Fréttablaðið - 07.04.2004, Page 38

Fréttablaðið - 07.04.2004, Page 38
Í dag, miðvikudaginn 7. apríl, erhaldin splunkuný fegurðarsam- keppni. Keppnin gengur undir nafninu Fegurðarsamkeppni fram- haldsskólanna, þrátt fyrir að hvor- ki framhaldsskólarnir né nem- endafélög þeirra komi þar nærri. Keppnin, sem er skipulögð á þeirri forsendu að um sé að ræða gott tækifæri fyrir ungar konur sem vilja ná langt í lífinu, er studd af ýmsum fyrirtækjum. Keppendur eru á aldrinum 16–19 ára. Blessun ráðherra? Okkur í staðalímyndahópi Femínistafélags Íslands er spurn hvort háttvirtur menntamálaráð- herra, Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, leggi blessun sína yfir að keppni sem þessi sé haldin í nafni framhaldsskólanna að nemenda- félögum forspurðum? Okkur er líka spurn hvort menntamálaráð- herra hafi einhver úrræði til að grípa inn í og sporna við þessari þróun? Okkar hugmyndir um metnað- arfull markmið og það að ná langt í lífinu eru að fólk komist áfram á eigin verðleikum sem byggja hvorki á kyni né útliti. Í dag dynja sífellt þau skilaboð á ungu fólki að lykillinn að árangri liggi í útlitinu. Við heyrum sífellt sögur af því hvernig þessi eða hin missti fimm kíló og við það öðlaðist hún stór- aukið sjálfstraust, varð ný mann- eskja og lífið varð allt í einu svo miklu, miklu betra. Fyrirmyndun- um sem haldið er að ungu fólki eru í miklum mæli fáklæddar dív- ur með lokkandi augnaráð undir þeim formerkjum að þetta sé það besta sem konur hafi upp á að bjóða. Áhyggjuefni Það hlýtur að vera áhyggjuefni okkar allra að keppnir í því hver er sætust færast sífellt neðar í aldri og inn í skólana. Gylliboðum er haldið að stelpunum. Ef þær taka þátt fá þær námsstyrk. Ef þær taka þátt öðlast þær sjálfs- traust. Ef þær taka þátt fá þær veglega vinninga. Ef þær taka þátt mun þeim vegna vel í lífinu. Skólarnir, sem að okkar mati eiga að vera vettvangur til að efla andlegt atgervi, félagslega hæfni og búa unga fólkið undir fullorð- insárin eru nú allt í einu orðinn vettvangur þar sem etja á skólun- um saman í keppni um hver þeirra hefur fram að færa falleg- asta kvenkyns nemandann. Þetta eru ekki þau skilaboð sem nútíma- samfélag á að senda ungu fólki, hvorki stelpum né strákum. Það hlýtur að fara að koma að því að við fáum nóg og segjum stopp við þessari útlits- og æskudýrkun sem tröllríður öllu. Enn þann dag í dag sjá fyrir- tæki sér þó hag í því að ryðja brautina fyrir keppni sem þessa og leggja til styrki svo að keppnin geti orðið að raunveruleika. Við hljótum að spyrja okkur hvað sé næst? Munum við áður en langt um líður sækja keppendur inn í grunnskólana eða jafnvel barna- heimilin? Blogg gegn staðalímynd Í tilefni af keppni dagsins höf- um við í staðalímyndahópi sett upp bloggsíðuna meyjanam.blog- spot. com. Við hvetjum mennta- málaráðherra til að skoða síðuna og velta fyrir sér leiðum til að sporna við því að ungum stúlkum sé kennt að lykillinn að árangri þeirra í lífinu velti á því að vera sæt og fín og þæg. Ekki síður þurfum við að velta því fyrir okk- ur hvað sé hægt að gera til að sporna við því að ungum drengj- um sé kennt að vega beri hæfni kvenna út frá útlitinu. Þetta skipt- ir máli því að ef við ætlum að ná jafnrétti þá þýðir það að meta þarf einstaklinginn út frá öðrum eiginleikum en útliti. Það hamlar konum í starfi þegar hlutverk þeirra í samfélag- inu er skilgreint sem skrautmun- ir. Það hamlar jafnrétti inni á heimilum, inni í skólum og úti á vinnumarkaði. Hvernig getum við komið þessum skilaboðum á fram- færi og veitt þannig mótvægi við öllum þeim áróðri sem segir að lykillinn að velgengni liggi í útliti kvenna? ■ 26 7. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR Þegar menn grípa til þess ráðsað kalla umræðu sem byggir á staðreyndum og raunveruleg- um atburðum pólitískar árásir, þá vilja þeir einhverra hluta vegna ekki taka þátt í málefna- legri umræðu. Ég tala nú ekki um þegar þeir fjasa mikið um vanþekkingu þess, sem reynir að fá fram þessa málefnalegu umræðu um ákveðið mál, þá eru þeir á harðahlaupum frá stað- reyndum og misnota pólitík á þeim flótta. Sunnudaginn 4. apr- íl skrifar formaður Heimis (fé- lags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ) Jóhann Friðrik Friðriksson um Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja (HSS), hér í Fréttablaðið og beitir óspart þeirri taktík sem að ofan er lýst. Að ata mótherja auri Ég hélt satt að segja að það væri liðin tíð að menn leyfðu sér að ata mótherja sína í pólitík auri eins og þessi ungi maður leyfir sér að gera í grein sinni, sem styðst nánast í engu við staðreyndir eða raunverulega atburði heldur er uppfull af misfærslum og dylgj- um. Ég vona í framtíðinni að hann leiti sér betri upplýsinga en hann hefur bersýnilega gert nú, áður en hann setur frá sér frekari greinar og láti ekki mata sig á einhverjum samsæriskenningum sem ekki eiga við rök að styðjast. Hagsmunagæsla? Hann kallar grein sína „Hverra hagsmuna gætir Samfylkingin?“ og reynir að gera deilu sem upp er komin um vinnubrögð stjórnenda á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að pólitískri deilu Samfylkingar- innar og einhverra andstæðinga hennar. Eftir að hafa unnið mikið með öðrum sveitarstjórnarmönn- um á Suðurnesjum að málefnum HSS get ég fullyrt að ekki hefur skort á samstöðu þeirra og flokkspólitík ekki komið þar nærri. Honum verður tíðrætt um vanþekkingu mína á málefnum HSS og virðist ekki hafa kynnt sér á nokkurn hátt hver mín störf hafa verið að málefnum stofnunarinnar og D-álmu frá því að ég settist í stjórn stofnunarinnar árið 1986 og síðan í samninganefnd um bygg- ingu D-álmunnar sem nú er loks risin. Jóhann Friðrik setur fram kenningu sína um flokkspólitísk afskipti á þeim grunni að bæði ég og Jóhann Geirdal, bæjafulltrúi í Reykjanesbæ, hefðum kallað eftir því að staðið yrði við að D-álma gengdi því hlutverki sem hún var reist til að gegna, að því gefnu að enn væri raunveruleg og brýn þörf væri fyrir langlegurými fyrir aldraða íbúa Reykjanesbæjar. Hann sleppir því að geta um að bæjarfulltrúi Framsóknarflokks- ins hafi haft uppi svipaðar kröfur í blaðaskrifum, því þá félli náttúr- lega þessi undarlega kenning hans um að Samfylkingin væri að ráð- ast að spítalanum í einhverjum pólitískum tilgangi. Ég hef skömm á svona vinnu- brögðum og ekki hægt að sjá af hvaða hvötum slík fásinna er fram sett. Einu hagsmunirnir sem eiga að koma til skoðunar við umræðu og ákvörðun um framtíð D-álm- unnar eru hagsmunir sjúkling- anna sem D-álman var reist til að þjóna. Skýr skýrsla Var það þá einnig einhvers kon- ar flokkspólitík af minni hálfu þegar ég hvatti sveitarstjórnar- menn til að fylkja sér á bak við stjórnendur stofnunarinnar á aðal- fundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem fram fór í októ- ber á sl. ári? Á þeim fundi taldi ég að stjórnendur ætluðu sér að fara eftir þeim tillögum sem voru í bráðabirgðaniðurstöðum starfs- hóps um framtíðaruppbyggingu, þróun og skipulag HSS 2004–2010. Ég vann að þessari skýrslu sem fulltrúi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum með fulltrúum HSS og heilbrigðisráðuneytis. Skýrsl- unni var skilað til heilbrigðisráð- herra 18. nóvember á sl. ári og þar kemur m.a. eftirfarandi fram um D-álmuna: „2. hæð er nýinn- réttuð og fullbúin. Hún var tekin í notkun í apríl 2003 og er aðstaða þar til fyrirmyndar. Sjúkir aldrað- ir einstaklingar eiga forgang inn á deildina. Auk þess verða laus pláss nýtt fyrir skurðlækningar, endur- hæfingu og almennar lyflækning- ar eftir því sem þörf krefur hverju sinni“. Hér kemur ákaflega skýrt fram til hvers á að nota D-álmu sjúkra- hússins, enda væru menn löngu farnir að krefjast byggingar hjúkrunarheimilis í jafnstóru bæj- arfélagi og Reykjanesbær er, ef það hefði hvarflað að einhverjum að D-álma væri ekki til nota fyrir sjúka aldraða sem þyrftu á lang- tímahjúkrun að halda. „Viðvarandi atkvæðaveiðar“ Vegna viðtals við Sigurð Árna- son lækni og einnig greinar eftir hann í sama blaði og grein Jóhanns Friðriks birtist í, verð ég að lýsa þeirri skoðun minni að það er aumt af lækninum að hrópa „viðvarandi atkvæðaveiðar“ þeg- ar sett er fram réttmæt gagnrýni á störf stjórnenda og skyndilega stefnubreytingu þeirra, sem er með öllu óskiljanleg fjölda fólks, sem unnið hefur að því að gera drauminn um D-álmu að veru- leika. Það er tvennt sem styrinn um Heilbrigðisstofnun Suðurnesja snýst um: Annarsvegar hugmynd- ir um að leggja af heilsugæslu í Sandgerði, Garði og Vogum og hinsvegar að nokkrir aldraðir ein- staklingar sem verið hafa á Sjúkrahúsinu í Reykjanesbæ fái að vera þar áfram, ef það er ósk þeirra og aðstandenda þeirra. Það hefur aldrei staðið á mér, þegar óskað hefur verið liðsinnis til þess að efla þá heilbrigðisstarfssemi sem fram fer á Suðurnesjum og hef ég komið þar að bæði sem sveitarstjórnarmaður og alþingis- maður. Það er lágmarkskrafa að þeir sem maður starfar með í slík- um verkefnum starfi af heilindum og að orð og æði fari saman. Á það hefur skort hjá stjórnendum HSS í seinni tíð. Vantar svör Það er mikilvægt að staðið verði við þá stefnumótun sem lögð hefur verið fram og aldraðir sjúkir í Reykjanesbæ sem þess æskja fái inni í hinni nýju D-álmu og hluti 2. hæðarinnar sem nú er tilbúin verði tekin til þeirra nota í samræmi við staðfesta þörf aldraðra hjúkrunar- sjúklinga. Nauðsynlegt er að stað- reyna hver hin brýna þörf er, en þær tölur hafa verið nokkuð á reiki eftir því við hvern er talað hverju sinni. Þegar tölurnar liggja endan- lega fyrir þarf að ákveða í samráði við bæjaryfirvöld og ráðuneyti heilbrigðismála hvort reisa eigi nýtt hjúkrunarheimili í Reykjanes- bæ, eða hvort mæta eigi eðlilegri og nauðsynlegri þörf fyrir hjúkr- unarrými í heimabyggð með öðrum hætti. Íbúar Reykjanesbæjar hafa beðið lengi eftir staðbundnum úr- ræðum fyrir hina öldruðu sjúku og langlundargeð þeirra verið mikið í þeirri bið. Ekki er undanlegt í ljósi þess sem á undan er gengið að svara sé krafist. Heilbrigðisráðherra þarf einnig að svara því hvernig tryggja á fjármuni til að ráðast í þau verkefni sem stefnumótunin gerir ráð fyrir, en ekki er gert ráð fyrir þeim fjármunum í fjárlög- um, sem þarf til þeirra verka sem framkvæma átti á þessu ári. ■ Göfugt markmið en... Það er í sjálfu sér göfugt mark- mið hjá honum Bjössa að reyna að ná tökum á ofbeldimönnum og auka öryggi okkar með fjölgun í sérsveitinni. Ætli hann líti ekki til vina sinna í Bandaríkjunum, því þeim hefur gengið svo vel, er það ekki? Staðan í Bandaríkjunum er sú að þeir hafa aldrei eytt jafn miklu af fjármunum í lögreglu og réttarkerfi á sama tíma og tíðni afbrota er hvergi hærri. Það er ekki langt síðan að heildarútgjöld til réttarkerfisins, þar með talið lögregla, dómstólar og fangelsi, fór yfir útgjöld til menntamála. Með öðrum orðum Bandaríkja- menn eru að eyða meiri pening- um til lögreglunnar en í mennta- kerfið. Er það virkilega það sem við viljum? Þá held ég að ég velji frekar þá sem að vilja bæta heil- brigðiskerfið og leggja áherslu á menntamál. REYNIR ÖRN JÓHANNSSON Á POLITIK.IS Flokkun á plasti Þó að ég reyni að kaupa í þannig pakkningum, sem er hægt að end- urnýta, þá er það aðallega plast sem fer í ruslið hjá mér. Spurn- ingin hjá mér er hvort opinberir aðilar sem eru í sorphirðunni geti ekki flokkað það plast sem kemur frá heimilum og nýtt það. Það sem mér dettur í hug er að nota það sem hitagjafa á köldu svæðunum. Olía er aðaluppistað- an af plasti og ef það væri brennt í þannig ofnum sem næðu að brenna burt díoxíð, sem er enginn vandi, væri enginn vandi að nýta það þannig. Það ætti samt ekki að vera neinn vandi að láta ró- bota vera í því að flokka plastið. Sú tækni er til í Frakklandi og ætti að vera hægt að nota hana hérna innanlands eins og hjá þeim. Þetta er bara spurning um vilja. KIDDI Á NATTURUVAKTIN.COM Pólitísk misnotkun? ■ Af netinu ■ Opið bréf til menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur Fegurðarsamkeppni framhaldsskólanna Með Avis kemst þú lengra Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald - Gildir til 31. mars 2005. Verð háð breytingu á gengi. Benidorm kr. 1.900,- á dag m.v. A flokk Alicante kr. 1.900,- á dag m.v. A flokk Costa del Sol kr. 2.100,- á dag m.v. A flokk www.avis.is Við gerum betur Spánn AVIS Knarrarvogi 2 - 104 Reykjavík - Sími 591 4000 Fax 591 4040 - Netfang avis@avis.is Munið Visa afsláttinn HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA Ekkert lát er á deilum um starfsemi stofnunarinnar Umræðan JÓN GUNNARSSON ■ alþingismaður skrifar um Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Umræðan KATRÍN ANNA GUÐMUNDS- DÓTTIR ■ skrifar fyrir hönd staðalímyndahóps Femínistafélags Íslands. UMRÆÐAN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.