bandaríkjanna á
hreint, í umræðum á Alþingi um
skýrslu utanríkisráðherra. „Það
er erfitt að hafa varnarmál lands-
ins í einhverri óvissu einkum í
ljósi atburða síðasta mánaðar. Í
samræmi við áratugalangt og vin-
samlegt samstarf Íslands og
Bandaríkjanna er ákaflega mikil-
vægt að þjóðirnar leysi þessi
vandamál hið allra fyrsta.“
Hún notaði einnig tækifærið til
að hrósa íslenskum friðargæslu-
liðum fyrir vel unnin störf og
undirstrikaði tilgang þeirra. „Ís-
lenskir friðargæsluliðar eru ekki
hermenn. Markmið þeirra er að
sinna borgaralegum verkefnum
þar sem hernaðarátökum er lok-
ið.“ ■
-ráð dagsins
Skiptið reglulega um ryksugupoka. Kraftur
ryksugunnar verður meiri og verkið léttara.
STÁLU BÍL Bíll sem hafði staðið
númerslaus við lögreglustöðina á
Húsavík var horfinn af bílaplan-
inu þegar lögreglan mætti á vakt-
ina í gærmorgun. Bíllinn fannst
skömmu síðar í íbúðarhverfi í
bænum. Stelpa og strákur, sem
ekki hafa náð tvítugsaldri, hafa
játað að hafa stolið bílnum.
HRAÐAKSTUR Fjórir voru teknir
fyrir of hraðan akstur í Rangár-
vallasýslu í gærdag. Allir öku-
mennirnir óku yfir 110 kílómetra
hraða.
ALÞINGI Það er ófrávíkjanleg afstaða
íslenskra stjórnvalda að trúverðug-
ur varnarviðbúnaður á Íslandi sé
forsenda áframhaldandi varnar-
samstarfs. Þetta kom fram í máli
Halldórs Ásgrímssonar, utanríkis-
ráðherra á Alþingi í gær.
„Ógnin sem öllum vestrænum
lýðræðisríkjum stafar af alþjóð-
legri hryðjuverkastarfsemi hefur
hert þessa afstöðu,“ sagði Halldór
þegar hann ræddi um tvíhliða varn-
arsamstarf milli Íslands og Banda-
ríkjanna. Hann sagði íslensk stjórn-
völd hafa lýst sig reiðubúin til efnis-
legra viðræðna við bandarísk
stjórnvöld um það hvernig trúverð-
ugur viðbúnaður gæti orðið á Ís-
landi til lengri tíma litið.
„Eins og kunnugt er hafa fulltrú-
ar ríkjanna átt undirbúningsfundi
en efnislegar viðræður á grundvelli
skilgreindra lágmarksvarna hafa
ekki enn hafist,“ sagði Halldór.
„Málamyndavarnir veita falskt ör-
yggi og geta því verið verri en eng-
ar. Það breytir því ekki að Íslend-
ingar verða sjálfir að bera ábyrgð á
innra öryggi og þeir verða að sýna
vilja til aukinnar þátttöku í stuðn-
ingi við ytri landvarnir ekki síst
með meiri þátttöku í friðaraðgerð-
um á vegum Atlantshafsbandalags-
ins. ■
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
Steingrímur sagðist hafa átt von á að Hall-
dór yrði á mýkri nótum í sinni lokaræðu
sem utanríkisráðherra.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Ræða utanríkisráðherra:
Málamyndavarnir
veita falskt öryggi
VARNARLIÐIÐ Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI
Efnislegar viðræður við bandarísk stjórn-
völd um áframhaldandi varnarsamstarf
hafa enn ekki hafist.
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Halldór sagði að stjórnvöldum á
Vesturlöndum hefði verið legið á
hálsi að reyna að auka öryggi almennings
með því að berjast gegn öfgaöflunum í stað
þess að sýna samningsvilja.
Samstaðan má
aldrei bresta
Utanríkisráðherra flutti á Alþingi skýrslu sína um utanríkis- og alþjóða-
mál í gær. Hann sagði brýnt að samstaða lýðræðisríkja brysti ekki í bar-
áttunni gegn hryðjuverkum.
Já
94%