Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 24
Austurbæjarskóli Skólinn tók til starfa 1930. Nemendafjöldinn var mestur upp úr 1950. Þá voru tæplega 1840 nemendur í skólan- um í allt að 11 bekkjardeildum í hverjum árgangi. Nú eru rúmlega 620 nemendur í skólanum í 27 bekkjardeildum alls. Nánari upplýsingar: www.itn.liu.se/iceland/ Verkfræðinám við Linköpingháskóla CAMPUS NORRKÖPING SVÍÞJÓÐ Enskunám á Akureyri hringdu í síma 588-0303 • 4 vikna námskeið • áhersla á talmál • 26.apríl – 20.maí Susannah Hand kennir aftur Listasmiðjan Keramik og Gler Gallery Kothúsum, Garði PÁSKATILBOÐ 15-50% AF ÖLLUM VÖRUM Opið um páskana, skírdag, laugardag og annan í páskum. Opið alla dagana frá kl. 13-17. SÍMI 422 7935 (PYLSUPARTÝ ALLA DAGANA) Lilja Guðrún Sigurðardóttir og Agnes Gunnarsdóttir 10 ára hafa báðar dansað frá fjögurra ára aldri en saman í tvö til þrjú ár. Samt kynntust þær í sex ára bekk og hafa verið bestu vinkonur síðan. Þeim finnst skemmtilegt í dansskóla. „Það er svo gaman að dansa og læra nýtt og nýtt,“ segir Lilja Guðrún. „Þetta er okk- ar áhugamál,“ bætir Agnes við. Í vetur segjast þær hafa byrj- að að læra tangó og einnig bætt við ýmsum sporum í aðra dansa. Þegar forvitnast er um árangur þeirra í keppnum upp- lýsa þær að þær eigi orðið bæði bikara og peninga. „Við höf- um stundum sigrað í okkar flokkum, síðast núna í febrúar,“ segja þær – þó án alls yfirlætis. Í Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar: Byrjuðu í tangó í vetur Lilja Guðrún og Agnes Hér er það djæf sem verið er að æfa. „Meistaranámið er ýmist 45 eða 60 einingar og það hefst á fimm vikna sumarönn. Fólk getur komið með fjölskyldurnar með sér því hér eru ágætar íbúðir,“ segir Hólmfríður Sveinsdóttir, kynningarstjóri Viðskiptahá- skólans á Bifröst. Hún segir kennslu á meist- arastigi við skólann hafa byrjað í fyrrasumar með MS-námi í viðskiptafræði og MA-námi í hagnýtum hagvísindum. Þetta útskýrir hún nánar. „MS-námið er stílað fyrir þá sem hafa bakgrunn í viðskiptafræði en MA er fyrir þá sem hafa háskólagráðu á hvaða sviði sem er. Við erum til dæmis með nýtt og spennandi nám í mennta- og menningarstjórnun í sam- vinnu við Reykjavíkurakademíuna. Þetta er kjörið fyrir skólastjórnendur, forstöðumenn safna og menningarmiðstöðva og aðra sem standa fyrir listviðburðum af ýmsu tagi.“ Sem dæmi um námsgreinar nefnir Hólmfríð- ur nútímafræði, hagnýta talnagreiningu og mannauðsstjórnun. Nú í sumar verður jafnframt boðið upp á ML-nám í lögfræði og til að útskýra það bet- ur fyrir blaðamanni segir Hólmfríður það vera fyrir þá sem vilji ná sér í málflutnings- réttindi. Fyrstu nemendurnir sem læra við- skiptalögfræði hér á landi eru að útskrifast með BS- gráðu á þessu vori á Bifröst. Þeir eru hátt í fjörutíu. Nú gefst þeim kostur á að halda áfram og taka meistaraprófsgráðu í faginu, en Hólmfríður segir suma þeirra ætla að freista gæfunnar strax á atvinnu- markaðinum. En hefur skólinn kennurum á að skipa í öllum þessum flóknu fræðum? „Það hefur aldrei verið vandamál að fá hingað kennara,“ svarar Hólmfríður. „Við fáum fólk hvaðanæ- va að til að kenna, marga úr atvinnulífinu, suma erlendis frá og enn aðra úr öðrum há- skólum hérlendis.“ Meistaranám á Bifröst: Eykur hæfni til að takast á við ábyrgðarstörf Hólmfríður Sveinsdóttir, kynningarstjóri á Bifröst segir meistaranámið í mennta- og menningarstjórnun freista margra. Kolbrún Erla Matthíasdóttir Nám með starfi sífellt vinsælla. Endurmenntun: Auknar vinsældir náms með starfi Endurmenntun verður sí- fellt vinsælli sem hefur með- al annars skilað sér í aukn- um vinsældum náms með starfi sem Endurmenntunar- stofnun Háskólans býður upp á. Í haust hefst nám á fimm námsbrautum. Að sögn Kolbrúnar Erlu Matthíasdóttur, markaðsstjóra Endurmenntunarstofn- unar, hafa vinsældir náms með starfi aukist ár hvert. Alls er boðið upp á 12 námsbrautir fyrir fólk sem vill bæta við þekkingu sína. „Við höfum verið að endurskoða sumar námsbrautirnar sem við bjóðum upp á, til dæmis mannauðsstjórnunina og nám í opinberri stjórnun og stjórnsýslu,“ segir Kolbrún Erla. Umsóknarfrestur í námið í haust er til 1. maí og takmarkast fjöldi þátttakenda við 40. „Námið miðar við fólk sem er með reynslu úr starfi en ekki að koma beint úr skóla,“ segir Kol- brún Erla sem segir þátttakendur yfirleitt mjög ánægða með námið þótt það sé strembið að vera í fullu námi með skóla. „Við kennum yfirleitt einn virkan dag kl. 16–20 og annaðhvort föstudag kl. 14–18 eða laugardag kl. 9–12. Fyrir áhugasama er rétt að geta þess að 27. apríl verður opinn kynningarfundur á námi með starfi. Námsbrautir sem hefjast í haust Markaðs- og útflutningsfræði Rekstrar- og viðskiptanám Mannauðsstjórnun Verkefnastjórnun – leiðtogaþjálfun Stjórnun og rekstur fyrir sjálfstætt starfandi sérfræðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.