Fréttablaðið - 07.04.2004, Síða 44
32 7. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR
Á STÖKKI
Knapinn Graham Lee stökk hátt og vel á
hesti sínum Amberleigh House á Grand
National mótinu í Liverpool á dögunum.
Báru þeir félagar sigur úr býtum á mótinu.
Hestaíþróttir
Formúla 1:
Bjartsýni hjá Renault
FORMÚLA 1 „Stemningin er mjög góð
hjá Renuault og við erum mjög
ánægðir með stöðu okkar,“ sagði
Bob Bell, tæknistjóri Renault, í við-
tali á heimasíðu liðsins. „Samt sem
áður gerum við okkur enga tálvonir
um hvar við stöndum. Það er stór
munur á frammistöðu okkar og
Ferrari og baráttan við Williams og
BAR er mjög jöfn. Að sjálfsögðu
munum við reyna að minnka bilið
milli okkar og Ferrari. Ég er mjög
ánægður með stöðu okkar en við
gerum okkur grein fyrir því að enn
er verk að vinna.“
Renault er í öðru sæti heims-
meistarakeppninnar eftir þrjár
keppnir og ökuþórar liðsins, Jarno
Trulli og Fernando Alonso, eru
jafnir í fimmta sæti með ellefu
stig.
„Við verðum að vinna að því að
auðveldara verði að stýra bílnum
svo Jarno Trulli og Fernando
Alonso geti náð því besta út úr bíl-
unum og við höfum mörg ráð til
þess. Með þessa fyrirfara í huga er
árangur okkar mjög uppörvandi.“
Þó Bell sé sáttur við árangurinn
telur hann að Renault hefði átt að
geta náð enn betri árangri. „Hefðu
bílarnir okkar verið á þeim stað í
rásröðinni sem við vildum í
Malasíu, hefðum við náð þriðja og
fjórða sæti. Við erum vissir um
það. Hefði Fernando getað byrjað
framar í Barein, til dæmis í sjötta
eða sjöunda sæti, eins og við
bjuggumst við, hefði hann auð-
veldlega getað náð betra sæti.“
„Báðir ökuþórarinir stóðu sig
sérstaklega vel í Barein. Jarno var
vonsvikinn vegna þess að honum
fannst hann hefði getað náð þriðja
sætinu en hann ók sérlega vel,“
sagði Bell. Hann telur að Alonso
eigi enn mikið inni. „Sú staðreynd
að hann náði næstbesta brautar-
tímanum sýnir hverju er hægt að
ná út úr bílnum.“ ■
Á brattann að sækja hjá
Deportivo og Lyon
Átta liða úrslitum meistaradeildar UEFA lýkur í kvöld. Deportivo La Coruña leikur
við AC Milan og Lyon við Porto.
FÓTBOLTI Átta liða úrslitum meist-
aradeildar UEFA lýkur í kvöld
þegar Deportivo La Coruña og
Evrópumeistarar AC Milan leika
á Spáni og Olympique Lyon og
Porto leika í Frakklandi. Gestalið-
in hafa bæði ágætt forskot úr
fyrri leiknum en Milan vann
Deportivo 4-1 og Porto vann Lyon
2-0.
Leikirnir í meistaradeildinni í
kvöld hafa ef til vill truflað ein-
beitingu leikmanna um síðustu
helgi. Deportivo missti niðu
tveggja marka forskot á heima-
velli gegn Real Betis og Milan
gerði jafntefli við Modena sem á í
harðri fallbaráttu á Ítalíu. Lyon
tapaði 2-1 heima fyrir Marseille
og missti efsta sætið til Monaco
en Porto lá 2-0 fyrir Gil Vicente og
var það fyrsti ósigur félagsins í
portúgölsku deildinni í vetur.
Deportivo verður að vinna Evr-
ópumeistarana 3-0 eða með fjög-
urra marka mun ef Milan skorar.
Stuðningsmenn Deportivo líta ef-
laust til leiksins við Marseille í
meistaradeildinni fyrir þremur
árum þegar félagið sneri stöðunni
0-3 í 4-3 á 27 mínútum. Milanmenn
munu hins vegar líta til þess að fé-
lagið hefur sigrað í báðum leikj-
um sínum á Riazor, heimavelli
Deportivo. Milan vann 1-0 í milli-
riðli vorið 2001 og 4-0 í undanriðli
haustið 2002 en þá skoraði Filippo
Inzaghi þrennu.
Enginn leikmanna félaganna
tekur út leikbann í kvöld en sex
leikmenn Deportivo og fjórir leik-
menn Milan lenda í leikbanni fái
þeir gult spjald í kvöld.
Lyon verður rétt eins og
Deportivo að vinna með þriggja
marka mun í kvöld. Það gæti
reynst þrautinni þyngri gegn öfl-
ugri vörn Port sem hefur aðeins
einu sinni fengið á sig þrjú mörk í
vetur – gegn Real Madrid í fyrstu
umferð riðlakeppninnar í haust.
Lyon leikur án sóknarmanns-
ins Sidney Govou sem meiddist í
leiknum gegn Marseille. Miðju-
maðurinn Eric Carrière er einnig
meiddur en Lyon endurheimtir
varnartengiliðinn Christophe
Delmotte úr langvarandi meiðsl-
um.
Enginn leikmanna félaganna
tekur út leikbann í kvöld en tveir
leikmenn Lyon og fjórir leikmenn
Porto lenda í leikbanni fái þeir
gult spjald í kvöld. ■
Þjálfarinn Ivan Golac:
Úr fótbolta í
súkkulaði
FÓTBOLTI Skoska dagblaðið Sunday
Herlad birti um helgina lista yfir
tíu bestu erlendu þjálfarana sem
hafa starfað í skosku knattspyrn-
unni. Írinn Martin O’Neill, fram-
kvæmdastjóri Celtic, er talinn
þeirra bestur en Celtic hefur
tvisvar orðið skoskur meistari
undir stjórn hans og þriðji titillinn
er í augsýn.
Dick Advocaat, fyrrum þjálf-
ari Rangers, er í öðru sæti og Wim
Jansen, fyrrum þjálfari Celtic, í
því þriðja en í sjötta sæti er Ivan
Goalc fyrir það afrek að gera
Dundee United að bikarmeistur-
um. Golac þjálfaði ÍA árið 1997 en
dvöl hans hér var endaslepp.
Fram kemur í greininni að Golac
sé hættur þjálfun og reki nú
súkkulaðiverksmiðju í Belgrad. ■
RENAULT
Spánverjinn Fernando Alonso á æfingu á
Montmelo-brautinni nærri Barcelona í gær.
GOLF Kylfingurinn Vijay Singh
segist vera með sjálfstraustið í
góðu lagi fyrir bandaríska
mastersmótið í golfi sem hefst á
Augusta vellinum á morgun.
„Mér finnst ég eiga góða mögu-
leika á að vinna stórmót á nýjan
leik,“ sagði Singh sem er í öðru
sæti á heimslistanum á eftir Tiger
Woods. Singh, sem er 41 árs, veit
hvað þarf til að vinna því hann
smeygði sér í græna jakkann
fyrir fjórum árum eftir glæstan
sigur á mastersmótinu. „Ég er að
leika vel um þessar mundir og
hitti boltann vel. Ég er tilbúinn í
mótið,“ sagði hann.
Tiger Woods mun veita Singh
harða keppni enda hefur hann þrí-
vegis unnið mótið. Hann hefur
aftur á móti ekki unnið stórmót
síðan hann vann opna bandaríska
mótið fyrir tveimur árum. „Mér
finnst ég vera að leika vel,“ sagði
Woods. „Þau atriði sem ég hef ver-
ið að reyna að laga eru farin að
smella saman.“
Bandaríkjamaðurinn John
Daly vonast til að vinna sitt þriðja
stórmót á ferlinum. Hann hefur
leikið vel að undanförnu og vann
Buick-mótið ekki alls fyrir löngu.
„Ég er að spila það vel um þessar
mundir að ég gæti átt möguleika,“
sagði Daly, sem er 37 ára. „Ég lifi
fyrir það að spila á mastersmót-
inu og ef mér tekst að slá vel af
teig og ná ágætum púttum verð ég
í góðum málum.“ ■
KAKÁ
Skoraði tvisvar þegar Milan vann
Deportivo 4-1 fyrir tveimur vikum.
PÉTUR MARTEINSSON
Lék allan leikinn með Hammarby í
gærkvöldi.
Sænska úrvalsdeildin:
Hammarby
gerði
jafntefli
FÓTBOLTI Hammarby og Malmö FF
gerðu markalaust jafntefli í
sænsku úrvalsdeildinni í gær-
kvöldi. Landsliðsmaðurinn Pétur
Marteinsson var í byrjunarliði
Hammarby og lék allan leikinn.
Þetta var síðasti leikurinn í
fyrstu umferð deildarinnar, en hún
hófst síðastliðinn laugardag. Þá
gerði Landskrona, lið Auðuns
Helgasonar, 1-1 jafntefli við
Helsingborg.
Halmstad, Íslendingaliðið Ör-
gryte og AIK sitja í þremur efstu
sætunum með fullt hús stiga eftir
umferðina.
Næsti leikur Hammarby í
sænsku deildinni verður á
mánudag. Það verður mikill
Íslendingaslagur því þá mætir liðið
Örgryte. ■
Mastersmótið hefst á morgun:
Singh með sjálfstraustið í lagi
VIJAY SINGH
Hefur leikið vel að undanförnu og er
sigurstranglegur fyrir mastersmótið
sem hefst á morgun.