Fréttablaðið - 07.04.2004, Page 25

Fréttablaðið - 07.04.2004, Page 25
Miðvikudagur 7. apríl 2004 NÁM SA M H LI Ð A ST ARFI NÁM H A U S T 2 0 0 4 S A M H L I Ð A S T A R F I LÆRÐU MEIRA MEÐ ENDURMENNTUN H im in n o g h a f KYNNTU ÞÉR MÖGULEIKANA REKSTRAR- OG VIÐSKIPTANÁM ● Þriggja eða fjögurra missera nám. ● Hefst í ágúst 2004. ● Umsóknarfrestur er til 1. maí 2004. MARKAÐS- OG ÚTFLUTNINGSFRÆÐI ● Tveggja missera nám. ● Hefst í ágúst 2004. ● Umsóknarfrestur er til 1. maí 2004. MANNAUÐSSTJÓRNUN ● Þriggja missera nám. ● Hefst í ágúst 2004. ● Umsóknarfrestur er til 1. maí 2004. VERKEFNASTJÓRNUN _ LEIÐTOGAÞJÁLFUN ● Tveggja missera nám. ● Hefst í ágúst 2004. ● Umsóknarfrestur er til 1. maí 2004. OPINBER STJÓRNSÝSLA OG STJÓRNUN ● Námið er í endurskoðun. ● Áætlað er að endurskoðað nám fari af stað í upphafi ársins 2005. STJÓRNUN OG REKSTUR Í HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU ● Námið er í endurskoðun. ● Endurskoðað nám fer af stað haustið 2005. STJÓRNUN OG FORYSTA Í SKÓLAUMHVERFI ● Tveggja missera nám. ● Hefst í janúar 2005. STJÓRNUN OG REKSTUR FYRIR SJÁLFSTÆTT STARFANDI SÉRFRÆÐINGA ● Tveggja missera nám. ● Hefst í ágúst 2004. ● Umsóknarfrestur er til 1. maí 2004. SÁLGÆSLA ● 8 námskeið sem samsvara alls 27 einingum. Nánari upplýsingar: www.endurmenntun.is _ sími: 525-4444 Víngerðarlist! Áman stendur fyrir námskeiði í heimavíngerð þann 15. apríl n.k. kl. 19:00. Farið verður yfir ferilinn við víngerðina og gefin góð ráð. Leiðbeinendur eru starfsmenn Ámunnar. Lengd u.þ.b. 2 klukkustundir. Verð kr. 2.000- og innifalið er byrjunarsett. Þátttakendum býðst 20% afsláttur af öllum vörum Ámunnar Skeifunni á námskeiðskvöldinu. Skráning og nánari upplýsingar í síma: 533 1020 og á aman.is BYRJENDUR Í HEIMAVÍNGERÐ! NÁMSKEIÐ Ég hafði átt þann draum lengi að fara utan í málaskóla,“ segir Drífa Björgvinsdóttir, 50 ára, sem fór í skóla í Exeter á Englandi að læra ensku. „Ég skildi enskuna alltaf ágæt- lega en skorti sjálfstraust til að tala.“ Drífa hafði aldrei áður ferðast ein erlend- is. „Á ferðalögum stólaði ég alltaf á manninn minn.“ En það var einmitt maðurinn hennar ásamt enskukennaranum á Íslandi sem hvöttu hana til að fara. Drífa segist hafa lært mikið á þeim tíma sem hún var þarna og hefði vel getað hugsað sér að vera lengur. Hún öðlaðist sjálfstraust- ið sem hún leitaði eftir auk þess sem hún bætti heilmiklu við sig í málfræði. Kennslan var mjög góð og mikið gert til að gera dvöl- ina skemmtilega. „Eitt sinn fór kennarinn með okkur í kvöldgöngu um bæinn og sagði okkur draugasögur af staðnum, það var alveg stórkostlegt.“ Hún bjó inn á heimili hjá enskum hjónum í göngufæri við skólann. Hjónin sendu hana út með nesti á morgnana og í frímínútum sátu nemendurnir saman á grasflötinni og borðuðu nestið sitt. „Að vissu leyti var þetta eins og að verða unglingur aftur. Þetta var alveg frábært.“ Drífa segir að skólinn sé lítill og maður nái góðu sambandi við samnemendur sína. Hún hafi jafnvel fengið tvo þeirra í heimsókn hingað til Íslands. „Ég ætla örugglega að fara þarna aftur og taka þá fjölskylduna með mér.“ Drífa Björgvinsdóttir Lét gamlan draum rætast og fór til Englands í tungumálanám. Á tungumálanámskeiði erlendis: Var send með nesti í skólann Tungumálanám erlendis fyrir fullorðna: Áhugi vex Meirihluti þeirra sem sækja nám í málaskól- um erlendis er ungt fólk. Hins vegar hefur mikið borið á áhuga fullorðinna á slíku námi þar sem krafan um tungumálaþekkingu eykst sífellt. Áslaug Gunnarsdóttir hjá Úrvali- Útsýn segir talsvert vera spurt um málaskóla sem aðeins eru ætlaðir fullorðnum. Eldra fólk óttist að lenda í hópi með ungu fólki og margir skólanna hafi því aldurstakmark frá 18 ára aldri og boðið sé upp á sérstök nám- skeið fyrir byrjendur 50 ára og eldri. Fullorð- ið fólk gerir aðrar kröfur og getur séð um sig sjálft. Talsvert er um að hjón fari saman og nýti sumarleyfið sitt til að læra tungu- mál. Hægt er að velja um að dvelja á hóteli eða á heimili, auk þess sem val er um skoðunarferðir og fleira. Vinsælast er að læra ensku og spænsku en einnig er í boði nám í frönsku, þýsku og ítölsku.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.