Fréttablaðið - 07.04.2004, Side 22
22 7. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR
Vilja banna birtingu upplýsinga úr skattskrám:
Einkaskattrannsóknum ljúki
SKATTAR Þrettán þingmenn stjórn-
arflokkanna hafa lagt fram frum-
varp sem felur í sér að opinber
birting og framlagning álagningar-
og skattskráa verði lögð af. Fyrsti
flutningsmaður frumvarpsins er
Sigurður Kári Kristjánsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks.
Í greinargerð segir að veiga-
mestu rökin að baki frumvarpinu
séu þau að telja verði að birting
álagningar- og skattskráa sam-
kvæmt ákvæðum núgildandi laga
brjóti meðal annars gegn rétti ein-
staklinga til friðhelgi einkalífs.
Tíunduð er árleg umfjöllun
fjölmiðla um upplýsingar úr
álagningar- og skattskrám og sagt
að slík fjölmiðlaumræða feli í sér
hættu á að einstaklingar verði
fyrir óverðskuldaðri áreitni
vegna tekna sinna, ýmist vegna
þess að þær þyki of háar eða of
lágar. Þá segir í greinargerðinni
að birting upplýsinganna sé til
þess fallin að grafa undan því
trúnaðarsambandi sem viðgengist
hefur á vinnumarkaði um launa-
kjör. Með því að skylda skatt-
stjóra til þess að birta upplýsing-
arnar geri ríkisvaldið trúnað um
launakjör að engu.
Í lok greinargerðarinnar segir
að verði frumvarpið að lögum
ljúki einkaskattrannsóknum borg-
aranna á hverjum öðrum. ■
SKATTAMÁL Talsmaður ítalska verk-
takarisans Impregilo, Ómar R.
Valdimarsson, segir nokkrar
ástæður vera fyrir því að útsvars-
greiðslur erlendra verkamanna
fyrirtækisins hafi ekki borist til
Norður-Héraðs og Fljótsdalshér-
aðs eins og lög gera ráð fyrir.
Hafa sveitarstjórnir beggja hér-
aða ítrekað óskað eftir liðsinni
Ríkisskattstjóra vegna málsins
enda sé nú að verða ár liðið síðan
fyrstu verkamennirnir hófu störf
við Kárahnjúka. Ómar viðurkenn-
ir að sökina sé að finna hjá
Impregilo en fleira spili þar
einnig inn í.
„Helsta skýringin er sú að
dráttur hefur verið á frágangi um-
sókna um dvalarleyfi og þar er við
okkur að sakast. Áður en dvalar-
leyfi eru veitt eru erlendir verka-
menn á svokallaðri utangarðsskrá
og þegar svo er er erfitt að átta sig
á hlut einstakra sveitarfélaga í
staðgreiðslu skatta.“
Ómar bendir þó á að sam-
kvæmt tvísköttunarsamningi Ís-
lands og Portúgal þurfi menn að
dvelja sex mánuði eða lengur í
viðkomandi landi áður en skatt-
skylda færist milli landanna.
Meirihluti erlendu verkamann-
anna við stíflugerðina við Kára-
hnjúka eru af portúgölsku bergi
brotnir. „Hjá Impregilo starfa
núna tæplega 750 útlendingar og
nýlega sendum við inn 300 um-
sóknir um dvalarleyfi. Þá eru eft-
ir tæplega 300 sem ekki hafa
starfað hér lengur en þrjá mánuði
og ekki fengið slík leyfi útgefin.
Aðeins er um nokkra einstaklinga
að ræða sem hafa dvalið hér leng-
ur en þrjá mánuði og fyrirtækinu
hefur ekki tekist að skila inn
gögnum um ennþá. Þó er unnið að
því að leggja lokahönd á það.“
Impregilo viðurkennir hins
vegar ekki neina skyldu til að inn-
heimta tryggingagjald af erlend-
um starfsmönnum sínum fyrstu
sex mánuðina sem þeir starfa hér
á landi. Helgast það af því að fólk
frá Evrópska efnahagssvæðinu er
tryggt í sínum heimalöndum
fyrstu sex mánuði sem starfað er
hér á Íslandi. Hyggjast Impregilo
menn sækja rétt sinn fyrir dóm-
stólum varðandi þetta atriði ef
þurfa þykir.
albert@frettabladid.is
Gigtarfélag Íslands:
Mælirinn
stútfullur
Sú ákvörðun innan heilbrigðis-ráðuneytisins að hætta
greiðsluþáttöku í hinum nýju
bólgueyðandi lyfjum nema að
ákveðnum skilyrðum uppfylltum
er harðlega gagnrýnd af Gigtar-
félagi Íslands. Er talið að slík
ákvörðun muni eingöngu auka all-
an kostnað þegar til lengri tíma er
litið. Enn fremur snerti þessi
ákvörðun stóran hóp fólks í land-
inu sem þjáist af gigt en það sé
staðreynd að vanda þessa fólks
hafi aldrei verið forgangsraðað
innan íslensk heilbrigðiskerfis.
Þessi ákvörðun þýði að mælirinn
sé orðinn stútfullur. ■
VIÐ KÁRAHNJÚKA
Þar starfa alls 750 erlendir starfsmenn um þessar mundir auk 300 Íslendinga.
www.os tu r. i s
Sælker
amatur
Sannir sælkerar nota hvítlaukssmjör me› steinselju á
brau›, me› pasta, í ofnrétti, til steikingar e›a á grillmat.
Hvítlaukssmjör me› steinselju
SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON
Hefur ásamt tólf þingmönnum stjórnar-
flokkanna lagt fram frumvarp um bann við
opinberri birtingu skattskráa. Þingmennirn-
ir segja að þar með ljúki einkaskattrann-
sóknum borgaranna á hverjum öðrum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
PÁSKAHÁTIÐ GYÐINGA
Strangtrúaður gyðingur í Mea Shearin-
hverfinu í Jerúsalem tekur þátt í undirbún-
ingi páskahátíðarinnar með því að brenna
brauð. Á páskum halda gyðingar upp á
ferð Móse frá Egyptalandi og í dymbilvik-
unni er bannað að neyta brauðmetis.
Kjarasamningar:
Vökull
samdi við SA
KJARASAMNINGAR Vökull-stéttarfé-
lag á Höfn í Hornafirði og Samtök
atvinnulífsins náðu í gær sam-
komulagi um nýjan kjarasamning
til næstu fjögurra ára hjá
ríkissáttasemjara. Félagsmenn
felldu í síðasta mánuði kjara-
samning Starfsgreinasambands-
ins við Samtök atvinnulífsins með
sjö atkvæða mun, 86 atkvæðum
gegn 79.
Nýgert samkomulag Vökuls og
Samtaka atvinnulífsins er sam-
hljóða þeim samningum sem tók-
ust á dögunum milli stéttarfélag-
anna og Samtaka atvinnulífsins.
Þó náði Vökull ákvæði um að at-
vinnurekendur greiða nú heil-
brigðisvottorð starfsmanna en um
það hefur lengi verið deilt.
Atkvæði verða greidd um
samninginn á næstu dögum. ■
Impregilo viðurkennir sök
Verktakafyrirtækið Impregilo viðurkennir sök vegna dráttar á umsóknum um dvalarleyfi til
handa erlendum starfsmönnum sínum. Það sé að hluta til ástæða þess að opinber gjöld skila sér
ekki til viðkomandi sveitarfélaga fyrir austan.
LUNDÚNIR, AP Leynilögreglan í
Bretlandi og Bandaríkjunum
telur sig hafa komið upp um áætl-
anir um efnavopnaárás á Bret-
land. Lítið hefur verið gefið upp
um málið að svo stöddu en talið er
að áætlanirnar hafi verið stutt á
veg komnar þegar lögreglan
skarst í leikinn. Í þeim var gert
ráð fyrir að eiturefninu osmíum-
tetroxíði yrði blandað í sprengju
sem yrði sprengd í Bretlandi, lík-
legast í London.
Mismunandi skoðanir eru um
skaðsemi osmíum-tetroxíðs en
efnið er ekki mikið notað í efna-
vopn. Sumir telja það valda því að
fórnarlömb sem anda að sér gas-
inu kafni. Aðrir telja að það valdi
einungis smávægilegri ertingu í
öndunarvegi og sé ekki nándar
nærri eins skaðsamt og til dæmis
sinnepsgas.
Ekki er enn vitað hvort þessi
fyrirhugaða efnavopnaárás teng-
ist handtökum sem bresku lög-
reglan framkvæmdi í síðustu
viku. Þá voru níu manns hand-
teknir og hálft tonn af ammóní-
umnítrati gert upptækt. ■
Breska leynilögreglan:
Efnavopnaárás afstýrt
LUNDÚNIR
Talið er líklegt að borgin hafi átt að vera
skotmark efnavopnaárásar.