Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 2
2 3. júní 2004 FIMMTUDAGUR Já. Það er lítið en liður í því sem verið er að gera. Við verðum að veiða meira næst. Ég trúi ekki öðru en að nokkur maður láti sér detta annað í hug. SPURNING DAGSINS Konráð, tekur því að veiða 25 hrefnur? Algjör óvissa um framhaldið Algjör óvissa blasir við um framhaldið, segir formaður Framsóknarflokksins um ákvörðun for- seta að synja fjölmiðlalögum staðfestingu. Lítur á ákvörðun forseta sem gagnrýni á ríkisstjórnina. Öruggt er að boðað verður til þjóðaratkvæðagreiðslu. MÁLSSKOT Í kjölfar ákvörðunar for- seta Íslands um að synja fjölmiðla- lögunum staðfestingar hefur kom- ið upp fullkomið óvissuástand sem ríkisstjórnin bjóst ekki við að gæti skapast. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, í gær og sagði hann jafnframt að ríkis- stjórnin þyrfti ráðrúm til að átta sig á framhaldinu. „Þetta kom okk- ur algjörlega í opna skjöldu,“ sagði hann. Halldór sagði ákvörðun for- seta ekki muni hafa nein áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Að sögn Halldórs tilkynnti for- setinn honum símleiðis um ákvörð- un sína um klukkan hálf fjögur í gær. „Ég tjáði honum að mér þætti það óskynsamleg ákvörðun og við ákváðum að ræða það í sjálfu sér ekki frekar heldur ætlaði hann að senda mér yfirlýsinguna um ástæður sínar fyrir því að hann gerði þetta. Ég spurði hann þá um það hvernig hann liti á framhaldið og hann sagði að það væri skýrt samkvæmt stjórnarskránni en tók það sérstaklega fram að hér væri ekki um að ræða gagnrýni á Al- þingi né ríkisstjórn og ég sagðist eki sjá hvernig það gæti farið heim og saman,“ sagði Halldór. Aðspurður hvernig hann líti á framhaldið sagðist hann telja að kalla þurfi til lögfræðinga til að fara yfir málið vegna þess að staða sem þessi hafi aldrei áður komið upp. Hann segir að það hafi komið sér verulega á óvart að for- setinn kysi þetta tilefni til að beita því valdi sem hann hefur sam- kvæmt stjórnarskránni, því áður hafi komið upp stór mál þar sem hann hafi kosið að nýta ekki mál- skotsréttinn. Hann sagði það öruggt að boð- að yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það liggur ekkert fyrir um það hvernig hún á að fara fram. Í stjórnarskránni er aðeins tekið fram „svo fljótt sem verða má“ og það ber að virða, en það þarf að gefast ráðrúm til að fara vel yfir það. Ljóst er að það verður að setja löggjöf um þjóðaratkvæða- greiðslu og aðeins Alþingi getur sett slíka löggjöf. Fyrst þurfum við ráðrúm og tíma til þess að átta okkur á því hvernig verði brugð- ist við. Ég held við getum ekki gert það án þess að fá valinkunna lögfræðinga til þess að fara yfir þetta. Ríkisstjórnin og meirihluti Alþingis hlýtur að þurfa að undir- búa það. Það er ljóst að um það eru menn sammála að ríkisstjórn- armeirihluti Alþingis þarf að standa fyrir þeim undirbúningi, það er enginn annar í landinu sem getur gert það,“ sagði Halldór. Aðspurður sagði hann að það kæmi ekki til greina að setja bráðabirgðalög um þjóðarat- kvæðagreiðslu. Halldór fundaði með ráðherr- um Framsóknarflokksins þar sem rætt var um stöðuna og hvert framhaldið yrði. Hann sagðist ekki hafa náð að ræða við forsæt- isráðherra um málið í gær. sda@frettabladid.is Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Stjórnin stendur föstum fótum MÁLSKOT „Ríkisstjórnin stendur föstum fótum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra. „Þetta er skoð- un Ólafs Ragn- ars Grímssonar og hann var ekki að lýsa yfir neinu van- trausti á ríkis- stjórnina með þessu.“ Þ o r g e r ð u r Katrín segist pollróleg þrátt fyrir ákvörðun forseta um að staðfesta ekki fjölmiðlalögin. „Þetta er ósköp einfalt, nú fær þjóðin tækifæri til þess að kynna sér þessi lög og hvort hún vilji að auðhringir eigi fjölmiðla,“ segir Þorgerður Katrín. „Þjóðin þarf að taka efnislega afstöðu til þessarar löggjafar.“ Þorgerður Katrín segist virða það sem Ólafur Ragnar er að gera en lýsir þó undrun sinni á því að þessi lög skuli hafa orðið fyrir valinu. „Mér finnst sérstakt að í fyrsta sinn frá lýðveldisstofnun þá er verið að fara að kjósa um þessi lög. Ég hefði haldið að mikil- vægari löggjöf hefði átt að leggja undir dóm þjóðarinnar en akkúrat þessi lög.“ ■ Hjálmar Árnason: Kemur mér á óvart MÁLSKOT „Ég er svolítið undrandi. Þetta kemur mér á óvart,“ sagði Hjálmar Árnason, þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins, sem staddur í Þýskalandi, þegar fregnir bárust af ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Hann sagðist þurfa að hugsa þessa nýju stöðu sem upp væri komin mjög vandlega. Hjálmar sagði þó að honum þætti ekki sem grafið væri undan Alþingi með ákvörðun forseta. „En mér finnst þetta breyta svolítið stöðu Alþingis og svo forsetans sem sameiningartákns. Það eru þeir hlutir sem ég velti fyrir mér.“ ■ KRISTINN H. GUNNARSSON Ákvörðun forseta ber að virða. Kristinn H. Gunnarsson: Góð áhrif á lýðræðið MÁLSKOT „Ákvörðun Ólafs brýtur blað í sögu lýðveldisins og styrkir lýðræðið,“ segir Kristinn H. Gunn- arsson, þingmaður Framsóknar- flokksins, eini þingmaður stjórnar- flokkanna sem greiddi atkvæði gegn fjölmiðlafrumvarpinu. Kristinn segir að ákvörðun for- seta beri að virða og hefja þurfi undirbúning á þjóðaratkvæða- greiðslu við fyrsta tækifæri. Hann telur að þetta komi til með að hafa góð áhrif á þingið til lengri tíma litið: „Það er þinginu hollt að vita að mikilvægum mál- um kunni að vera skotið til þjóðar- innar og að það taki mið af því í störfum sínum.“ Kristinn telur málið ekki koma til með að hafa áhrif á stjórnar- samstarfið. ■ „Nú fær þjóðin tæki- færi til þess að kynna sér þessi lög og hvort hún vilji að auðhringir eigi fjölmiðla. ANNRÍKI HJÁ RÁÐHERRA Menntamálaráðherra fylgdist með lands- leik á Laugardagsvelli sem hófst tæpum klukkutíma eftir að forseti tilkynnti ákvörðun sína um að staðfesta ekki fjöl- miðlalögin. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Segist ekki skilja hvernig forseti Íslands geti haldið því fram að ákvörðun hans um að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar sé ekki áfell- isdómur á ríkisstjórnina og Alþingi. MÁLSKOT „Þetta kom mér á óvart. Einfaldlega vegna þess að mér finnst þetta vera órökrétt viðbrögð. Hin rökréttu viðbrögð eru þau sem komu fram í yfirlýsingu forsetans, þar sem hann vakti athygli á því að það væri verkefni dómstóla að skera úr um ágreiningsefni um lög- mæti laga gagnvart stjórnarskrá. Ég hefði talið með vísan til þess og var röksemd forsetans þegar sett voru lög í framhaldi af umdeildum öryrkjadómi, að forsetinn brygðist eins við í þessu máli.“ Einar segir ljóst að forsetinn hafi ekki vísað til þessara atriða í rök- semdum sínum. „Með því er verið að opna á miklu víðtækari heimild um notkun þessarar heimildar sem menn greinir á um hvort forsetinn hafi. Þetta setur af stað ferli sem menn sjá ekki fyrir endann á.“ Einar segir erfitt að spá í fram- haldið. „Það þarf að meta ástandið og taka skynsamlega ákvörðun í kjölfarið.“ Hann segir ekki tíma- bært að kalla Alþingi saman. Ríkis- stjórnin þurfi fyrst að fara yfir málið. Einar reiknar með að fram- haldið geti orðið erfitt. „Ég geri ráð fyrir því að þetta geti orðið harðskeyttar umræður, þó að ég voni að svo verði ekki. Þetta er mál af því taginu að þarna eru á bak við gríðarlegir hagsmunir og þeir sem telja sig hafa hagsmuna að gæta og verja munu beita sér eins og þeir hafa verið að gera.“ ■ EINAR K. GUÐFINNSSON Telur ekki tímabært að kalla Alþingi strax saman og býst við að umræður í fram- haldinu geti orðið harðskeyttar. Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins: Viðbrögð forseta órökrétt FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T R EY N IS SO N Skipstjórinn Konráð Eggertsson hefur haft hrefnuveiði- byssu á bát sínum þrátt fyrir þrettán ára hvalveiðibann. Guðni Ágústsson: Mikil vonbrigði MÁLSKOT „Niðurstaða forseta kem- ur mér á óvart. Þetta eru mér von- brigði og ég hef áhyggjur af störf- um Alþingis til framtíðar,“ segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra. Hann segist ekki ætla að leiða að því getum hvað hafi ráðið ákvörðun forseta: „Hann verður sjálfur að gera grein fyrir því.“ Guðni telur stjórnarsamstarfið ekki vera í hættu vegna málsins. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.