Fréttablaðið - 07.04.2004, Page 43
31MIÐVIKUDAGUR 7. apríl 2004
Smáralind
Sími 545 1550
Glæsibæ
Sími 545 1500
Kringlunni
Sími 575 5100
www.utilif.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
2
39
41
03
/2
00
4
High Peak Pocatello 60L
Góður 60 l poki með stillanlegu
baki, regnyfirbreiðslu, mörgum
hólfum og festingum.
8.990 kr.
Nanoq Santana 65 L
4.990 kr.
Nanoq Nomad 55 L
7.990 kr.
Jamis Ranger SX
Frábært fjallahjól.
6061 álstell.
SR M300 framdempari.
Shimano Tourney TX30 afturskiptir.
Til í rauðu og svörtu.
25.990 kr.
Einnig til án dempara (stálstell)
19.990 kr.
High Peak Frasier
3ja manna braggatjald með fortjaldi.
Stöðugt í vindi. Límdir saumar
Þyngd 5,9 kg.
11.990 kr.
Nanoq Pamir 3ja manna
7.990 kr.
Nanoq Pamir 4ra manna
9.990 kr.
Buffalo Phoenix V-2
Vandaður poki úr bestu efnum.
Þyngd 1.830 g.
Mesta kuldaþol -13°C.
9.990 kr.
Mountain Eagle
4.990 kr.
Nanoq Compact plus
7.990 kr.
...tilboð
Fermingar...GIANLUIGI BUFFON
Markverðir Juventus, Gianluigi Buffon (til
vinstri) og Antonio Chimenti, fagna
meistaratitli Juventus í fyrra.
Markvörðurinn
Gianluigi Buffon:
Hjá Juve
til 2008
FÓTBOLTI Markvörðurinn Gianluigi
Buffon hefur samþykkt að fram-
lengja samning sinn við Juventus
um tvö ár. Fyrri samningur hans
átti að renna út árið 2006 en sá nýi
bindur Buffon Juventus til 2008.
„Þetta er öflugt félag og sigur-
lið og það er hvetjandi fyrir mig,“
sagði Buffon á heimasíðu félags-
ins. „Það er mjög ánægjulegt fyr-
ir mig að taka þátt í atburða-
rásinni hér.“
Mörg ítölsk félög eiga í fjár-
hagskröggum sem stafa af mjög
háum launagreiðslum til leik-
manna. Ítalska fréttastofan ANSA
heldur því fram að Buffon hafi
samþykkt launalækkun með nýja
samningnum. „Þessi ákvörðun er
á sömu forsendum og þær sem
samherjar mínir hafa tekið og við
sendum réttu skilaboðin til ítal-
skrar knattspyrnu,“ sagði Buffon
við fréttastofuna. Fyrr í vetur
samþykktu Alessandro Del Piero,
Ciro Ferrara, Gianluca Zambrotta
og Alessio Tacchinardi höfðu þeg-
ar samið við Juventus um að
framlengja samning sinn.
Gianluigi Buffon, sem varð 26
ára í janúar, hóf feril sinn hjá
Parma árið 1994. Hann lék með
Parma í sjö ár en þetta er þriðja
tímabilið sem hann leikur með
Juventus. Buffon hefur leikið 262
leiki í A-deildinni ítölsku með
félögunum tveimur. ■
FÓTBOLTI Adu er líkamlega sterk-
ur, fljótur og klókur og
Manchester United, Chelsea og
Inter Milan hafa öll borið víurn-
ar í hann. Hann er einnig hæst
launaðasti fótboltamaðurinn í
Bandaríkjunum auk þess sem
hann hefur þegar gert um 70
milljóna króna auglýsingasamn-
ing, aðeins fjórtán ára að aldri.
Adu spilaði um síðustu helgi
sinn fyrsta leik fyrir DC United
í bandarísku atvinnumanna-
deildinni þegar hann kom inn á
sem varamaður gegn San Jose
Earthquake. DC United vann
leikinn 2-1 en Adu náði ekki að
skora. Engu að síður var honum
fagnað mjög í hvert skipti sem
hann snerti boltann, enda yngsti
leikmaðurinn í níu ára sögu
deildarinnar og gríðarlega efni-
legur.
Hann segir aldur sinn ekki
skipta máli þegar komið er út á
fótboltavöllinn. „Ef þú ert nógu
góður ertu nógu gamall,“ sagði
Adu eftir leikinn. „Mér er alveg
sama hversu mikið eldri einhver
annar er á vellinum. Mér er
sama þótt aðrir séu stærri en ég.
Ég fer út á völlinn til að spila
fótbolta og skemmta mér,“ sagði
hann.
Adu fæddist í Ghana en flutti
til Bandaríkjanna þegar móðir
hans vann í lottói. Smám saman
fór hann að vekja athygli á fót-
boltavellinum og nokkur af
stærstu félögum heimsins
sýndu áhuga á honum. Á endan-
um ákvað hann að semja við DC
United til að geta búið heima hjá
sér. Adu hefur þegar spilað með
17 og 20 ára landsliðum Banda-
ríkjanna og vonast fótbolta-
forkólfar í landinu til að strák-
urinn muni auka vinsældir
íþróttarinnar í landinu. Ekki
veitir af því samkeppnin er gíf-
urlega hörð. Hafnarbolti, körfu-
bolti og ruðningur hafa hingað
til haft yfirhöndina en hver veit
nema Adu eigi eftir að breyta
því og leiða bandarískan fót-
bolta inn í bjarta framtíð. ■
NBA-deildin:
Mikilvægur
sigur Utah
KÖRFUBOLTI Gordan Giricek skor-
aði 25 stig fyrir Utah Jazz sem
vann Memphis
Grizzlies með
92 stigum gegn
81 í NBA-deild-
inni í fyrra-
kvöld.
Andrei Kiri-
lenko var einnig
sterkur í liði
h e i m a m a n n a
því kappinn
skoraði 17 stig
og tók 11 frá-
köst. Sigurinn
var mikilvægur
fyrir Jazz því
liðið á í harðri
baráttu um átt-
unda lausa sætið í úrslitakeppni
Vesturdeildarinnar. Grizzlies eru
aftur á móti þegar komnir í úr-
slitakeppnina. ■
Freddy Adu spilaði sinn fyrsta leik í bandarísku deildinni aðeins 14 ára:
Táningurinn Adu vekur athygli
FREDDY ADU
Adu rekur boltann áfram í
leiknum gegn San Jose Earth-
quake á RFK-leikvanginum
í Washington.
JASON WILLIAMS
Bakvörður Memphis
Grizzlies setur
boltann í körfuna
gegn Utah Jazz.
Willams og félagar
töpuðu leiknum.