Fréttablaðið - 07.04.2004, Page 54
Undanfarnar vikur hefur staðiðyfir allsérstætt Íslandsmót á
vegum Casa Fiesta, Uno og Kiss
FM. Þar er keppt um titilinn „Ís-
landsmeistari í jalapeno-áti“.
Keppnin er, eins og nafnið gefur
til kynna, sjóðandi heit en úrslitin
fara fram í dag klukkan þrjú á
Uno í Gnoðarvogi. Þá keppa fjórir
piltar, þeir Björn Þór Karlsson,
Hörður Ingþór Harðarson, Krist-
inn Gísli Guðmundsson og Andri
Þór Guðmundsson, um titilinn, og
hafa þeir fimm mínútur til að
klára eitt kíló af jalapeno. Sigur-
vegarinn hlýtur að launum
100.000 króna inneign hjá Uno en
alls skráðu 600 keppendur sig til
leiks.
Valgeir Magnússon, sem er
einn aðstandenda keppninnar,
sagði aðspurður að hún hefði haf-
ist fyrir rúmlega mánuði síðan:
„Við þurftum að velja úr kepp-
endum og hafa aldurstakmarkið
18 ár því við vildum ekki fá yfir
okkur her af mömmum sem væru
brjálaðar yfir því að við sendum
börnin þeirra heim með drullu –
keppendur eiga það nefnilega til
að fá í magann af þessu.“ En hvað-
an er hugmyndin komin? „Þetta
er nokkuð vinsæl sjónvarpsíþrótt
erlendis og því ekkert nýtt af nál-
inni þó þetta sé haldið í fyrsta
sinn hérlendis og 70 mínútur hafa
gert þessu skil,“ sagði Valgeir. En
hvernig skyldi keppendum líða á
meðan á keppninni stendur og þá
ekki síst eftir hana? Svona orðaði
einn þeirra, Kristinn Gísli Guð-
mundsson það: „Þetta er vont en
það venst!“ ■
Hrósið 42 7. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR
Íslandsmót
JALAPENO-ÁT
■ Það eru fá takmörk fyrir því hverju
menn etja kappi um og nú takast nokkrir
jaxlar á um hver geti þolað
sterkasta piparinn.
Rocky
... fær hljómsveitin Pixies fyrir að
bregðast vel við óskum íslenskra
aðdáenda sinna og halda auka-
tónleika á Íslandi í sumar.
Fréttiraf fólki
Fréttiraf fólki
Blaðamannafélag Íslands hefurbirt félagatal sitt fyrir árið
2004. Listinn er fjölskrúðugur að
vanda og hefur lengst töluvert
frá því í fyrra og munar þar mest
um nýjan mannskap á
endurreistu DV. Það
er þó varla á neinn
hallað þó fullyrt sé að
Friðrik Weisshappel
sé glæsilegasti nýlið-
inn en hann kemur sterkur inn
númer 545 á lista sem telur 546
manns. Á toppnum tróna blaða-
menn sem muna tímana í það
minnsta tvenna. Þorbjörn Guð-
mundsson er númer 1, Elín
Pálmadóttir númer 4, Matthías
Johannessen númer 5 og gamli
DV ritstjórinn Jónas Kristjáns-
son númer 7. Þá er Árni Johnsen
ekki fjarri góðu gamni en hann
hóf störf í blaðamennsku þann
10. júní 1967 og er númer 19.
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Smyrill.
261 milljón króna.
Ingvar Kamprad.
1
6 7
8 9
14
16 17
15
18
2 3 4
1311
10
12
5
• Rekstraraðilar og leiðbeinendur:
Rauða kross deildir á Norðurlandi og höfuðborgarsvæðinu reka búðirnar og Þjóðkirkjan
(Löngumýrarnefnd) styður dyggilega við reksturinn með lágmarksverði fyrir gistingu, fæði og þrif.
Sumarbúðastjóri verður Karl Lúðvíksson íþróttakennari og aðrir starfsmenn verða Theodór Karlsson
þroskaþjálfi, Árdís Antonsdóttir félagsráðgjafi , Jón Þorsteinn Sigurðsson, Helle Kristensen og Anna
Bára Sigurjónsdóttir stuðningsfulltrúar.
• Fyrirhuguð dagskrá:
Íþróttir (sund, leikir, frj.íþr. fótbolti, borðtennis og júdó), hestamennska, sjó- og veiðiferð að Drangey.
Heimsókn í Vesturfarasetrið og/eða aðra áhuga-verða staði. „Rafting“ eða flúðasiglingar niður Blöndu
og fjallganga upp í Gvendarskál. Fræðsla um Rauða krossinn (Solferinoleikurinn og skyndihjálp),
morgunstund, kvöldvökur með söng, leikjum og sögulestri og diskótek síðasta kvöldið. Ennfremur
býðst þátttakendum að sofa eina nótt í tjaldi ef veður leyfir.
• Þátttakendur:
Sumarbúðirnar eru öllum opnar, 10 ára og eldri.
Þeir sem búa við einhverja fötlun og einstaklingar með sérþarfir hafa forgang.
• Þátttökugjald - Tímabil:
Þátttökugjald fyrir hvert tímabil er kr. 24.500.
Tímabilin eru tvö: 28.júní -5. júlí og 19.-26. júlí
Útbúnaður: Sængurfatnaður (sæng og koddi er á staðnum), tjald og svefnpoki fyrir þá sem ætla að
prófa að sofa eina nótt í tjaldi. Nóg af handklæðum (sund daglega), tannbursti og tannkrem,
hárbursti, sólarolía og íþróttaföt (úti- og inni-). Ullarsokkar, stígvél, gönguskór, úlpa, húfa og vettlingar.
Merkja þarf vel allan fatnað og búnað.
Ferðir, komu- og brottfarartími: Þátttakendur sjá sér sjálfir fyrir fari. Mæting um kl. 14:00 fyrsta dag
hvers tímabils og brottför á sama tíma síðasta dag hvers tímabils. Innritun og frekari upplýsingar
annast Karl Lúðvíksson í síma 453 8816 eða 896 8416 eftir kl. 17.00 virka daga og kl. 09:00 til 17:00
um helgar. Skráning hefst föstudaginn 16. apríl.
Sumarbúðir Rauða krossins
að Löngumýri í Skagafirði 2004
Lárétt: 1 höfuðborg, 6 títt, 7 snjókoma,
8 sólguð, 9 tíðum, 10 reiðihljóð, 12 and-
lit, 14 ambátt, 15 nes, 16 verkfæri, 17
stefna, 18 þvaður.
Lóðrétt: 1 afturganga, 2 munda, 3 í röð,
4 svar goða, 5 rödd, 9 amboð, 11 mæla,
13 samlyndi, 14 sær, 17 hæð.
LAUSN.
Bresku hnáturnar í hljómsveit-inni Sugababes koma til
landsins í kvöld en þær halda
tónleika í Laugardalshöll á skír-
dag, eins og frægt er orðið. Það
spurðist út að stelpurnar ætluðu
beint úr flugvélinni á djammið í
Reykjavík og nú segir sagan að
leiðin liggi á skemmtistaðinn
Pravda. Þar eru menn á haus að
undirbúa móttökurnar sem verða
í fullkomnu samræmi við stöðu
þeirra sem poppstjörnur og
þeirra býður sem sagt sannköll-
uð VIP-meðferð á efri hæð stað-
arins. Fáum útvöldum hefur ver-
ið boðið að tjútta með píunum og
þar eru hetjurnar úr 70 mínútum
efstir á blaði en Pétur Jóhann
Sigfússon heillaði stelpurnar upp
úr skónum þegar hann átti viðtal
við þær í Brighton á dögunum.
Auðun Blöndal heldur því fram
að þegar slökkt hafi verið á töku-
vélunum hafi Mutya gert sér
dælt við Pétur og spurt hvort
hann væri á lausu. Það verða því
væntanlega fagnaðarfundir á
Pravda þegar Pétur kemur
hvæsandi til leiks.
Lárétt: 1moskva,6ótt,7él,8ra,9oft,
10urr, 12fés,14man,15tá,16al,17
átt,18raus.
Lóðrétt: 1móri,2ota,3st,4véfrétt,5
alt,9orf, 11tala,13sátt,14mar, 17ás.
Gaf hún þér einhverja ástæðu
fyrir því að hætta
saman?
Bara topp þrjár
klisjurnar!
„Ég vil vera ein“?
„Ég veit ekki hvað
mér finnst“?
„Það er ekki þú,
það er ég“?
Jabb!
Jabb!
Þú hefur unnið
hamborgara-
tilboð!
Heldurðu að hún sé að dingla
sér með einhverjum öðrum
gaur?
Nei, ég held hún sé
ekki týpan í það...
Ég ætti kannski ekki að segja
þér þetta, en hún nuddaði
einu sinni öðru brjóstinu utan
í öxlina á mér!
AAARRGHHH!!!
Hver verður Íslands-
meistari í jalapeno-áti?
BJÖRN ÞÓR KARLSSON, KRISTINN GÍSLI OG ANDRI ÞÓR GUÐMUNDSSYNIR
Þessir kappar, ásamt Herði Ingþóri Harðarsyni, ætla að sýna hvað í þeim býr á
Íslandsmótinu í jalapeno-áti.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
G
U
N
N
AR
SS
O
N