Fréttablaðið - 07.04.2004, Síða 49
MIÐVIKUDAGUR 7. apríl 2004
Í gærkvöldi steig Nylon, fyrstaalvöru tilbúna stelpusveitin,
fram á sjónarsviðið í Íslandi í dag.
Einar Bárðarson raðaði sveitinni
saman eftir að á annað hundruð
stúlkna sóttu um pláss í sveitinni
snemma á sunnudagsmorgni á
Nasa í síðasta mánuði. Hugmyndin
er að skapa íslenska sveit á borð
við bresku stúlknabylgjuna sem
Spice Girls hrintu af stað. Í kjöl-
farið hafa fylgt Atomic Kitten,
Girls Aloud, All Saints og
B*Witched.
Sugababes eru ekki í þessum
hópi þar sem stúlkurnar stofnuðu
sveitina sjálfar og voru ekki til-
búnar á skrifstofu. Þetta er í
fyrsta skipti sem það er gert hér á
landi, og því blað brotið í íslenskri
poppsögu.
Stúlkurnar frumfluttu mynd-
band við lagið Lög unga fólsins
sem Unun sló í gegn með árið
1994. Frá því að þær voru valdar í
hópinn hafa þær verið í raddþjálf-
un, dansæfingum, upptökum og
stöðugum myndatökum. Lífið
gæti tekið skemmtilega u-beygju
því stefnt er á breiðskífu í haust,
en hverjar eru svo þessar stelpur?
Steinunn Þóra Camilla Sigurðar-
dóttir
Verður tvítug í sumar og er að
klára stúdentsprófin í Versló eftir
viku. Er glamúr-stúlkan í hópnum
og vinnur í skartgripaverslun for-
eldra sinna
hér í bæ. Til
þess að slaka
á klæðir hún
sig í pollagall-
ann, fer út í á
og veiðir lax.
H e f u r
sungið frá því
að hún man
eftir sér. Fór í
söngskóla í þrjú ár og söng við
hvert tækifæri í grunnskóla.
Komst í 32 manna hópinn í Idol.
Ákvað að taka þátt í Sólsting, sem
skólinn setti upp, eftir að hafa séð
um förðun og hár síðustu tvö árin á
skólasýningum.
„Ég var alltaf svo feimin við að
fara í prufurnar og koksaði alltaf á
því,“ segir Steinunn. „En eftir að
hafa sungið fyrir framan Bubba í
Idol þá getur þetta aldrei orðið
verra. Simon Cowell böggar fólk af
ástæðu en Bubbi ákvað bara að
vera fúll í tvo daga. Ég hitti á hann
á slæmum degi.“
Steinunn segist ekki geta fengið
leið á laginu. Kannaðist ekki alveg
við það í fyrstu en það rifjaðist upp
fyrir henni við aukna hlustun.
Klara Ósk Elíasdóttir
Ári yngri en hinar í hópnum og
er 18 ára nemi í Versló á þriðja ári.
Reynsluboltinn í hópnum. Söng
ellefu ára dúettinn Álfakóngurinn
með Guðrúnu Gunnarsdóttur á
diskinn Sól í
eldi. Tólf ára
tók hún þátt í
u p p f æ r s l u
B u g s y
Malone í Loft-
kastalanum.
Hafnaði í
þriðja sæti á
söngvakeppni
Samfés þeg-
ar hún var í tíunda bekk og tók þátt
í sýningunni Sólsting sem Versló
setti upp nýverið.
Kannaðist varla við lagið Lög
unga fólsins þegar hún heyrði það
fyrst.
„Ég vil bara fá ánægjuna út úr
þessu,“ segir Klara. „Maður á að
gera það sem manni finnst gaman
að gera.“
Emilía Björg Óskarsdóttir
19 ára nemandi í Fjölbrauta-
skóla Breiðholts. Vinnur í leiks-
skóla með náminu.
Segist hafa verið syngjandi frá
því að hún var pínulítil. Söng aðal-
hlutverkið í uppfærslu FB á Queen
söngleiknum Lifi Rokkið.
Kannaðist við lagið áður en hún
heyrði. „Ég fíla það í klessu, mér
finnst það æðislegt,“ segir Emilía.
„ Ó g e ð s l e g a
skemmtilegt
lag sem kem-
ur manni í
gott skap.
Takturinn er
góður og text-
inn fríkaður.
Þetta er kúl
lag.“
Segist vera
búin að eignast þrjár nýjar vinkon-
ur frá því að hún söng sig inn í hóp-
inn.
Alma Guðmundsdóttir
19 ára, verður 20 í lok desem-
ber.
Er í Fjölbraut í Garðabæ og
leikur Auði í uppfærslu skólans á
Litlu Hryllingsbúðinni.
Vinnur í hlutastarfi á elliheim-
ili í eldhúsinu.
Bjó tímabundið í Frakklandi
þar sem hún var í rokkhljómsveit.
Hún var líka í hiphopsveit hér fyr-
ir nokkrum
árum síðan.
Getur sungið
á frönsku,
ensku og ís-
lensku.
„Það yrðu
geðveik for-
réttindi að fá
að starfa við
það sem
manni finnst skemmtilegast að
gera,“ segir Alma, sem vonast til
að geta gert sönginn að starfi
sínu. „Það verður fyrst og fremst
miðað við þetta sumar og svo sjá-
um við til hvað gerist.“
biggi@frettabladid.is
TÓNLIST Búið er að ganga frá
aukatónleikum með bandarísku
rokksveitinni Pixies. Þeir verða
haldnir 25. maí í Kaplakrika, dag-
inn fyrir tónleikana sem áttu upp-
haflega að verða einu tónleikar
sveitarinnar hér á landi. Ekki
hefði verið mögulegt að skella
öðrum tónleikum daginn eftir, svo
brugðið var á þetta ráð.
Ljóst er að áhuginn á tónleik-
um Pixies hér á landi er gífurleg-
ur og segjast tónleikahaldarar
hafa þurft að taka á móti mörg-
um símtölum frá svekktum tón-
listaráhugamönnum sem misstu
af miðum.
Miðasala hefst 30. apríl klukk-
an 9 í verslunum Skífunnar,
Laugavegi, Kringlunni og Smára-
lind. Á landsbyggðinni verður
hægt að fá miða í Hljóðhúsinu,
Selfossi, Pennanum-Eymundsson,
Glerártorgi, Akureyri, og Bóka-
búð Andrésar/Pennanum, Akra-
nesi.
Einnig verður hægt að nálgast
miða á icelandair.is/haenan. Þess
má geta að Pixies mun gefa út sér-
stakan tónleikadisk frá seinni tón-
leikunum. Diskurinn mun koma út
í mjög takmörkuðu upplagi, eða
um þúsund stykkjum. Hægt er að
panta gripinn á disclive.com. ■
Aukatónleikar með Pixies
PIXIES
Bandaríska rokksveitin ætlar að mæta
deginum fyrr og halda aukatónleika,
á undan þeim sem seldist upp á, fyrir
þá sem misstu af miðum síðast.
NYLON
Fyrsta íslenska tilbúna stúlknasveitin. Frá
vinstri: Klara, Steinunn, Emilía og Alma. Allar
fæddar 1984 nema ein, sem er ári yngri.
Tónlist
NYLON
■ Stelpusveit Einars Bárðarsonar er orðin
að veruleika. Þær frumfluttu útgáfu sína af
Lögum unga fólsins á Stöð 2 í gærkvöldi.
Blað brotið
í íslenskri poppsögu