Fréttablaðið - 07.04.2004, Page 45
33MIÐVIKUDAGUR 7. apríl 2004
9. - 12. APRÍL Í SÝNINGARSAL B&L GRJÓTHÁLSI 1
STÓRSÝNINGIN
BÍLADELLA 2004
FÓTBOLTI Chelsea er komið í undan-
úrslit meistaradeildar Evrópu í fót-
bolta eftir óvæntan 1-2 sigur á
Arsenal á Highbury. Eiður Smári
Guðjohnsen lék allan leikinn með
Chelsea og lagði upp sigurmark
liðsins á 87. mínútu fyrir varnar-
manninn Wayne Bridge. Fyrri leik-
ur liðanna í meistaradeildinni end-
aði með 1-1 jafntefli á Stamford
Bridge og því stefndi allt í fram-
lengingu áður en Bridge skoraði.
Arsenal byrjaði leikinn betur og
komst yfir undir lok fyrri hálfleiks
með marki frá Spánverjanum Jose
Antonio Reyes af stuttu færi. Chel-
sea gafst ekki upp og Frank
Lampard jafnaði metin í byrjun síð-
ari hálfleiks eftir að Jens Lehmann,
markvörður Arsenal, sló boltann
klaufalega fyrir fætur hans.
Skömmu áður en Chelsea skoraði
sigurmarkið fékk Eiður Smári gott
tækifæri til að skora en skoti hans
var bjargað naumlega á marklínu.
Fyrir leikinn hafði Arsenal ekki
tapað gegn Chelsea í sautján síðustu
leikjum Lundúnarliðanna og var
sigurinn því heldur betur langþráð-
ur. Chelsea er þar með komið í -
undanúrslit meistaradeildarinnar í
fyrsta sinn í sögu félagsins og mæt-
ir þar Mónakó. Arsenal situr aftur á
móti eftir með sárt ennið og hefur
ekki enn tekist að komast í undan-
úrslit keppninnar.
Liðið á nú aðeins möguleika á
sigri í ensku úrvalsdeildinni en
fyrir skömmu síðan átti það ágætan
möguleika á að ná þrennunni eftir-
sóttu. Tap gegn Manchester United
í undanúrslitum bikarsins gerði
þann draum að engu um síðustu
helgi og tapið gegn Chelsea í gær
var annað reiðarslag liðsins á aðeins
fjórum dögum.
Chelsea sló Arsenal út í 8-liða úrslitum meistaradeildarinnar:
Eiður lagði upp sigurmarkið
FÖGNUÐUR
Wayne Bridge og Eiður Smári
Guðjohnsen fagna sigurmark-
inu gegn Arsenal.
Remaxdeild kvenna:
Valur í
undanúrslit
HANDBOLTI Valsstúlkur eru komnar
í undanúrslit Remaxdeildar kven-
na í handbolta eftir sigur á Víking
19-17 í oddaleik liðanna sem var
háður að Hlíðarenda.
Þegar skammt var til leiksloka
höfðu Víkingar yfir 17-16 en Val-
ur átti góðan endasprett og skor-
aði síðustu þrjú mörkin. Ágúst
Edda Björnsdóttir var marka-
hæst í liði Vals með fjögur mörk
en Margrét Egilsdóttir skoraði
sex fyrir Víking. ■
SKOT Á MARK
Valsstúlkur eru komnar í undanúrslit
Remax-deildar kvenna eftir sigur á Víkingi.
FÓTBOLTI Mónakó er komið í undan-
úrslit meistaradeildarinnar eftir
ótrúlegan 3-1 sigur á Real Madrid
í gærkvöldi. Real vann fyrri leik-
inn 4-2 á heimavelli en franska lið-
ið kemst áfram með fleiri mörk-
um skoruðum á útivelli.
Svo virtist sem Real Madrid
væri komið áfram í keppninni
þegar Raul skoraði á 35. mínútu
og kom liðinu samanlagt í 5-2.
Mónakó var ekki af baki dottið því
Ludvic Giuly jafnaði metin
skömmu áður en flautað var til
leikhlés. Fernando Morientes,
sem er í láni hjá Mónakó frá Real,
kom Frökkunum í 2-1 í byrjun síð-
ari hálfleiks og gaf sínum mönn-
um von. Morientes skoraði einnig
í fyrri leik liðanna og naga for-
ráðamenn Real sig eflaust í hand-
arbökin fyrir að hafa lánað leik-
manninn til Mónakó. Giuly skor-
aði annað mark sitt og þriðja mark
Mónakó á 66. mínútu og tryggði
liðinu sæti í undanúrslitunum þar
sem Chelsea verður andstæðingur-
inn. Raul fékk tvö tækifæri til að
jafna metin fyrir Real en hann var
ekki á skotskónum. ■
8 liða úrslit meistaradeildar Evrópu:
Mónakó sló út Real Madrid
Í UNDANÚRSLIT
Leikmenn Mónakó fagna sæti sínu í
undanúrslitum meistaradeildarinnar.