Fréttablaðið - 07.04.2004, Page 12
12 7. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR
ÓTTI VIÐ HRYÐJUVERK
Ítalskur lögreglumaður stendur vörð á
Malpensa-flugvellinum í Mílanó. Öryggis-
gæsla hefur verið efld til muna á flugvöll-
um og öðrum fjölförnum stöðum á Ítalíu
af ótta við að hryðjuverkamenn láti til
skarar skríða á meðan á páskahátíðinni
stendur.
UPPGJÖR Eigið fé Ríkisútvarpsins
var um áramót einn tíundi hluti
þess sem það var í árslok árið
2000. Eigið fé RÚV var tæpar 900
milljónir í árslok árið 2000, en var
82 milljónir í árslok í fyrra. Miðað
við að tap síðasta árs hafi haldið
áfram fyrstu þrjá mánuði þessa
árs er eigið fé Ríkisútvarpsins að
klárast um þessar mundir.
Neikvætt eigið fé þýðir að fyr-
irtæki eiga ekki fyrir skuldum og
er því tæknilega gjaldþrota Af-
notagjöldin hafa undanfarin ár
staðið fyrir ríflega tveimur þriðju
hlutum tekna Ríkisútvarpsins.
Þriðjungur eru aðrar tekjur svo
sem auglýsingatekjur og kostanir.
Með versnandi stöðu eykst fjár-
magnskostnaður RÚV sem nam
rúmum 200 milljónum á síðasta
ári. Skuldir RÚV námu um áramót
4,5 milljörðum króna af 4,5 millj-
arða eignum. Eiginfjárhlutfallið
var því tæplega tvö prósent um
áramót.
Dagskrá er langstærsti kostn-
aðarliður RÚV og nam hann tæp-
lega 2,2 milljörðum króna á síð-
asta ári. Ef tekjur aukast ekki
verulega liggur fyrir að skera
verður niður í dagskrárgerð. ■
JERÚSALEM, AP Ísraelski herinn
segist hafa sprengt upp jarðgöng
sem herskáir Palestínumenn á
Gaza-ströndinni notuðu til að
smygla vopnum frá Egyptalandi.
Ísraelar hafa fundið áttatíu slík
göng síðan uppreisn Palestínu-
manna hófst að nýju fyrir þrem-
ur árum.
Göngin lágu frá Egyptalandi
að flóttamannabúðunum í Rafah
á Gaza-ströndinni. Síðan árið
2000 hefur ísraelski herinn ítrek-
að gert áhlaup á búðirnar og jafn-
að við jörðu fjölda húsa í grennd
við landamærin. ■
KANADA, AP Yfirvöld í Bresku Kól-
umbíu í Kanada hafa ákveðið að
láta slátra nítján milljónum
kjúklinga og kalkúna til að hefta út-
breiðslu fuglaflensu. Þegar hefur
um 400.000 alifuglum verið slátrað
í héraðinu vegna sjúkdómsins.
Tveir starfsmenn á kanadískum
alifuglabúum hafa smitast af
veirunni sem veldur fuglaflensu en
þeir hafa báðir náð fullum bata. Það
afbrigði fuglaflensunnar sem
greinst hefur í Kanada er mun
hættuminna en það sem olli dauða á
þriðja tug manna í Asíu fyrr á
þessu ári. ■
EIGIÐ FÉ AÐ HVERFA
Ríkisútvarpið hefur verið rekið með miklu
tapi undanfarin ár. Stofnunin stefnir í
tæknilegt gjaldþrot takist Markúsi Erni út-
varpsstjóra og hans fólki ekki að skera nið-
ur kostnað eða auka tekjur.
RÚV UPPGJÖRSTÖLUR
2003 2002 2001 2000
Afnotagjöld 2.123 2.108 1.985 1.819
Tekjur 3087 2976 2.771 2.662
Tap 314 188 250 92
Eigið fé 82 396 721 894
Allar tölur í milljónum króna
Ársreikningur RÚV:
Stefnir í tæknilegt gjaldþrot
ALIFUGLAR
Landbúnaðarráðherra Kanada segir að öllum alifuglum á um 600 býlum í bresku
Kólumbíu verði slátrað til að hefta útbreiðslu fuglaflensu.
Fuglaflensan í Kanada:
Nítján milljónum
fugla slátrað
HERMAÐUR RANNSAKAR GÖNG
Ísraelskur hermaður skoðar göng sem fundust í húsi í flóttamannabúðunum í Rafah.
Vopnum smyglað frá Egyptalandi:
Herinn
sprengir göng