Fréttablaðið - 07.04.2004, Síða 9

Fréttablaðið - 07.04.2004, Síða 9
9MIÐVIKUDAGUR 7. apríl 2004 afmælis- tilboð Þann 5. apríl 1944 hóf Þorvaldur Guðmundsson rekstur matvöruverslunarinnar Síld & fiskur. Fljótlega hóf hann framleiðslu kjötvara undir vörumerkinu Ali sem síðan hafa verið tíðir gestir á matborðum Íslendinga. Ali kjötvörur byggja á sterkri hefð vöruvöndunar og nýsköpunar þar sem kappkostað er að neytandinn upplifi gæði íslenskra landbúnaðarafurða, auk þess sem áhersla er lögð á nýjungar og framþróun í vöruframboði Ali. Við trúum því að neytendur sækist eftir þessum eiginleikum í þeim kjötvörum sem þeir kaupa og leggjum okkur fram um að standast væntingar þeirra. Um leið og Ali þakkar Íslendingum fyrir samfylgdina síðustu 60 árin vonast fyrirtækið til þess að eiga ánægjuleg viðskipti við neytendur á komandi árum. Í tilefni tímamótanna efnir Ali til afmælisveislu í samvinnu við smásöluverslanir um allt land. 1 9 4 4 - 2 0 0 4 sextíu ára hunangsreyktar kótilettur pepperoni spægipylsa bacon skinka Vörur á afmælistilboði til 20. apríl: Au gl . Þ ór h. 17 17 .5 9 BROT OG DÓMAR STEFÁNS LOGA SÍVARSSONAR ■ 29. desember 1996 Stal bifreið móður sinnar og keyrði óvar- lega um götur Reykjavíkur án ökurétt- inda, ók á ljósastaur og flúði af vett- vangi. Dómur: Skilorðsbundin ákærufrestun í 2 ár vegna ungs aldurs og vegna þess að hann var í meðferð. Hafði enn fremur ekki áður hlotið refsingu. ■ Október 1997 Líkamsárás og þjófnaður Dómur: Skilorðsbundin ákærufrestun í 2 ár. ■ 17. nóvember 1997 Rán í versluninni Litla-Horninu. Dómur: 4 mánuðir í fangelsi með fulln- ustufrestun skilorðsbundið í 3 mánuði. ■ Mars 1998 Líkamsárás Dómur: Skilorðsbundinn ákærufrestun í 2 ár. ■ Maí 1998 Þjófnaður Dómur: 75 daga fangelsi skilorðsbundið í 2 ár (fyrri dómar dæmdir upp og felldir inn í refsinguna). ■ 6. apríl 1998 Innbrot í íbúð og þjófnaður Dómur: Sjá 1. janúar 1998 að neðan. ■ 23. apríl 1998 Innbrot í Mýrarhúsaskóla og þjófnaður Dómur: Sjá 1. janúar 1998 að neðan ■ 25. eða 26. apríl 1998 Innbrot í geymslu í íbúðarhúsnæði og þjófnaður Dómur: Sjá 1. janúar 1998 að neðan. ■ Maí 1998 Innbrot í geymslu í íbúðarhúsnæði og þjófnaður Dómur: Sjá 1. janúar 1998 að neðan. ■ 10. maí 1998 Innbrot í bíl og þjófnaður Dómur: Sjá 1. janúar 1998 að neðan. ■ 10. maí 1998 Innbrot í bíl og þjófnaður Dómur: Sjá 1. janúar 1998 að neðan. ■ 24. apríl 1998 Tilraun til innbrots og þjófnaðar í Vestur- bæjarskóla Dómur: Sjá 1. janúar 1998 að neðan. ■ 9. apríl 1998 Líkamsárás Dómur: Sjá 1. janúar 1998 að neðan. ■ 18. október Líkamsárás og rán Dómur: Sjá 1. janúar 1998 að neðan. ■ 1. janúar 1998 Líkamsárás Dómur: Fyrir 10 ofantalin brot: 6 mán- aða fangelsi með frestun fullnustu þriggja mánaða af refsingunni og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum. Gæsluvarðhald sem þegar hafði verið af- plánað kom til fulls frádráttar. ■ 21. júlí 1998 Þjófnaður Dómur: 5 mánaða fangelsi með fulln- ustufrestun í 3 ár með skilorði. ■ 23. apríl 1998 Líkamsárás Dómur: Engin refsing vegna ungs aldurs og vafa um ásetning. Stefán Logi enn fremur í meðferð á Vogi og kvaðst ætla í Iðnskólann. ■ 10. júlí 1999 Varsla á 1,2 g af hassi Umferðarlagabrot Dómur: Ökuréttarsvipting í 8 mánuði og sekt. ■ 21. maí 2002 Umferðalagabrot Dómur: Sekt. ■ 2. ágúst 2002 Stórfelld líkamsárás. Dómur: Tveggja ára fangelsi. ■ 2. ágúst 2002 Líkamsárás Dómur: Dæmdur með ofangreindu og neðangreindu broti í tveggja ára fang- elsi. ■ 13. apríl 2002 Hylming og að taka við þýfi Dómur: Dæmdur með tveimur ofan- greindum brotum í tveggja ára fangelsi. Heimild: Héraðsdómur Reykjavíkur STÁLU BÍL Bíll sem hafði staðið númerslaus við lögreglustöðina á Húsavík var horfinn af bíla- planinu þegar lögreglan mætti á vaktina í gærmorgun. Bíllinn fannst skömmu síðar í íbúðar- hverfi í bænum. Stelpa og strákur, sem ekki hafa náð tví- tugsaldri, hafa játað að hafa stolið bílnum. FÉKK Í SKRÚFUNA Daðey GK fékk í skrúfuna 25 sjómílur vestur af Sandgerði í gær. Björgunarskip Slysavarna- félagsins Landsbjargar, Hannes Þ. Hafstein, fór á staðinn og skáru kafarar úr skrúfunni. Gat áhöfn Daðeyjar haldið áfram veiðum að því loknu. Veður var gott og engin hætta á ferðum. RANIA DROTTNING Rania, drottning Jórdaníu, ræðir við hátt- setta embættismenn í Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum á fjáröflunarsam- komu á Royal Mirage-hótelinu í Dubai. BANDARÍKIN, AP Annar af tveimur Marsjeppunum, Spirit, hefur lokið við öll verkefnin sem hann átti að inna af hendi, en heldur samt ótrauður áfram. Ætlun NASA, Geimvísindastofnunar Bandaríkj- anna, með Spirit og tvíbura hans, Opportunity, er að kanna hvort ein- hvern tímann hafi runnið vatn á Mars. Spirit hefur nú verið níutíu daga á Mars og sýnir engin merki um að vera að gefast upp. Að sögn NASA hefur ferðin gengið vonum framar og tvíburajepparnir hafa þegar skil- að mikilvægum upplýsingum og myndum frá rauðu plánetunni. ■ Marsleiðangur NASA: Spirit lýkur verkefni sínu YFIRBORÐ MARS Geimjeppinn Spirit hefur gert ýmiss konar rannsóknir á yfirborði Mars í því skyni að kanna hvort vatn hafi runnið á plánetunni. ■ Lögreglufréttir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.