Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 36
Annað hvort fer dóttir mín meðmig í Húsdýragarðinn eða kaupir handa mér köku og hjálpar mér að blása á kertin, hana lang- ar mikið að gera eitthvað fyrir pabba sinn á afmælisdaginn. Hún er tveggja og hálfs árs og því mikill áhugamaður um afmæli,“ segir Stefán Máni rithöfundur, sem er 34 ára í dag. Annars segir Stefán Máni oftast ekki ástæðu til að slá um sig á afmælisdaginn en segir dóttur sína langi að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins. Stórafmæli sín segist Stefán vera vanur að halda upp á, alla vegana þau tvö sem hann hefur átt. „Tvítugsafmælið var haldið á Búðum en tíu árum seinna hélt ég upp á afmælið á Humarhúsinu.“ Stefán er þessa dagana með gríðarstóra skáldsögu í smíðum. „Ég er að skrifa á fullu fyrir haustið og það má segja að ég sé á lokasprettinum.“ Bókina, sem gerist í undirheimum Reykjavík- ur, hefur Stefán haft í smíðum undanfarin tvö ár. „Þetta er hörkubók sem ég er mjög ánægð- ur með. Ég myndi segja að þetta væri bók ársins, ekkert minna,“ segir Stefán og bætir því við að hógværð fari honum ekkert sér- staklega vel. Skáldsagan mun bera nafnið Anarkí en hún er fimmta skálsaga Stefáns sem síðast gaf út fyrir tæpum tveimur árum, Ísrael - saga af manni. Stórafmælið á Búðum er eftir- minnilegasta afmælisveislan í huga Stefáns. „Á þeim tíma var gamla húsið enn standandi en það var alltaf gaman að koma í það. Við vorum rúmlega tíu manna hópur sem fór og skemmtum okk- ur alveg rosalega vel.“ Þegar talið berst að barnaafmælum seg- ir Stefán þau hins vegar ekki hafa verið mikið havarí. „Ég man lítið eftir barnaafmælum mínum en ætli það hafi ekki verið smá af kökum.“ ■ 24 3. júní 2004 FIMMTUDAGUR ■ ANDLÁT ■ AFMÆLI John Adams, annar forsetiBandaríkjanna, var fyrsti for- setinn sem hafði aðsetur í Wash- ington í Georgetown. Adams sett- ist þar að fyrir 204 árum. Wash- ington tók við af Philadelphiu sem höfuðborgin sérstaklega vegna landfræðilegrar stöðu sinnar. Vinna við Washington-borg hófst árið 1791 er franski arkitektinn Charles L’Enfant hannaði skipulag borgarinnar með helling af hring- torgum, krossgötum og grósku- miklum görðum. Árið 1792 hefst vinna við byggingu Hvíta hússins undir leiðsögn írskættaða arki- tektsins James Hoban en húsið er undir áhrifum Leinster-hússins í Dublin. Ári seinna hefur Benja- min Latrobe framkvæmdir við þinghúsið í Washington. 3. júní 1800 flytur John Adams heimili sitt til nýju höfuðborgar- innar. 1. nóvember sama ár er honum fagnað í Hvíta húsinu og 17. sama mánaðar flytur þingið í þinghúsið. í stríði, sem kennt er við árið 1812 og er eitt af fjölmörgum gleymdum stríðum Bandaríkj- anna, er kveikt í bæði þinghúsinu og Hvíta húsinu af breskum her- mönnum. Þrátt fyrir að hellirign- ing hafi bjargað þinghúsinu sem enn var á byggingarstigi verður ekki sagt það sama um Hvíta hús- ið því það brann til grunna. Hvíta húsið var endurbyggt und- ir stjórn James Hoban en það var í stærri mynd en það fyrra. Verkinu lauk árið 1820 og er það enn í þeirri mynd sem það var endurbyggt í. ■ Indriði Úlfsson rithöfundur er 72 ára. Guðbjörn Guðbjörnsson, söngvari og tollari, er 42 ára. ■ JARÐARFARIR Egill Þorfinnsson skipasmiður, Suður- götu 20, Keflavík, lést sunnudag- inn 30. maí. Ethel Arnórsson, Aðalstræti 8, Reykja- vík, lést mánudaginn 31. maí. Guðjón M. Jónsson bifvélavirki, Barða- strönd 8, Seltjarnarnesi, lést sunnudaginn 30. maí. Hjörtur Guðmundsson, Lindargötu 61, Reykjavík, lést miðvikudaginn 26. maí. Ragnar Þorgrímur Kristjánsson, Höfða- götu 11, Hólmavík, lést sunnu- daginn 30. maí. Sigmundur Jónsson málarameistari, Ægisgötu 12, Ólafsfirði, lést mánudaginn 31. maí. Stefán Guðni Ásmundsson skipstjóri frá Skuld, Neskaupstað, síðast til heimilis í Fannborg 1, Kópavogi, lést miðvikudaginn 19. maí. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Þórður V. Magnússon, Laufási 5, Garða- bæ, lést miðvikudaginn 19. maí. Útför hefur farið fram í kyrrþey. AFMÆLI STEFÁN MÁNI ■ er 34 ára í dag. Dóttir hans ætlar að halda upp á afmælið SUZI QUATRO Bandaríska söngkonan, rokkarinn og bassaleikarinn er 64 ára í dag. 3. JÚNÍ ■ ÞETTA GERÐIST JOHN ADAMS Var fyrsti forsetinn sem hafði aðsetur í Washington. Upphaflega var hann búsettur í Georgetown en seinna árið 1800 flutti hann í Hvíta húsið. ■ John Adams flutti til nýju höfuðborgar- innar Washington. 3. JÚNÍ 1800 Blæs með mér á kertin Ég þarf ekki að segja nokkrumþað að þetta hefur breyst mikið á þessum 50 árum,“ segir Arnbjörn Kristinsson bókaútgefandi hjá Set- bergi en hann hefur setið í stjórn Félags íslenskra bókaútgefanda samfellt í 50 ár. Arnbjörn setti á fót sitt eigið fyrirtæki nokkrum árum áður en hann hóf stjórnarsetu og man tím- ana tvenna í bókaútgáfu á Íslandi. Minnisstætt er Arnbirni þegar Ragnar í Smára reiddist honum. „Ég hafði starfað í nokkur ár við út- gáfu þegar mér til mikill leiðinda reiddist Ragnar í Smára mér. Ég bar mikla virðingu fyrir honum en hann taldi í þetta skiptið að ég hefði geng- ið inn á hans verksvið þegar ég ákvað að gefa út yfirlitsrit yfir ís- lenskar smásögur, Íslenskir penn- ar.“ Bókin kom þó út stuttu seinna. „Ég var að telja það um daginn að ég er búinn að gefa út 657 titla síðan ég byrjaði og eintökin hljóta að skipta milljónum,“ segir Arn- björn en hann var aðeins 25 ára þeg- ar hann settist í stjórn og hafði þá starfað sem bókaútgefandi í nokkur ár. Ekki hafa allir titlarnir selst vel að sögn Arnbjarnar. „Minnst selda bókin seldist aðeins í 19 eintökum en það var ljóðabók. Sú mest selda hefur hins vegar selst í 50.000 ein- tökum. Það er barnabókin Íslensku dýrin en hana prýða myndir eftir Halldór Pétursson, sem teiknaði þær fyrir um 45 árum.“ Arnbjörn sem varð 79 ára í gær segist ekki vera á leið úr útgáfu- bransanum enda heilsuhraustur. „Allir sem heilsu hafa ættu að lofa hana á hverju kvöldi.“ ■ 13.30 Björg Magnúsdóttir Thoroddsen verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni í Reykjavík. 13.30 Sigurveig Jónsdóttir verður jarð- sungin frá Bústaðakirkju. 15.00 Helga Birna Þórhallsdóttir, Lang- holtsvegi 108b, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju. Forsetinn flytur til Washington 1621 Hollenska Vestur Indía-félagiðbyrjar reglulegar ferðir í sigling- um til Nýja Hollands, sem nú er þekkt sem New York. 1899 Tónskáldið Jóhann Strauss II deyr í Vínarborg, 73 ára. 1937 Hertoginn af Windsor, sem hafði afsalað sér bresku krúnunni, gift- ist Wallis Warfield Simpson. 1963 Jóhannes Páfi XXIII deyr, 81 árs. 1968 Listamaðurinn Andy Warhol sær- ist alvarlega eftir að hann er skotinn í vinnustofu sinni í New York. 1981 Jóhannes Páll páfi II snýr aftur í Vatíkanið eftir þriggja vikna dvöl á spítala þar sem hann jafnaði sig eftir morðtilraun sem mis- tókst. 1989 Ayatollah Ruhollah Khomeini, æðstiklerkur í Íran, deyr. 2001 Leikarinn Anthony Quinn deyr á spítala í Boston, 86 ára að aldri. AÐALFUNDUR FÉLAGS ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA Arnbjörn hefur setið samfellt í 50 ár í stjórn félagsins. Á myndinni eru Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir menntamálaráðherra, Bragi Þórðarson, Arnbjörn Kristinsson og Sigurður Svavarsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. TÍMAMÓT 50 ÁR Í STJÓRN ■ Arnbjörn man tímana tvenna í bóka- útgáfu. Hann hefur gefið út 657 titla á ferli sínum. Fimmtíu ára stjórnarseta STEFÁN MÁNI Er að ljúka við sína fimmtu bók þessa dagana. Dóttur hans langar að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins. TONY CURTIS Það kunna að vera deilur um hvort hann sé þekktastur fyrir leik sinn í Some Like It Hot eða úr Spartacus, að minnsta kosti er þessi gamli hjartaknúsari 79 ára í dag. Ef þetta væri raunveruleg ósk og Guð myndi stíga niður til að uppfylla hana þá myndi ég náttúrlega óska öllum mann- eskjum friðar og kærleika í hjarta og um- burðarlyndis gagnvart öðrum,“ segir Börkur Birgisson, gítarleikari í hljóm- sveitinni Jagúar. „En svo væri ég líka til í að verða ríkur tónlistarmaður og að sætu stelpurnar á barnum tali við mig.“ [ ÓSKIN MÍN ] BÖRKUR BIRGISSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.