Fréttablaðið - 07.04.2004, Síða 51
MIÐVIKUDAGUR 7. apríl 2004 39
SÝND kl. 8 og 10.10 B.i. 16 SÝND kl. 4 MEÐ ÍSLENSKU TALI
Frábær mynd frá Disney fyrir alla
fjölskylduna með tónlist eftir
Phil Collins!
Tilnefnd til Óskarsverðlauna
sem besta teiknimyndin
Sýnd kl. 8 og 10.10
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10
SÝND kl. 6, 8 og 10.10 B.i. 16
SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI
SÝND kl. 4 og 6 M/ÍSL TALI
Frá framleiðendum
„The Fugitive“ og „Seven“.
SÝND kl. 8 og 10.30
SÝND kl. 4, 6, 8 og 10.10
Páskamynd fjölskyldunnar
Ævintýrið
eins og þú
hefur aldrei
upplifað það.
SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16
HHH1/2 kvikmyndir.com
HHH Skonrokk
Sýnd kl. 6 MEÐ ÍSLENSKU TALI
Án efa einn besti
spennuhrollur sem
sést hefur í bíó.
Myndin fór beint á
toppinn í Banda-
ríkjunum fyrir
tveimur vikum
og hefur slegið
hryllilega í gegn.
S.V. Mbl. HHH
Fyndnasta mynd ársins!
2 vikur á toppnum í USA!
Upplifðu fyrsta stefnumótið... endalaust!
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15
Fyndnasta mynd ársins! 2 vikur á
toppnum í USA!
Upplifðu fyrsta stefnumótið... endalaust!
Taktu þátt í Scooby Doo 2 leiknum á
www.sambioin.is
Páskamynd ársins
Heims-
frumsýning!
Sýnd kl. 4.30 M/ ÍSL. TALI
Páskamynd fjölskyldunnar
Ævintýrið eins og þú
hefur aldrei upplifað það.
Sýnd kl. 5.45, 8.30 og 10.40
Ein um-
talaðaðasta
og aðsóknar-
mesta kvikmynd
allra tíma.
Jimmy the Tulip er mættur aftur í hættulega fyndinni mynd!
BÓKMENNTIR Bókmenntakvöldið á
kaffihúsinu Súfistanum, Laugavegi
18, í kvöld er helgað tveimur þýdd-
um bókum sem út eru komnar í
Svörtu línunni hjá bókaforlaginu
Bjarti, Mynd af ósýnilegum manni
eftir bandaríska rithöfundinn Paul
Auster, og Syndunum sjö eftir
finnska guðfræðinginn Jaakko
Heinimäki.
Mynd af ósýnilegum manni er
sígild ritgerð sem Paul Auster skrif-
aði í kjölfar andláts föður síns.
Gunnþórunn Guðmundsdóttir bók-
menntafræðingur fjalla um verkið,
en hún skrifaði meðal annars um það
í doktorsritgerð sinni Borderlines,
sem kom út erlendis í fyrra.
„Auster skrifar mikið í bókinni
um þessa þörf sem hann fann fyrir,
þegar pabbi hans dó, að hann yrði
hreinlega að skrifa um hann. Þetta
er líka mikið pælingar um það
hvernig maður þekkir fólk og hvern-
ig maður getur skrifað um það.“
Þessi bók var fyrsta prósaverk
Austers, sem fram að því hafði
skrifað ljóð og stundað þýðingar.
Síðan hefur hann skrifað margar
skáldsögur, þar sem gjarnan skjóta
upp kollinum svipuð þemu og í
verkinu um föðurinn.
„Faðir hans hefur greinilega
verið svolítið sérkennilegur maður
sem enginn virtist þekkja. Þegar
hann dó kom í ljós að hann átti ekki
bara eina fasta kærustu, eins og
flestir, heldur fjölmargar og engin
þeirra vissi af hinum,“ segir Gunn-
þórunn um föður Austers.
Þegar Auster fer að kynna sér
ævi föður síns grefur hann líka upp
gamalt fjölskylduleyndarmál, sem
aldrei hafði verið talað um.
„Það kom í ljós að afi Austers
hafði verið drepinn af ömmu hans.
Þetta vissi enginn, en Auster kemst
að þessu fyrir tilviljun og lýsir því
hvernig hann kemst að því.“
Í Syndunum sjö dustar Jaakko
Heinimäki rykið af hinum dauða-
syndunum, rekur sögu þeirra og
tengir lífi nútímamannsins með
áhrifaríkum en um leið gamansöm-
um hætti. Árni Svanur Daníelsson
guðfræðingur mun ræða um verkið
og tengja meðal annars kyrru-
vikunni sem nú er gengin í garð. ■
TÓNLEIKAR Blúshátíðin á Hótel Borg
heldur áfram í kvöld með Blúsmönn-
um Andreu og nýrri hljómsveit
bræðranna Mick og Danny Pollock.
Andrea Gylfadóttir hefur fyrir
löngu öðlast sess sem ókrýnd blús-
drottning Íslands. Pollock-bræðurn-
ir blúsuðu sig einnig inn í hjörtu
þjóðarinnar með Utangarðsmönn-
um, en kynna nú til sögunnar glæ-
nýja hljómsveit sína, sem þeir kalla
Smokey Bay Blues Band.
Hátíðin er á vegum hins nýstofn-
aða Blúsfélags Reykjavíkur, sem
ætlar að gera þetta að árlegum við-
burði. ■
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/G
VA
BLÚSDROTTNINGIN ANDREA
Blúsmenn Andreu koma fram á
Blúshátíðinni á Hótel Borg.
Reykjavíkurblús
heldur áfram
KÁPUMYND AF VERKI PAULS AUSTER, MYND AF ÓSÝNILEGUM MANNI
Á bókmenntakvöldi á Súfistanum í kvöld fjalla þau Gunnþórunn Guðmundsdóttir bók-
menntafræðingur og Árni Svanur Daníelsson guðfræðingur um nýútkomnar bækur eftir
bandaríska rithöfundinn Paul Auster og finnska guðfræðinginn Jaakko Heinimäki.
Ósýnilegur maður
og dauðsyndir