Fréttablaðið - 07.04.2004, Síða 47
35MIÐVIKUDAGUR 7. apríl 2004
• Vörutilboð í verslun
• Kynning á Blue Lagoon Iceland húðvörum
• Tilboð á veitingastað
• Spa meðferðir og nudd fáanlegt
Kalli Bjarni skemmtir gestum heilsulindar á skírdag kl. 16.00
Opið alla páskahelgina frá 10.00–20.00
Páskatónar
Ég hef verið að færa mig úrfigúratívu málverki yfir í
abstrakt málverk undanfarið, en
ég hef í raun ekki fundið réttu leið-
ina fyrr en nú,“ segir Kristján
Jónsson myndlist-
armaður, sem sýn-
ir málverk í Lista-
safni Reykjanes-
bæjar í Duus-húsi
um þessar mundir.
„Mér hefur alltaf
fundist vera meiri
spenna í því að
mála abstrakt.“
Sýningin í
Reykjanesbæ er
níunda einkasýn-
ing Kristjáns á tíu
árum, en hann
starfar einnig sem
hugmynda- og
textasmiður á auglýsingastofunni
Mættinum og dýrðinni. Hann nam
myndlist á sínum tíma bæði í
Reykjavík og Barcelona.
Verk Kristjáns hafa selst vel og
sjálfur játar
hann fúslega að
markmiðið sé að
selja verkin.
„Þegar ég er bú-
inn að mála fer
helgibragurinn
af þessu og þetta
verður í raun
spurning um
bissness,“ segir
hann. En hvötin
til þess að mála
er þó ekki við-
skiptalegs eðlis.
„Það er nánast
launhelgi yfir at-
höfninni sjálfri,“ segir Kristján.
„En þegar maður ætlar að reyna að
koma því í orð af hverju maður
málar, og svo framvegis, þá getur
orðalagið orðið svo yfirþyrmandi
dramatískt að það verður eiginlega
hálf óþægilegt að lesa það.“
Myndlistarsýning Kristjáns
stendur til 2. maí, en þess má geta
að í sama húsi er hin umtalaða sýn-
ing Árna Johnsen á grjótskúlptúr-
um. Kristján er alls ekki ósáttur
við sambýlið. „Maður er einu sinni
Eyjapeyi sjálfur,“ segir hann. ■
Kristján Jónsson myndlistarmaður sýnir málverk í
Listasafni Reykjanesbæjar:
Úr fígúratívu
í abstrakt
BREYTTAR ÁHERSLUR
Þetta verk, Undirlag, er glöggt dæmi um
breyttar áherslur í myndlist Kristjáns.
KRISTJÁN
JÓNSSON
Hann sýnir í
sama húsi og
Árni Johnsen en
segist ekki óttast
samkeppnina.
hugmyndina við
hann. „Ragnari
fannst hug-
myndin geð-
veik og hringdi
í fleiri hljóm-
sveitir sem
voru til í slag-
inn. Út frá því
vissum við að
þetta væri
hægt,“ útskýr-
ir Örn Elías.
„Það fannst
öllum svo frá-
bært að fá að
koma út á land
og taka þátt í
að kynna tón-
listina sem
h e i m a m e n n
eru að gera.
Tónlist þeirra hefur verið svolítið
illa kynnt.“
Meðal þeirra sem spila á Ísa-
firði eru aðkomumennirnir The
Funerals, Trabant, Kippi Kanínus
og Gus Gus en af heimamönnum
má nefna BMX, Mugison, Mugga
og stórsveit Sigga Björns. „Það eru
frábærar grúbbur á Ísafirði, eins
og BMX og Apollo, sem eru fjórtán
eða fimmtán ára guttar með virki-
lega metnaðarfullt frumsamið
efni,“ segir Örn Elías.
Örn Elías segir að tónlistar-
menn eins og hann, sem hafa farið
neðanjarðar um nokkurt skeið,
hafi ekki verið nógu sýnilegir úti á
landi og aðallega spilað í miðborg
Reykjavíkur. „Okkur fannst að við
þyrftum að spila meira úti á landi
enda fréttir fólk ekkert af tónlist-
inni okkar nema það sé komið með
hana til þeirra,“ segir hann.
Allir gefa vinnu sína
Eins og gefur að skilja er tals-
verður kostnaður fólgin í því að
halda svo metnaðarfulla hátíð,
ekki síst í ljósi þess að aðgangs-
eyrir á hana er enginn. „Það gefa
allir vinnuna sína og fólk fær
meira að segja að éta þegar það
kemur. Trillukarlarnir gefa fisk í
stærstu fiskisúpu sem gerð hefur
verið – að minnsta kosti á bryggj-
unni á Ísafirði,“ útskýrir Örn Elí-
as en tónleikarnir verða haldnir í
gömlu frystihúsi sem nú fær
annað hlutverk.
Hátíðin fékk styrk frá Menn-
ingarborgarsjóði sem dugir fyrir
helmingnum af flugfargjaldi tón-
listarmannanna en Flugfélag Ís-
lands og Ísafjarðarbær taka
einnig þátt í kostnaðinum.
Skrýtið en æðislegt
Þó nokkrar hljómsveitir frá
Ísafirði hafa gert garðinn frægan
og má þar nefna Grafík, Villa
Valla og BG & Ingibjörgu. Örn El-
ías segir hátíðina samt ekki ein-
skorðast við Ísafjörð því fulltrúar
frá stöðum í kring munu einnig
skemmta. „Steindór Andersen
mun þeyta skífum og verður full-
trúi Suðureyrar, svo kemur einn
frá Þingeyri og vonandi einn frá
Bolungarvík,“ segir Örn Elías,
sem vonast til að hátíðin gangi vel
og verði árlegur viðburður. „Þetta
er svolítið eins og fermingar-
veisla á hláturgasi. Það er eitt-
hvað skrýtið við hana en líka eitt-
hvað æðislegt.“
Fjöllin halda Mugison við
efnið
Sjálfur hefur Mugison verið á
tónleikaferðalagi um Evrópu og
er nýbúinn að semja tónlist við
bíómyndina Niceland eftir Friðrik
Þór Friðriksson. Fram undan er
tónleikaferðalag með múm en síð-
an hefst vinna að nýrri plötu.
„Ég ætla að fara vestur, loka
mig af og klára plötu á þremur
mánuðum eða svo,“ segir Örn Elí-
as, sem kolféll fyrir Vestfjörðum.
„Ég flutti þangað fyrir rúmu ári
síðan og þar er ótrúlega gott að
vinna. Mér verður eitthvað svo
mikið úr verki. Það er gott að loka
sig þarna inni því ég þarf á þröng-
sýninni að halda svo ég sjái ekki
endalausa möguleika. Fjöllin
halda mér við efnið. Ég ætla að
flakka um firðina og bæina í kring
og taka upp plötuna. Ég verð
kannski hálfan mánuð í hverjum
bæ,“ segir Örn Elías eða Mugison
að lokum.
kristjan@frettabladid.is
HELSTU HLJÓMSVEITIR
Á HÁTÍÐINNI
9/11
BMX
Dr. Gunni
Funerals
Gjörningaklúbburinn
Gus Gus
Haddi Bæjó
Hudson Wayne
Jóhann Jóhannsson
Jói 701
Kippi Kanínus
Muggi
Mugison
Siggi Björns BigBand
Singapore Sling
Skúli Þórðar
Steindór Andersen
The Lonesome Traveller
Trabant
Tristian